Innlent

Vill að Alþingi beiti sér í málum Asera og Armena

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Zakir Jón Gasanov, formaður Vináttufélags Íslands og Aserbaídsjan.
Zakir Jón Gasanov, formaður Vináttufélags Íslands og Aserbaídsjan.
Zakir Jón Gasanov, formaður Vináttufélags Íslands og Aserbaídsjan, hvetur Alþingi Íslendinga til þess að beita sér til þess að lausn fáist í deilum Asera við nágranna þeirra Armena.

„Ég vil vekja athygli Alþingis Íslendinga á að mitt gamla land, Aserbaídsjan, á í þessum erjum við sína nágranna, Armena. Alþingi Íslendinga getur hjálpað til og beitt sér svo friður geti komist á í þessum heimshluta, með því að sýna frumkvæði og styrk sinn, eins og það gerði í málefnum Eystrasaltsríkjanna Lettlands, Eistlands og Litháen á sínum tíma," segir hann í aðsendri grein í Fréttablaðinu í dag.

Zakír Jón bendir á að nýlega hafi sland beitt sér í málefnum Palestínu með því að viðurkenna tilvist ríkisins, fyrst allra ríkja í heiminum. Það sé borin virðing fyrir Íslendingum á alþjóðavettvangi fyrir að sýna djörfung og dug í svona málum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×