Alræmdir hrottar í haldi vegna andláts 23. maí 2012 05:00 Hinn látni hafði aðeins verið í fangelsi í einn dag þegar hann lést. Fréttablaðið/stefán Annþór Karlsson og Börkur Birgisson færðir af almennri deild á Litla-Hrauni í einangrun. Taldir hafa veitt samfanga sínum áverka sem drógu hann til dauða. Annþór Kristján Karlsson og Börkur Birgisson, þekktir handrukkarar og ofbeldismenn, voru síðdegis í gær færðir af almennri deild á Litla-Hrauni í einangrun, grunaðir um að hafa veitt samfanga sínum áverka fyrir helgi sem drógu hann til dauða. Sigurður Hólm Sigurðsson, 49 ára síbrotamaður, kallaði eftir aðstoð í klefa sinn á fimmtudaginn og var þá í andnauð. Hann lést skömmu síðar og endurlífgunartilraunir báru engan árangur. Engir ytri áverkar voru á líki hans og ekkert benti til þess að honum hefði verið ráðinn bani. Líkið var engu að síður sent í krufningu og bráðabirgðaniðurstaða úr henni barst í gær. Niðurstaðan er sú að Sigurður lést af völdum innvortis blæðinga og að áverkarnir benda eindregið til þess að hann hafi orðið fyrir árás. Um leið og þetta varð ljóst í gær var kannað hverja Sigurður hafði umgengist áður en hann lést. Hann hafði þá einungis verið á Litla-Hrauni í einn dag í síbrotagæslu. Í kjölfarið voru Annþór og Börkur færðir í einangrun. Ekki liggur fyrir hvers konar barsmíðum Sigurður varð fyrir eða af hvaða tilefni. Lögreglan á Selfossi varðist allra frétta í gær og hafði þá ekki yfirheyrt tvímenningana. Annþór og Börkur hafa setið inni síðan um miðjan mars, þegar þeir voru handteknir í umfangsmikilli lögreglurassíu. Sú rannsókn beindist að alvarlegum líkamsárásum og fleiri brotum, sem öll voru talin liður í uppgjöri í undirheimunum. Þeir hafa nú verið ákærðir fyrir að hafa í þrígang ráðist á fólk í heimahúsum og barið það með kylfum, handlóðum og öðrum bareflum þannig að einn hlaut opið beinbrot á sköflungi og hnéskel, annar handleggsbrotnaði og sá þriðji ökklabrotnaði. Annþór og Börkur sættu gæsluvarðhaldi fyrst um sinn en voru síðan látnir halda áfram afplánun eldri dóma; sjö og hálfs árs fangelsisdóms sem Börkur hlaut fyrir hrottafengna tilraun til manndráps með öxi og fjögurra ára fangelsisdóms sem Annþór hlaut fyrir innflutning á fíkniefnum.- sh Mest lesið Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Erlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Innlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Samfélagið þurfi að koma sér saman um símasiði Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Sjá meira
Annþór Karlsson og Börkur Birgisson færðir af almennri deild á Litla-Hrauni í einangrun. Taldir hafa veitt samfanga sínum áverka sem drógu hann til dauða. Annþór Kristján Karlsson og Börkur Birgisson, þekktir handrukkarar og ofbeldismenn, voru síðdegis í gær færðir af almennri deild á Litla-Hrauni í einangrun, grunaðir um að hafa veitt samfanga sínum áverka fyrir helgi sem drógu hann til dauða. Sigurður Hólm Sigurðsson, 49 ára síbrotamaður, kallaði eftir aðstoð í klefa sinn á fimmtudaginn og var þá í andnauð. Hann lést skömmu síðar og endurlífgunartilraunir báru engan árangur. Engir ytri áverkar voru á líki hans og ekkert benti til þess að honum hefði verið ráðinn bani. Líkið var engu að síður sent í krufningu og bráðabirgðaniðurstaða úr henni barst í gær. Niðurstaðan er sú að Sigurður lést af völdum innvortis blæðinga og að áverkarnir benda eindregið til þess að hann hafi orðið fyrir árás. Um leið og þetta varð ljóst í gær var kannað hverja Sigurður hafði umgengist áður en hann lést. Hann hafði þá einungis verið á Litla-Hrauni í einn dag í síbrotagæslu. Í kjölfarið voru Annþór og Börkur færðir í einangrun. Ekki liggur fyrir hvers konar barsmíðum Sigurður varð fyrir eða af hvaða tilefni. Lögreglan á Selfossi varðist allra frétta í gær og hafði þá ekki yfirheyrt tvímenningana. Annþór og Börkur hafa setið inni síðan um miðjan mars, þegar þeir voru handteknir í umfangsmikilli lögreglurassíu. Sú rannsókn beindist að alvarlegum líkamsárásum og fleiri brotum, sem öll voru talin liður í uppgjöri í undirheimunum. Þeir hafa nú verið ákærðir fyrir að hafa í þrígang ráðist á fólk í heimahúsum og barið það með kylfum, handlóðum og öðrum bareflum þannig að einn hlaut opið beinbrot á sköflungi og hnéskel, annar handleggsbrotnaði og sá þriðji ökklabrotnaði. Annþór og Börkur sættu gæsluvarðhaldi fyrst um sinn en voru síðan látnir halda áfram afplánun eldri dóma; sjö og hálfs árs fangelsisdóms sem Börkur hlaut fyrir hrottafengna tilraun til manndráps með öxi og fjögurra ára fangelsisdóms sem Annþór hlaut fyrir innflutning á fíkniefnum.- sh
Mest lesið Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Erlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Innlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Samfélagið þurfi að koma sér saman um símasiði Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Sjá meira