Þrjú ný kórónuveirusmit staðfest Andri Eysteinsson skrifar 2. mars 2020 17:44 Alls hafa sex smit greinst hér á landi. Vísir/Vilhelm Þrjú kórónuveirusmit til viðbótar hafa verið staðfest hér á landi. Víðir Reynisson hjá almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra, staðfestir þetta í samtali við fréttastofu. 19 sýni voru rannsökuð í dag á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans. Um er að ræða fólk á sextugsaldri sem komu til landsins með flugi frá ítölsku borginni Veróna á laugardag. Heildarfjöldi smita hér á landi hefur því tvöfaldast og eru nú sex kórónuveirusmit staðfest hérlendis. Hin smituðu, tvær konur og einn karl, eru búsett á höfuðborgarsvæðinu. Þau eru ekki mikið veik en sýna þó dæmigerð einkenni COVID-19 sjúkdóms, hósta, hita og beinverki. Áður hafði einn farþegi vélarinnar frá Veróna verið greindur með smit. Öllum þeim sem komu til landsins með vélinni hefur verið ráðlagt að fara í sóttkví. Þá hafði kona á fimmtugsaldir greinst með veiruna eftir komuna frá München, hún hafði þó einnig verið á skíðum á Ítalíu. Allir sem hafa greinst með veiruna hér á landi eiga það sameiginlegt að hafa dvalið á Ítalíu en landið í heild sinni hefur nú verið skilgreint sem áhættusvæði. Maðurinn sem greindist fyrstur hefur verið útskrifaður af Landspítalanum og eru því allir sem greinst hafa í heimaeinangrun. Farþegar frá München og Veróna í sóttkví Smitrannsóknateymi almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra, lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og sóttvarnalæknis vinnur nú að því að rekja smitleiðir í tengslum við þessi nýju tilfelli. Á síðustu tveimur dögum hefur teymið haft samband við um 115 einstaklinga. Mikill meirihluti þeirra var um borð í flugvél Icelandair sem kom frá Veróna á laugardaginn. Meirihluti þeirra sem komu til landsins með flugi frá München höfðu dvalist í Austurríki og í Þýskalandi, sem ekki eru skilgreind sem hættusvæði. 30 manna hópur þurfti því að fara í sóttkví eftir flugið frá München. Allir farþegarnir frá Veróna fóru í sóttkví. Landsmenn eru minntir á mikilvægi handþvottar og sótthreinsunar. Ef einstaklingar finna fyrir veikindum er þeim bent á að hringja í síma 1700 (fyrir erlend símanúmer +354 544-4113) varðandi nánari upplýsingar og hvernig þeir eigi að nálgast heilbrigðiskerfið.Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Fleiri fréttir Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Sjá meira
Þrjú kórónuveirusmit til viðbótar hafa verið staðfest hér á landi. Víðir Reynisson hjá almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra, staðfestir þetta í samtali við fréttastofu. 19 sýni voru rannsökuð í dag á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans. Um er að ræða fólk á sextugsaldri sem komu til landsins með flugi frá ítölsku borginni Veróna á laugardag. Heildarfjöldi smita hér á landi hefur því tvöfaldast og eru nú sex kórónuveirusmit staðfest hérlendis. Hin smituðu, tvær konur og einn karl, eru búsett á höfuðborgarsvæðinu. Þau eru ekki mikið veik en sýna þó dæmigerð einkenni COVID-19 sjúkdóms, hósta, hita og beinverki. Áður hafði einn farþegi vélarinnar frá Veróna verið greindur með smit. Öllum þeim sem komu til landsins með vélinni hefur verið ráðlagt að fara í sóttkví. Þá hafði kona á fimmtugsaldir greinst með veiruna eftir komuna frá München, hún hafði þó einnig verið á skíðum á Ítalíu. Allir sem hafa greinst með veiruna hér á landi eiga það sameiginlegt að hafa dvalið á Ítalíu en landið í heild sinni hefur nú verið skilgreint sem áhættusvæði. Maðurinn sem greindist fyrstur hefur verið útskrifaður af Landspítalanum og eru því allir sem greinst hafa í heimaeinangrun. Farþegar frá München og Veróna í sóttkví Smitrannsóknateymi almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra, lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og sóttvarnalæknis vinnur nú að því að rekja smitleiðir í tengslum við þessi nýju tilfelli. Á síðustu tveimur dögum hefur teymið haft samband við um 115 einstaklinga. Mikill meirihluti þeirra var um borð í flugvél Icelandair sem kom frá Veróna á laugardaginn. Meirihluti þeirra sem komu til landsins með flugi frá München höfðu dvalist í Austurríki og í Þýskalandi, sem ekki eru skilgreind sem hættusvæði. 30 manna hópur þurfti því að fara í sóttkví eftir flugið frá München. Allir farþegarnir frá Veróna fóru í sóttkví. Landsmenn eru minntir á mikilvægi handþvottar og sótthreinsunar. Ef einstaklingar finna fyrir veikindum er þeim bent á að hringja í síma 1700 (fyrir erlend símanúmer +354 544-4113) varðandi nánari upplýsingar og hvernig þeir eigi að nálgast heilbrigðiskerfið.Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Fleiri fréttir Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Sjá meira