Vill hámarkshraða á blandaða stíga á Seltjarnarnesi Andri Eysteinsson skrifar 6. mars 2019 19:15 Karl Pétur ætlar að leggja fram tillögu um hámarkshraða á stígum á Seltjarnarnesi Vísir/Vilhelm/Aðsend Hámarkshraði á göngustígum gæti litið dagsins ljós á Seltjarnarnes en Karl Pétur Jónsson, bæjarfulltrúi á Seltjarnarnesi og oddviti Viðreisnar/Neslista, hyggst leggja fram tillögu til bæjarstjórnar þess efnis að hámarkshraði verði settur á stíga í sveitarfélaginu. Ástæðan er árekstur gangandi vegfaranda og hjólreiðamanns í síðustu viku. Karl greinir frá þessum áformum sínum á Facebook hópnum Íbúar á Seltjarnarnesi. Karl segir í færslunni að hjólreiðamaður á „keppnishjóli“ hafi komið aftan að miðaldra manni á göngu og hafi hjólað beint aftan á manninn á miklum hraða, yfir 30km/h. „Þetta voru tveir herramenn á miðjum aldri að ganga eftir stígnum, þar kemur hjólreiðamaður á hraðanum 30 km/h, hann hjólar niður annan manninn sem þurfti að leita á bráðamóttöku. Hann kærði málið til lögreglu sem líkamsárás og lögregla tók við ákærunni“ sagði Karl Pétur í samtali við Vísi.Karl Pétur Jónsson.Mynd/AðsendKominn tími til að gera eitthvað í málinu Áreksturinn varð á göngustíg milli Gróttuvita og golfvallar Nesklúbbsins, stígurinn liggur á vinsælu útivistarsvæði og er oft á tíðum fjölmennt á svæðinu ef vel viðrar en Karl segir stíginn vera of mjóan til þess að bera bæði göngufólk og keppnishjólreiðar. Áætlað er að leggja tvöfalda hjólabraut með fram stígnum en Karl segir að burtséð frá því þurfi að grípa til aðgerða. „Það hafa orðið atvik með reglubundnu millibili og það er kominn tími til að gera eitthvað í þessu.“ sagði Karl og bætti við að svæðið væri mikið sótt af Seltirningum , Reykvíkingum og ferðamönnum, því geti verið fjölmennt á þröngum stígum. „Það er í raun enginn almennilega ánægður með stöðuna, hjólreiðamönnum hefur fjölgað mjög mikið og það þarf að setja einhverjar leikreglur upp,“ sagði Karl.Ekki verið að finna upp hjólið Hugmyndir um hámarkshraða á göngustígum eru að sögn Karls ekki nýjar af nálinni og ljóst að ekki er verið að finna upp hjólið. Karl bendir á Garðabæ sem hefur sett á hámarkshraðann 15 kílómetra á klukkustund á stígum. Karl áætlar að leggja tillöguna fram á næsta bæjarstjórnarfundi sem fram fer næsta miðvikudag, 13. mars.Fyrirsögn fréttarinnar hefur verið uppfærð. Samgöngur Seltjarnarnes Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Segir lítið til í orðum ráðherra Innlent Fleiri fréttir Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Sjá meira
Hámarkshraði á göngustígum gæti litið dagsins ljós á Seltjarnarnes en Karl Pétur Jónsson, bæjarfulltrúi á Seltjarnarnesi og oddviti Viðreisnar/Neslista, hyggst leggja fram tillögu til bæjarstjórnar þess efnis að hámarkshraði verði settur á stíga í sveitarfélaginu. Ástæðan er árekstur gangandi vegfaranda og hjólreiðamanns í síðustu viku. Karl greinir frá þessum áformum sínum á Facebook hópnum Íbúar á Seltjarnarnesi. Karl segir í færslunni að hjólreiðamaður á „keppnishjóli“ hafi komið aftan að miðaldra manni á göngu og hafi hjólað beint aftan á manninn á miklum hraða, yfir 30km/h. „Þetta voru tveir herramenn á miðjum aldri að ganga eftir stígnum, þar kemur hjólreiðamaður á hraðanum 30 km/h, hann hjólar niður annan manninn sem þurfti að leita á bráðamóttöku. Hann kærði málið til lögreglu sem líkamsárás og lögregla tók við ákærunni“ sagði Karl Pétur í samtali við Vísi.Karl Pétur Jónsson.Mynd/AðsendKominn tími til að gera eitthvað í málinu Áreksturinn varð á göngustíg milli Gróttuvita og golfvallar Nesklúbbsins, stígurinn liggur á vinsælu útivistarsvæði og er oft á tíðum fjölmennt á svæðinu ef vel viðrar en Karl segir stíginn vera of mjóan til þess að bera bæði göngufólk og keppnishjólreiðar. Áætlað er að leggja tvöfalda hjólabraut með fram stígnum en Karl segir að burtséð frá því þurfi að grípa til aðgerða. „Það hafa orðið atvik með reglubundnu millibili og það er kominn tími til að gera eitthvað í þessu.“ sagði Karl og bætti við að svæðið væri mikið sótt af Seltirningum , Reykvíkingum og ferðamönnum, því geti verið fjölmennt á þröngum stígum. „Það er í raun enginn almennilega ánægður með stöðuna, hjólreiðamönnum hefur fjölgað mjög mikið og það þarf að setja einhverjar leikreglur upp,“ sagði Karl.Ekki verið að finna upp hjólið Hugmyndir um hámarkshraða á göngustígum eru að sögn Karls ekki nýjar af nálinni og ljóst að ekki er verið að finna upp hjólið. Karl bendir á Garðabæ sem hefur sett á hámarkshraðann 15 kílómetra á klukkustund á stígum. Karl áætlar að leggja tillöguna fram á næsta bæjarstjórnarfundi sem fram fer næsta miðvikudag, 13. mars.Fyrirsögn fréttarinnar hefur verið uppfærð.
Samgöngur Seltjarnarnes Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Segir lítið til í orðum ráðherra Innlent Fleiri fréttir Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Sjá meira