Veðurstofan varar við aukinni hættu á skriðum, grjóthruni og vatnavöxtum á norðanverðu landinu næstu daga vegna mikillar úrkomu á svæðinu.
Búist er við talsverðri eða mikilli úrkomu á morgun, sunnudag, og á mánudag á Norðurlandi, Ströndum og norðanverðum Vestfjörðum.
„Meðfylgjandi þessu er aukin hætta á skriðum og grjóthruni auk vatnavaxta á svæðinu. Enn eru viðvaranir í gildi vegna vinds á norðan- og austanverðu landinu og vegna slyddu eða snjókomu á hálendi og fjallvegum. Fólki á þessum svæðum er bent á að hafa varann á,“ segir í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands.
Vara við skriðum og grjóthruni vegna mikillar úrkomu á Norðurlandi
Kristín Ólafsdóttir skrifar
