Húmor beitt til mats á menningu vinnustaða Birna Dröfn Jónasdóttir skrifar 31. október 2019 06:30 Þórey Vilhjálsmdóttir hafði lengi gengið með hugmyndina af Jafréttisvísinum í maganum áður en hún var framkvæmd. Fréttablaðið/Ernir Tryggingamiðstöðin TM, Landsvirkjun, Landsbankinn og Síminn hafa á síðastliðnum tveimur árum orðið aðilar að Jafnréttisvísi Capacent. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu, Háskólinn á Akureyri og Alcoa Fjarðaál eru í aðildarferli. Um er að ræða verkefni fyrir fyrirtæki og stofnanir sem vilja móta sér markmið í jafnréttismálum og meta stöðu jafnréttis innan fyrirtækja. „Ég var búin að vera með það lengi í maganum að það vantaði einhverja lausn fyrir fyrirtæki til þess að horfa í 360 gráður á jafnrétti,“ segir Þórey Vilhjálmsdóttir, ráðgjafi hjá Capacent og forsprakki verkefnisins. „Jafnréttisvísirinn var formlega kynntur í nóvember 2017 og fyrir tilviljun var það akkúrat í sömu viku og #metoo fór af stað,“ segir Þórey. „Ég hafði, sem ráðgjafi hjá Capacent, mikið verið að vinna með stjórnendum fyrirtækja og ég fann það á þessum tíma að fólk var farið að vilja gera eitthvað í jafnréttismálum. Það var að koma þrýstingur alls staðar frá, bæði frá viðskiptavinum og starfsfólki og mikið hefur verið rætt um það í samfélaginu hversu fáar konur eru í stjórnunarstöðum í atvinnulífinu,“ bætir hún við. „Jafnréttisvísirinn er vitundarvakning og stefnumótun í jafnréttismálum fyrirtækja. Við byrjum á því að greina stöðu jafnréttismála í fyrirtækinu með því að taka viðtöl við stóran hóp starfsfólks, leggja fyrir kannanir og skoða ýmis gögn en svo vinnum við líka eftir óhefðbundnum leiðum,“ segir Þórey. Með óhefðbundnum leiðum á hún til að mynda við að ráðgjafar Capacent fylgist með starfsumhverfi fyrirtækjanna sem sækja um aðild. „Við skoðum menninguna sem ríkir á vinnustaðnum og hvernig húsnæðið er skipulagt með tilliti til jafnréttis,“ útskýrir Þórey. „Annað sem við gerum er að við notum skapandi leiðir og húmor. Rán Flygenring teiknari hefur til dæmis verið í teyminu mínu frá upphafi og hún teiknar upp það sem sjáum,“ segir hún. „Þannig notum við húmor til þess að benda á hluti sem betur mega fara. Hluti sem kannski virka sem smáatriði en það geta verið litlir hlutir líkt og athugasemdir, brandarar og framígrip sem halda konum niðri í menningunni. Við getum breytt heiminum með því að horfa í smáatriðin,“ segir Þórey. Þegar Capacent hefur tekið fyrirtækin út setja þau sér markmið til þess að auka jafnrétti í fyrirtækinu. Markmiðunum er svo fylgt eftir af ráðgjöfum Capacent árlega næstu þrjú árin. Hægt verður að fylgjast með stöðu allra þeirra fyrirtækja sem eru aðilar að Jafnréttisvísinum á heimasíðu Capacent. Jafnlaunavottun hefur verið mikið í umræðunni undanfarið og aðspurð segir Þórey Jafnréttisvísinn ólíkan vottuninni í framkvæmd. „Jafnlaunavottun er frábær en hún mælir ekki völd kvenna innan fyrirtækja. Þú getur verið með enga konu í framkvæmdastjóralaginu en samt með jafnlaunavottun því þú borgar sömu laun fyrir sömu störf,“ segir hún. „Við skoðum launin út frá því hvaða völd og áhrif þau eru að endurspegla. Við skoðum hvernig launakakan skiptist á milli kynjanna því að ef meðaltal launa karla og kvenna er skoðað er það yfirleitt þannig að karlar fá mun meira af kökunni og það endurspeglar auðvitað valdastöðuna í atvinnulífinu,“ segir Þórey. Birtist í Fréttablaðinu Jafnréttismál Vinnumarkaður Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Erlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Fleiri fréttir Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Sjá meira
Tryggingamiðstöðin TM, Landsvirkjun, Landsbankinn og Síminn hafa á síðastliðnum tveimur árum orðið aðilar að Jafnréttisvísi Capacent. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu, Háskólinn á Akureyri og Alcoa Fjarðaál eru í aðildarferli. Um er að ræða verkefni fyrir fyrirtæki og stofnanir sem vilja móta sér markmið í jafnréttismálum og meta stöðu jafnréttis innan fyrirtækja. „Ég var búin að vera með það lengi í maganum að það vantaði einhverja lausn fyrir fyrirtæki til þess að horfa í 360 gráður á jafnrétti,“ segir Þórey Vilhjálmsdóttir, ráðgjafi hjá Capacent og forsprakki verkefnisins. „Jafnréttisvísirinn var formlega kynntur í nóvember 2017 og fyrir tilviljun var það akkúrat í sömu viku og #metoo fór af stað,“ segir Þórey. „Ég hafði, sem ráðgjafi hjá Capacent, mikið verið að vinna með stjórnendum fyrirtækja og ég fann það á þessum tíma að fólk var farið að vilja gera eitthvað í jafnréttismálum. Það var að koma þrýstingur alls staðar frá, bæði frá viðskiptavinum og starfsfólki og mikið hefur verið rætt um það í samfélaginu hversu fáar konur eru í stjórnunarstöðum í atvinnulífinu,“ bætir hún við. „Jafnréttisvísirinn er vitundarvakning og stefnumótun í jafnréttismálum fyrirtækja. Við byrjum á því að greina stöðu jafnréttismála í fyrirtækinu með því að taka viðtöl við stóran hóp starfsfólks, leggja fyrir kannanir og skoða ýmis gögn en svo vinnum við líka eftir óhefðbundnum leiðum,“ segir Þórey. Með óhefðbundnum leiðum á hún til að mynda við að ráðgjafar Capacent fylgist með starfsumhverfi fyrirtækjanna sem sækja um aðild. „Við skoðum menninguna sem ríkir á vinnustaðnum og hvernig húsnæðið er skipulagt með tilliti til jafnréttis,“ útskýrir Þórey. „Annað sem við gerum er að við notum skapandi leiðir og húmor. Rán Flygenring teiknari hefur til dæmis verið í teyminu mínu frá upphafi og hún teiknar upp það sem sjáum,“ segir hún. „Þannig notum við húmor til þess að benda á hluti sem betur mega fara. Hluti sem kannski virka sem smáatriði en það geta verið litlir hlutir líkt og athugasemdir, brandarar og framígrip sem halda konum niðri í menningunni. Við getum breytt heiminum með því að horfa í smáatriðin,“ segir Þórey. Þegar Capacent hefur tekið fyrirtækin út setja þau sér markmið til þess að auka jafnrétti í fyrirtækinu. Markmiðunum er svo fylgt eftir af ráðgjöfum Capacent árlega næstu þrjú árin. Hægt verður að fylgjast með stöðu allra þeirra fyrirtækja sem eru aðilar að Jafnréttisvísinum á heimasíðu Capacent. Jafnlaunavottun hefur verið mikið í umræðunni undanfarið og aðspurð segir Þórey Jafnréttisvísinn ólíkan vottuninni í framkvæmd. „Jafnlaunavottun er frábær en hún mælir ekki völd kvenna innan fyrirtækja. Þú getur verið með enga konu í framkvæmdastjóralaginu en samt með jafnlaunavottun því þú borgar sömu laun fyrir sömu störf,“ segir hún. „Við skoðum launin út frá því hvaða völd og áhrif þau eru að endurspegla. Við skoðum hvernig launakakan skiptist á milli kynjanna því að ef meðaltal launa karla og kvenna er skoðað er það yfirleitt þannig að karlar fá mun meira af kökunni og það endurspeglar auðvitað valdastöðuna í atvinnulífinu,“ segir Þórey.
Birtist í Fréttablaðinu Jafnréttismál Vinnumarkaður Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Erlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Fleiri fréttir Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði