Kílóið af humri á allt að tuttugu þúsund krónur Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 24. nóvember 2019 22:15 Kílóið af stórum íslenskum humri getur kostað allt að tuttugu þúsund krónur út úr búð. Þá hefur mikill aflabrestur orðið til þess að óvenjulítið af humri hefur ratað í fiskbúðir. Algjört hrun hefur orðið í humarstofninum við strendur Íslands. Á þessu ári var kvótinn aðeins einn tíundi af því sem var fyrir tæpum áratug. Þá segja veiðimenn margir hverjir síðustu verktíð hafa verið hörmulega. Þetta hefur orðið til þess að ekki aðeins er lítið til af humri heldur kostar hann meira en áður.Geir Már Vilhjálmsson eigandi fiskbúðarinnar Hafberg.MYND/Sigurjón„Almennt séð er mjög lítið til af humri í landinu. Bara humarveiðarnar eru litlar, það er sem sagt léleg veiði og í framhaldi af lélegri veiði þá verður humarverðið miklu dýrara,“segir Geir Már Vilhjálmsson eigandi fiskbúðarinnar Hafberg. „Kílóverðið er í kringum fjórtán þúsund krónur,“ segir Geir Már og að verðið hafi hækkað um þrjátíu til fjörutíu prósent á fáeinum árum.Guðbjörg Glóð Logadóttir eigandi Fylgifiska.MYND/Egill„Við erum með humar en aðallega danskan og svo þessi íslenski sem við erum með er svakalega dýr,“ segir Guðbjörg Glóð Logadóttir eigandi Fylgifiska. Þá segist hún eiga von á að einhverjir eigi eftir að láta það hafa áhrif á sig hvað humarinn kostar mikið. „Askjan, sem er náttúrulega tvö komma tvö kíló, er á um fimmtíu þúsund kall. Þannig að þetta er ekki lengur fyrir hvern sem er,“ segir Guðbjörg Glóð.Sigfús Sigurðsson eigandi Fiskbúðar FúsaMYND/Sigurjón„Ég er með tvær af stóru stærðunum. Ég er með fimm sjö humarinn og hann er fjórtán og níu og svo er með sjö níu humar, sem að hefur verið stærstur hingað til, og hann er á þrettán og níu hjá mér,“ segir Sigfús Sigurðsson eigandi Fiskbúðar Fúsa. Þá segir hann töluvert minna til af humri nú en áður og að það hafi verið erfitt fyrir fisksala að fá hann. Neytendur Sjávarútvegur Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Kílóið af stórum íslenskum humri getur kostað allt að tuttugu þúsund krónur út úr búð. Þá hefur mikill aflabrestur orðið til þess að óvenjulítið af humri hefur ratað í fiskbúðir. Algjört hrun hefur orðið í humarstofninum við strendur Íslands. Á þessu ári var kvótinn aðeins einn tíundi af því sem var fyrir tæpum áratug. Þá segja veiðimenn margir hverjir síðustu verktíð hafa verið hörmulega. Þetta hefur orðið til þess að ekki aðeins er lítið til af humri heldur kostar hann meira en áður.Geir Már Vilhjálmsson eigandi fiskbúðarinnar Hafberg.MYND/Sigurjón„Almennt séð er mjög lítið til af humri í landinu. Bara humarveiðarnar eru litlar, það er sem sagt léleg veiði og í framhaldi af lélegri veiði þá verður humarverðið miklu dýrara,“segir Geir Már Vilhjálmsson eigandi fiskbúðarinnar Hafberg. „Kílóverðið er í kringum fjórtán þúsund krónur,“ segir Geir Már og að verðið hafi hækkað um þrjátíu til fjörutíu prósent á fáeinum árum.Guðbjörg Glóð Logadóttir eigandi Fylgifiska.MYND/Egill„Við erum með humar en aðallega danskan og svo þessi íslenski sem við erum með er svakalega dýr,“ segir Guðbjörg Glóð Logadóttir eigandi Fylgifiska. Þá segist hún eiga von á að einhverjir eigi eftir að láta það hafa áhrif á sig hvað humarinn kostar mikið. „Askjan, sem er náttúrulega tvö komma tvö kíló, er á um fimmtíu þúsund kall. Þannig að þetta er ekki lengur fyrir hvern sem er,“ segir Guðbjörg Glóð.Sigfús Sigurðsson eigandi Fiskbúðar FúsaMYND/Sigurjón„Ég er með tvær af stóru stærðunum. Ég er með fimm sjö humarinn og hann er fjórtán og níu og svo er með sjö níu humar, sem að hefur verið stærstur hingað til, og hann er á þrettán og níu hjá mér,“ segir Sigfús Sigurðsson eigandi Fiskbúðar Fúsa. Þá segir hann töluvert minna til af humri nú en áður og að það hafi verið erfitt fyrir fisksala að fá hann.
Neytendur Sjávarútvegur Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira