Kílóið af humri á allt að tuttugu þúsund krónur Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 24. nóvember 2019 22:15 Kílóið af stórum íslenskum humri getur kostað allt að tuttugu þúsund krónur út úr búð. Þá hefur mikill aflabrestur orðið til þess að óvenjulítið af humri hefur ratað í fiskbúðir. Algjört hrun hefur orðið í humarstofninum við strendur Íslands. Á þessu ári var kvótinn aðeins einn tíundi af því sem var fyrir tæpum áratug. Þá segja veiðimenn margir hverjir síðustu verktíð hafa verið hörmulega. Þetta hefur orðið til þess að ekki aðeins er lítið til af humri heldur kostar hann meira en áður.Geir Már Vilhjálmsson eigandi fiskbúðarinnar Hafberg.MYND/Sigurjón„Almennt séð er mjög lítið til af humri í landinu. Bara humarveiðarnar eru litlar, það er sem sagt léleg veiði og í framhaldi af lélegri veiði þá verður humarverðið miklu dýrara,“segir Geir Már Vilhjálmsson eigandi fiskbúðarinnar Hafberg. „Kílóverðið er í kringum fjórtán þúsund krónur,“ segir Geir Már og að verðið hafi hækkað um þrjátíu til fjörutíu prósent á fáeinum árum.Guðbjörg Glóð Logadóttir eigandi Fylgifiska.MYND/Egill„Við erum með humar en aðallega danskan og svo þessi íslenski sem við erum með er svakalega dýr,“ segir Guðbjörg Glóð Logadóttir eigandi Fylgifiska. Þá segist hún eiga von á að einhverjir eigi eftir að láta það hafa áhrif á sig hvað humarinn kostar mikið. „Askjan, sem er náttúrulega tvö komma tvö kíló, er á um fimmtíu þúsund kall. Þannig að þetta er ekki lengur fyrir hvern sem er,“ segir Guðbjörg Glóð.Sigfús Sigurðsson eigandi Fiskbúðar FúsaMYND/Sigurjón„Ég er með tvær af stóru stærðunum. Ég er með fimm sjö humarinn og hann er fjórtán og níu og svo er með sjö níu humar, sem að hefur verið stærstur hingað til, og hann er á þrettán og níu hjá mér,“ segir Sigfús Sigurðsson eigandi Fiskbúðar Fúsa. Þá segir hann töluvert minna til af humri nú en áður og að það hafi verið erfitt fyrir fisksala að fá hann. Neytendur Sjávarútvegur Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Fleiri fréttir Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Sjá meira
Kílóið af stórum íslenskum humri getur kostað allt að tuttugu þúsund krónur út úr búð. Þá hefur mikill aflabrestur orðið til þess að óvenjulítið af humri hefur ratað í fiskbúðir. Algjört hrun hefur orðið í humarstofninum við strendur Íslands. Á þessu ári var kvótinn aðeins einn tíundi af því sem var fyrir tæpum áratug. Þá segja veiðimenn margir hverjir síðustu verktíð hafa verið hörmulega. Þetta hefur orðið til þess að ekki aðeins er lítið til af humri heldur kostar hann meira en áður.Geir Már Vilhjálmsson eigandi fiskbúðarinnar Hafberg.MYND/Sigurjón„Almennt séð er mjög lítið til af humri í landinu. Bara humarveiðarnar eru litlar, það er sem sagt léleg veiði og í framhaldi af lélegri veiði þá verður humarverðið miklu dýrara,“segir Geir Már Vilhjálmsson eigandi fiskbúðarinnar Hafberg. „Kílóverðið er í kringum fjórtán þúsund krónur,“ segir Geir Már og að verðið hafi hækkað um þrjátíu til fjörutíu prósent á fáeinum árum.Guðbjörg Glóð Logadóttir eigandi Fylgifiska.MYND/Egill„Við erum með humar en aðallega danskan og svo þessi íslenski sem við erum með er svakalega dýr,“ segir Guðbjörg Glóð Logadóttir eigandi Fylgifiska. Þá segist hún eiga von á að einhverjir eigi eftir að láta það hafa áhrif á sig hvað humarinn kostar mikið. „Askjan, sem er náttúrulega tvö komma tvö kíló, er á um fimmtíu þúsund kall. Þannig að þetta er ekki lengur fyrir hvern sem er,“ segir Guðbjörg Glóð.Sigfús Sigurðsson eigandi Fiskbúðar FúsaMYND/Sigurjón„Ég er með tvær af stóru stærðunum. Ég er með fimm sjö humarinn og hann er fjórtán og níu og svo er með sjö níu humar, sem að hefur verið stærstur hingað til, og hann er á þrettán og níu hjá mér,“ segir Sigfús Sigurðsson eigandi Fiskbúðar Fúsa. Þá segir hann töluvert minna til af humri nú en áður og að það hafi verið erfitt fyrir fisksala að fá hann.
Neytendur Sjávarútvegur Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Fleiri fréttir Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Sjá meira