Annars staðar á landinu verður þó hægari vindur, oftar en ekki á bilinu 3 til 8 m/s. Skýjað að mestu og skúrir á víð og dreif, en þurrt og bjart norðaustantil.
Hitinn verður svipaður og í gær, á bilinu 10 til 20 stig og verður hlýjast á Norðausturlandi. Ef marka má veðurhorfurnar á landinu næstu daga eru víða 20 gráður í kortunum, rétt eins og úrkoma. Þannig fer að rigna suðvestanlands annað kvöld en skúrir þegar líður á morgundaginn.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á miðvikudag:Suðaustan og austan 5-10, en 10-15 syðst á landinu. Rigning með köflum um landið sunnanvert, hiti 10 til 15 stig. Þurrt og bjart norðantil með hita að 20 stigum.
Á fimmtudag:
Breytileg átt 3-10. Bjart með köflum norðan og vestanlands, en líkur á skúrum síðdegis. Hiti 13 til 20 stig. Súld á Suðausturlandi og Austfjörðum og svalara.
Á föstudag og laugardag:
Hæg suðlæg eða breytileg átt og skýjað, en úrkomulítið. Hiti 11 til 15 stig. Bjart á köflum á Norður- og Austurlandi og stöku skúrir síðdegis, hiti að 20 stigum.
Á sunnudag:
Sunnanátt með súld og rigningu, en þurrt og hlýtt norðaustantil á landinu.
Á mánudag:
Útlit fyrir suðaustanátt og minnkandi úrkomu. Hiti breytist lítið.