Eyþór segist hafa greitt Samherja fyrir hlut í Morgunblaðinu Birgir Olgeirsson skrifar 20. október 2019 13:14 Eyþór Arnalds, oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjórn. Vísir/Vilhelm Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðismanna í borginni, segist hafa greitt Samherja fyrir hlut sem hann keypti af félaginu í Morgunblaðinu. Stór hluti láns vegna kaupa á bréfunum hefur verið afskrifaður.Stundin greindi frá því í vikunni að útgerðarfélagið Samherji hefði afskrifað meira en helming af kröfum sínum á hendur eignarhaldsfélagi Eyþórs vegna hlutabréfaviðskipta í Morgunblaðinu árið 2017. Í Stundinni var því haldið fram að um sýndarviðskipti væri að ræða þar sem félag Eyþórs hafi tekið við hlutabréfum Samherja án þess að hafa greitt eða muni greiða fyrir þau. „Jájá, það er greitt fyrir hann. Hann er bara í félagi. Þau viðskipti eru búin. Þetta er þannig að félagið sem ég er með hefur líka fært niður hlutinn. Það er alveg klárt að þessi taprekstur sem hefur verið í gangi, hann hefur verið mikill og þess vegna er mjög umdeilanlegt hvers virði þessi hlutur er. Þú þekkir það með fjölmiðla, þeir náttúrulega berjast í bökkum og maður vissi að þetta er áhætta, það er bara þannig,“ sagði Eyþór í viðtali á Sprengisandi á Bylgjunni í dag. Eyþór hafði litlar áhyggjur af hlutnum þegar hann var spurður nánar út í þetta á Sprengisandi. „Þetta verður bara í lagi.“ Eyþór ítrekaði að frá því hann hefði farið í stjórnmál hefði hann ákvað að draga sig úr rekstri fyrirtækja. Þar á meðal hefði hann dregið úr hluti sínum í Morgunblaðinu og hefði engin afskipti af rekstri eða stjórn. Samgöngusáttmáli ríkis og sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu var samþykktur nýverið. Eyþór hefur lýst yfir andstöðu sinni gagnvart honum. Hefur hann miklar efasemdir gagnvart útfærðum veggjöldum og hver muni bera ábyrgð á framúrkeyrslu á verkefnum, ríkið eða sveitarfélögin. Eyþór var spurður hvort hann gæti leyft sér að fara gegn sáttmálanum sem væri að hluta runnin undan rifjum formanns Sjálfstæðisflokksins sem situr í ríkisstjórn. „Hann gengur frá samkomulaginu en svo er það samgönguráðherrans að koma með tillögu, og samgöngunefndar og ég treysti þeim að gera eins vel og þau geta en ég er að gefa þeim brýningu.“ Fjölmiðlar Sjávarútvegur Sprengisandur Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Sjá meira
Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðismanna í borginni, segist hafa greitt Samherja fyrir hlut sem hann keypti af félaginu í Morgunblaðinu. Stór hluti láns vegna kaupa á bréfunum hefur verið afskrifaður.Stundin greindi frá því í vikunni að útgerðarfélagið Samherji hefði afskrifað meira en helming af kröfum sínum á hendur eignarhaldsfélagi Eyþórs vegna hlutabréfaviðskipta í Morgunblaðinu árið 2017. Í Stundinni var því haldið fram að um sýndarviðskipti væri að ræða þar sem félag Eyþórs hafi tekið við hlutabréfum Samherja án þess að hafa greitt eða muni greiða fyrir þau. „Jájá, það er greitt fyrir hann. Hann er bara í félagi. Þau viðskipti eru búin. Þetta er þannig að félagið sem ég er með hefur líka fært niður hlutinn. Það er alveg klárt að þessi taprekstur sem hefur verið í gangi, hann hefur verið mikill og þess vegna er mjög umdeilanlegt hvers virði þessi hlutur er. Þú þekkir það með fjölmiðla, þeir náttúrulega berjast í bökkum og maður vissi að þetta er áhætta, það er bara þannig,“ sagði Eyþór í viðtali á Sprengisandi á Bylgjunni í dag. Eyþór hafði litlar áhyggjur af hlutnum þegar hann var spurður nánar út í þetta á Sprengisandi. „Þetta verður bara í lagi.“ Eyþór ítrekaði að frá því hann hefði farið í stjórnmál hefði hann ákvað að draga sig úr rekstri fyrirtækja. Þar á meðal hefði hann dregið úr hluti sínum í Morgunblaðinu og hefði engin afskipti af rekstri eða stjórn. Samgöngusáttmáli ríkis og sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu var samþykktur nýverið. Eyþór hefur lýst yfir andstöðu sinni gagnvart honum. Hefur hann miklar efasemdir gagnvart útfærðum veggjöldum og hver muni bera ábyrgð á framúrkeyrslu á verkefnum, ríkið eða sveitarfélögin. Eyþór var spurður hvort hann gæti leyft sér að fara gegn sáttmálanum sem væri að hluta runnin undan rifjum formanns Sjálfstæðisflokksins sem situr í ríkisstjórn. „Hann gengur frá samkomulaginu en svo er það samgönguráðherrans að koma með tillögu, og samgöngunefndar og ég treysti þeim að gera eins vel og þau geta en ég er að gefa þeim brýningu.“
Fjölmiðlar Sjávarútvegur Sprengisandur Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Sjá meira