Snjóflóðið bar annan skíðamanninn yfir Eyjafjarðará Kristín Ólafsdóttir skrifar 14. mars 2019 11:19 Frá björgunaraðgerðum í Eyjafirði í gær. Veður var slæmt og skyggni lélegt, eins og sést á myndinni. Mynd/Aðsend Tveir norskir skíðamenn lentu í snjóflóði í Eyjafirði í gær en aðgerðir björgunarsveita stóðu yfir í um sex klukkustundir. Snjóflóðið bar annan manninn yfir Eyjafjarðará en báðir mennirnir lentu í sjálfheldu þegar hinn reyndi að bjarga félaga sínum. Björgunarsveitir fengu símtal vegna mannanna um klukkan korter í sex síðdegis í gær. Þá hafði neyðarsendi í Bandaríkjunum borist merki úr Eyjafirði. Með merkinu fengust hnit sem björgunarsveitarmenn gátu miðað við og því var aðgerðum hrundið af stað.Fór á snjóbrú yfir ána Halldór Halldórsson, sem er í svæðisstjórn hjá Björgunarsveitinni Súlum á Akureyri, segir í samtali við Vísi að fyrst hafi verið talið að merkið hefði komið úr bíl, sem einhver hefði mögulega fest í skafli. Fljótlega hafi þó komið í ljós að þarna væru skíðamenn á ferð sem lent höfðu í snjóflóði. „En það sem gerðist þarna er kannski það merkilegasta. Þeir eru á skíðum og alls ekki á bíl og lenda í snjóflóði. Annar þeirra lendir í flóði sem kemur í brattri hlíð fyrir ofan þá og flytur þá yfir ána, og hann festir sig. Í kjölfarið getur seinni maðurinn farið á snjóbrú, á flóðinu, yfir ána,“ segir Halldór. „Hann fer yfir og hjálpar honum upp og þeir senda að þeir vilji láta sækja sig. En svo ryður áin sér bara og þá eru þeir fastir hinum megin við ána.Það tók nokkurn tíma að komast að Norðmönnunum í gærkvöldi.Mynd/aðsendFór allt öðruvísi en virtist í fyrstu Halldór segir mennina hafa getað sent frá sér neyðarboðin en ekki var hægt að ná samband við þá til baka. Tæknin hafi þó sannað sig og björgunarsveitarmenn fundu skíðamennina á ætluðum stað. Erfitt reyndist þó að komast að mönnunum en ákveðið var að senda tvo menn gangandi til móts við þá, þar sem bílar komust ekki yfir ána og þá tók töluverða stund að finna vað yfir hana. Það tókst að lokum og var mönnunum því næst skutlað á sleða út í bílana. „Þetta er svona dæmi um það þegar maður fær útkall og útkallið reynist allt öðruvísi en talað var um í upphafi,“ segir Halldór. Mönnunum var komið til Akureyrar um miðnætti en þeim varð ekki meint af hrakförum sínum. Halldór segir að þeir hafi tekið leigubíl inn í Hólsgerði og ætlað að ganga yfir hálendið. Norðmennirnir hafi hins vegar valið sér heldur fáfarna og erfiða leið, og þannig lent í ógöngum. Akureyri Björgunarsveitir Eyjafjarðarsveit Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Anna ljósa fallin frá Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Fleiri fréttir Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Sjá meira
Tveir norskir skíðamenn lentu í snjóflóði í Eyjafirði í gær en aðgerðir björgunarsveita stóðu yfir í um sex klukkustundir. Snjóflóðið bar annan manninn yfir Eyjafjarðará en báðir mennirnir lentu í sjálfheldu þegar hinn reyndi að bjarga félaga sínum. Björgunarsveitir fengu símtal vegna mannanna um klukkan korter í sex síðdegis í gær. Þá hafði neyðarsendi í Bandaríkjunum borist merki úr Eyjafirði. Með merkinu fengust hnit sem björgunarsveitarmenn gátu miðað við og því var aðgerðum hrundið af stað.Fór á snjóbrú yfir ána Halldór Halldórsson, sem er í svæðisstjórn hjá Björgunarsveitinni Súlum á Akureyri, segir í samtali við Vísi að fyrst hafi verið talið að merkið hefði komið úr bíl, sem einhver hefði mögulega fest í skafli. Fljótlega hafi þó komið í ljós að þarna væru skíðamenn á ferð sem lent höfðu í snjóflóði. „En það sem gerðist þarna er kannski það merkilegasta. Þeir eru á skíðum og alls ekki á bíl og lenda í snjóflóði. Annar þeirra lendir í flóði sem kemur í brattri hlíð fyrir ofan þá og flytur þá yfir ána, og hann festir sig. Í kjölfarið getur seinni maðurinn farið á snjóbrú, á flóðinu, yfir ána,“ segir Halldór. „Hann fer yfir og hjálpar honum upp og þeir senda að þeir vilji láta sækja sig. En svo ryður áin sér bara og þá eru þeir fastir hinum megin við ána.Það tók nokkurn tíma að komast að Norðmönnunum í gærkvöldi.Mynd/aðsendFór allt öðruvísi en virtist í fyrstu Halldór segir mennina hafa getað sent frá sér neyðarboðin en ekki var hægt að ná samband við þá til baka. Tæknin hafi þó sannað sig og björgunarsveitarmenn fundu skíðamennina á ætluðum stað. Erfitt reyndist þó að komast að mönnunum en ákveðið var að senda tvo menn gangandi til móts við þá, þar sem bílar komust ekki yfir ána og þá tók töluverða stund að finna vað yfir hana. Það tókst að lokum og var mönnunum því næst skutlað á sleða út í bílana. „Þetta er svona dæmi um það þegar maður fær útkall og útkallið reynist allt öðruvísi en talað var um í upphafi,“ segir Halldór. Mönnunum var komið til Akureyrar um miðnætti en þeim varð ekki meint af hrakförum sínum. Halldór segir að þeir hafi tekið leigubíl inn í Hólsgerði og ætlað að ganga yfir hálendið. Norðmennirnir hafi hins vegar valið sér heldur fáfarna og erfiða leið, og þannig lent í ógöngum.
Akureyri Björgunarsveitir Eyjafjarðarsveit Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Anna ljósa fallin frá Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Fleiri fréttir Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Sjá meira