Alfreð í hópnum en enginn Jón Daði Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. mars 2019 13:04 Alfreð Finnbogason. Getty/ Michael Regan Erik Hamrén er búinn að velja mennina sem byrja undankeppni EM 2020 fyrir Íslands hönd. Erik Hamrén, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, og aðstoðarmaður hans Freyr Alexandersson tilkynntu í dag hópinn sinn fyrir fyrstu tvo leiki Íslands í undankeppni EM 2020. Ísland mætir Andorra og Frakklandi á útivelli 22. og 25. mars næstkomandi. Framherjinn Alfreð Finnbogason er í hópnum en hann hefur verið að glíma við meiðsli og hefur misst af mörgum leikjum með Augsburg að undanförnu. Jón Daði Böðvarsson er ekki valinn að þessu sinni. Arnór Sigurðsson heldur sæti sínu í liðinu og það gerir Guðlaugur Victor Pálsson. Erik Hamrén kemur ekki mikið á óvart í vali sínu að þessu sinni en aðalbreytingin frá síðasta keppnisleik er að nú glíma mun færri fastamenn við meiðsli. Í síðasta keppnisleik Ísland undir stjórn Hamrén voru margir leikmenn meiddir þar á meðal Gylfi Þór Sigurðsson og Jóhann Berg Guðmundsson. Birkir Bjarnason og Alfreð Finnbogason misstu líka af þeim leik vegna meiðsla. Emil Hallfreðsson missti af þeim leik og er enn meiddur. Eftir slakt gengi í Þjóðadeildinni síðasta haust er mikilvægt að íslenska liðið sýni betri leik nú og byrji undankeppni vel. Erik Hamrén er enn að bíða eftir sínum fyrsta sigurleik sem þjálfari íslenska liðsins en liðið tapaði öllum fjórum leikjum sínum Þjóðadeildinni. Íslenska liðið hefur nú spilað fimmtán leiki í röð án þess að vinna þar af voru tveir vináttuleikir í Katar í janúar sem enduðu báðir með jafntefli á móti Svíþjóð og Eistlandi.Hópurinn fyrir leikina gegn Andorra og Frakklandi í undankeppni EM 2020. Our squad for the games against Andorra and France in the @UEFAEURO qualifiers.#fyririslandpic.twitter.com/5MB9KyvupE — Knattspyrnusambandið (@footballiceland) March 14, 2019Landsliðshópur Íslands fyrir leikina á móti Andorra og Frakklandi:Markverðir Hannes Þór Halldórsson, Qarabag Ögmundur Kristinsson, Larissa Rúnar Alex Rúnarsson, DijonVarnarmenn Ragnar Sigurðsson, Rostov Kári Árnason, Genclerbirligi Sverrir Ingi Ingason, PAOK Ari Freyr Skúlason, Lokeren Hörður Björgvin Magnússon, CSKA Moskva Birkir Már Sævarsson, Val Jón Guðni Fjóluson, Krasnodar Hjörtur Hermannsson, BröndbyMiðjumenn Aron Einar Gunnarsson, Cardiff Arnór Sigurðsson, CSKA Moskva Jóhann Berg Guðmundsson, Burnley Birkir Bjarnason, Aston Villa Arnór Ingvi Traustason, Malmö Rúnar Már Sigurjónsson, Grasshopper Rúrik Gíslason, Sandhausen Guðlaugur Victor Pálsson, DarmstadtSóknarmenn Gylfi Þór Sigurðsson, Everton Alfreð Finnbogason, Augsburg Björn Bergmann Sigurðarson, Rostov Albert Guðmundsson, AZ Alkmaar EM 2020 í fótbolta Mest lesið „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Körfubolti Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Keflavík fær bandarískan framherja Körfubolti „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Fótbolti ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjáðu varamennina bjarga PSG og vítakeppnina í Ofurbikarnum „Ætlum ekki að sprengja þetta í lausaloft“ Vonar að mótmælunum sé lokið fyrir slaginn við Víking Leoni færist nær Liverpool Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Sjáðu stelpurnar taka yfir N1 mótið á Akureyri Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Sjá meira
Erik Hamrén er búinn að velja mennina sem byrja undankeppni EM 2020 fyrir Íslands hönd. Erik Hamrén, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, og aðstoðarmaður hans Freyr Alexandersson tilkynntu í dag hópinn sinn fyrir fyrstu tvo leiki Íslands í undankeppni EM 2020. Ísland mætir Andorra og Frakklandi á útivelli 22. og 25. mars næstkomandi. Framherjinn Alfreð Finnbogason er í hópnum en hann hefur verið að glíma við meiðsli og hefur misst af mörgum leikjum með Augsburg að undanförnu. Jón Daði Böðvarsson er ekki valinn að þessu sinni. Arnór Sigurðsson heldur sæti sínu í liðinu og það gerir Guðlaugur Victor Pálsson. Erik Hamrén kemur ekki mikið á óvart í vali sínu að þessu sinni en aðalbreytingin frá síðasta keppnisleik er að nú glíma mun færri fastamenn við meiðsli. Í síðasta keppnisleik Ísland undir stjórn Hamrén voru margir leikmenn meiddir þar á meðal Gylfi Þór Sigurðsson og Jóhann Berg Guðmundsson. Birkir Bjarnason og Alfreð Finnbogason misstu líka af þeim leik vegna meiðsla. Emil Hallfreðsson missti af þeim leik og er enn meiddur. Eftir slakt gengi í Þjóðadeildinni síðasta haust er mikilvægt að íslenska liðið sýni betri leik nú og byrji undankeppni vel. Erik Hamrén er enn að bíða eftir sínum fyrsta sigurleik sem þjálfari íslenska liðsins en liðið tapaði öllum fjórum leikjum sínum Þjóðadeildinni. Íslenska liðið hefur nú spilað fimmtán leiki í röð án þess að vinna þar af voru tveir vináttuleikir í Katar í janúar sem enduðu báðir með jafntefli á móti Svíþjóð og Eistlandi.Hópurinn fyrir leikina gegn Andorra og Frakklandi í undankeppni EM 2020. Our squad for the games against Andorra and France in the @UEFAEURO qualifiers.#fyririslandpic.twitter.com/5MB9KyvupE — Knattspyrnusambandið (@footballiceland) March 14, 2019Landsliðshópur Íslands fyrir leikina á móti Andorra og Frakklandi:Markverðir Hannes Þór Halldórsson, Qarabag Ögmundur Kristinsson, Larissa Rúnar Alex Rúnarsson, DijonVarnarmenn Ragnar Sigurðsson, Rostov Kári Árnason, Genclerbirligi Sverrir Ingi Ingason, PAOK Ari Freyr Skúlason, Lokeren Hörður Björgvin Magnússon, CSKA Moskva Birkir Már Sævarsson, Val Jón Guðni Fjóluson, Krasnodar Hjörtur Hermannsson, BröndbyMiðjumenn Aron Einar Gunnarsson, Cardiff Arnór Sigurðsson, CSKA Moskva Jóhann Berg Guðmundsson, Burnley Birkir Bjarnason, Aston Villa Arnór Ingvi Traustason, Malmö Rúnar Már Sigurjónsson, Grasshopper Rúrik Gíslason, Sandhausen Guðlaugur Victor Pálsson, DarmstadtSóknarmenn Gylfi Þór Sigurðsson, Everton Alfreð Finnbogason, Augsburg Björn Bergmann Sigurðarson, Rostov Albert Guðmundsson, AZ Alkmaar
EM 2020 í fótbolta Mest lesið „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Körfubolti Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Keflavík fær bandarískan framherja Körfubolti „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Fótbolti ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjáðu varamennina bjarga PSG og vítakeppnina í Ofurbikarnum „Ætlum ekki að sprengja þetta í lausaloft“ Vonar að mótmælunum sé lokið fyrir slaginn við Víking Leoni færist nær Liverpool Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Sjáðu stelpurnar taka yfir N1 mótið á Akureyri Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Sjá meira