Erfiðleikar í innanlandsflugi Sighvatur Arnmundsson skrifar 27. ágúst 2019 07:00 Reykjavíkurflugvöllur í Vatnsmýrinni. Fréttablaðið/Ernir Töluverður samdráttur hefur verið í fjölda farþega sem fara um íslenska flugvelli það sem af er ári. Þannig fækkaði farþegum á Reykjavíkurflugvelli fyrstu sjö mánuði ársins um 12,4 prósent. Á Egilsstaðaflugvelli nam fækkunin 14 prósentum, á Akureyrarflugvelli 6,4 prósentum og 19,6 prósentum á öðrum flugvöllum utan Keflavíkur. Á síðasta ári voru farþegar í innanlandsflugi rúmlega 737 þúsund talsins en voru tæplega 772 þúsund árið áður. Nokkrar sveiflur hafa verið í farþegafjölda síðustu ár en mikil fækkun hefur orðið frá 2005 til 2009. Þá var fjöldi farþega í innanlandsflugi á bilinu 815 til 932 þúsund.Njáll Trausti Friðbertsson er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.Fréttablaðið/Ernir„Það er mjög alvarleg staða komin upp í innanlandsfluginu og ég hef tekið hana mjög alvarlega og fylgst með þessari þróun undanfarin ár. Rekstur innanlandsflugs er erfiður eins og reyndar í mest öllum flugrekstri á Íslandi,“ segir Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og flugumferðarstjóri. Hann segist leggja mikla áherslu á skosku leiðina til að styrkja innanlandsflug en hún felist í opinberum niðurgreiðslum á flugfargjöldum fyrir íbúa sem búa fjærst höfuðborgarsvæðinu. „Ég vil gjarnan í nýrri flugstefnu sem er nú í mótun sjá tekið á þessu og hún samþætt við aðrar stefnur eins og byggðastefnu. Það yrði mjög alvarleg staða sem kæmi upp ef innanlandsflug heldur áfram að veikjast og veikjast.“ Miklu skipti hvernig stjórnvöld hyggist bregðast heildrænt við. „Það er lykilatriði fyrir byggð í landinu og byggðaþróun að til staðar sé sterkt innanlandsflug fyrir þær byggðir sem fjærst eru borginni.“ Hann telur að ekki sé ekki neinn áhugi á því meðal þjóðarinnar að Ísland breytist í borgríki. „Eins leiðinlegt og slíkt samfélag yrði. Því er þó ekki að neita að við erum komin býsna langt í þeirri þróun. Við þurfum að sporna við þeirri þróun“. Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Air Iceland Connect, segir efnahagsástandið hafa mikil áhrif sem og fækkun ferðamanna. „Við höfum á öllu þessu ári verið að aðlaga rekstur okkar að þessari stöðu en eigum eftir að sjá hvernig veturinn kemur út.“ Akureyri Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Reykjavík Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
Töluverður samdráttur hefur verið í fjölda farþega sem fara um íslenska flugvelli það sem af er ári. Þannig fækkaði farþegum á Reykjavíkurflugvelli fyrstu sjö mánuði ársins um 12,4 prósent. Á Egilsstaðaflugvelli nam fækkunin 14 prósentum, á Akureyrarflugvelli 6,4 prósentum og 19,6 prósentum á öðrum flugvöllum utan Keflavíkur. Á síðasta ári voru farþegar í innanlandsflugi rúmlega 737 þúsund talsins en voru tæplega 772 þúsund árið áður. Nokkrar sveiflur hafa verið í farþegafjölda síðustu ár en mikil fækkun hefur orðið frá 2005 til 2009. Þá var fjöldi farþega í innanlandsflugi á bilinu 815 til 932 þúsund.Njáll Trausti Friðbertsson er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.Fréttablaðið/Ernir„Það er mjög alvarleg staða komin upp í innanlandsfluginu og ég hef tekið hana mjög alvarlega og fylgst með þessari þróun undanfarin ár. Rekstur innanlandsflugs er erfiður eins og reyndar í mest öllum flugrekstri á Íslandi,“ segir Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og flugumferðarstjóri. Hann segist leggja mikla áherslu á skosku leiðina til að styrkja innanlandsflug en hún felist í opinberum niðurgreiðslum á flugfargjöldum fyrir íbúa sem búa fjærst höfuðborgarsvæðinu. „Ég vil gjarnan í nýrri flugstefnu sem er nú í mótun sjá tekið á þessu og hún samþætt við aðrar stefnur eins og byggðastefnu. Það yrði mjög alvarleg staða sem kæmi upp ef innanlandsflug heldur áfram að veikjast og veikjast.“ Miklu skipti hvernig stjórnvöld hyggist bregðast heildrænt við. „Það er lykilatriði fyrir byggð í landinu og byggðaþróun að til staðar sé sterkt innanlandsflug fyrir þær byggðir sem fjærst eru borginni.“ Hann telur að ekki sé ekki neinn áhugi á því meðal þjóðarinnar að Ísland breytist í borgríki. „Eins leiðinlegt og slíkt samfélag yrði. Því er þó ekki að neita að við erum komin býsna langt í þeirri þróun. Við þurfum að sporna við þeirri þróun“. Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Air Iceland Connect, segir efnahagsástandið hafa mikil áhrif sem og fækkun ferðamanna. „Við höfum á öllu þessu ári verið að aðlaga rekstur okkar að þessari stöðu en eigum eftir að sjá hvernig veturinn kemur út.“
Akureyri Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Reykjavík Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira