Borgarfulltrúar vilja lækka hámarkshraða á Reykjavegi Birgir Olgeirsson skrifar 21. ágúst 2019 19:31 Frá Reykjaveginum í Laugarneshverfi. Vísir Svo gæti farið að hámarkshraði á Reykjavegi í Laugarneshverfi Reykjavíkur verði lækkaður úr 50 kílómetra hámarkshraða í 30 ef borgarfulltrúar sem búa í grennd við veginn fá einhverju ráðið. Katrín Atladóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, bar þessa tillögu upp í Facebook-hópi sem ætlaður er íbúum Laugarneshverfis. Katrín er í samgöngu- og skipulagsráði borgarinnar og hefur skoðað Reykjaveginn sérstaklega þar sem hann stendur henni nærri.Katrín Atladóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.Á Katrín barn sem er að byrja í skóla og þarfa að fara yfir Reykjaveginn mörgum sinnum í viku eins og fjöldi annarra barna. Hún bendir á að það hafi verið rætt í mörg ár að gera leiðina við Reykjaveginn betri fyrir gangandi. Katrín segir það vekja furðu sína að hámarkshraði á veginum sé að hluta 50 kílómetrar á klukkustund og spyr hvort íbúar í Laugarneshverfi séu ekki flestir sammála því að það færi betur á að hámarkshraði væri 30 kílómetrar á klukkustund á veginum öllum. Og viðbrögðin létu ekki á sér standa. Margir hafa blandað sér í umræðuna og lang flestir þegar þetta er ritað sammála Katrínu. Þar á meðal Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna í borginni, sem vill þar að auki að hámarkshraði á öllum götum Laugarneshverfisins verði 30 kílómetrar á klukkustund. Sigurborg Ósk Haraldsdóttir Pírati, sem er formaður skipulags- og samgönguráðs borgarinnar, segir tillögu Katrínar vera borðleggjandi og að hún verði tekin upp á næsta fundi ráðsins. Reykjavík Samgöngur Umferðaröryggi Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Fleiri fréttir Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Sjá meira
Svo gæti farið að hámarkshraði á Reykjavegi í Laugarneshverfi Reykjavíkur verði lækkaður úr 50 kílómetra hámarkshraða í 30 ef borgarfulltrúar sem búa í grennd við veginn fá einhverju ráðið. Katrín Atladóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, bar þessa tillögu upp í Facebook-hópi sem ætlaður er íbúum Laugarneshverfis. Katrín er í samgöngu- og skipulagsráði borgarinnar og hefur skoðað Reykjaveginn sérstaklega þar sem hann stendur henni nærri.Katrín Atladóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.Á Katrín barn sem er að byrja í skóla og þarfa að fara yfir Reykjaveginn mörgum sinnum í viku eins og fjöldi annarra barna. Hún bendir á að það hafi verið rætt í mörg ár að gera leiðina við Reykjaveginn betri fyrir gangandi. Katrín segir það vekja furðu sína að hámarkshraði á veginum sé að hluta 50 kílómetrar á klukkustund og spyr hvort íbúar í Laugarneshverfi séu ekki flestir sammála því að það færi betur á að hámarkshraði væri 30 kílómetrar á klukkustund á veginum öllum. Og viðbrögðin létu ekki á sér standa. Margir hafa blandað sér í umræðuna og lang flestir þegar þetta er ritað sammála Katrínu. Þar á meðal Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna í borginni, sem vill þar að auki að hámarkshraði á öllum götum Laugarneshverfisins verði 30 kílómetrar á klukkustund. Sigurborg Ósk Haraldsdóttir Pírati, sem er formaður skipulags- og samgönguráðs borgarinnar, segir tillögu Katrínar vera borðleggjandi og að hún verði tekin upp á næsta fundi ráðsins.
Reykjavík Samgöngur Umferðaröryggi Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Fleiri fréttir Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Sjá meira