Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra minnist í dag Vilhjálms Einarssonar íþróttamanns á Facebook-síðu sinni. Vilhjálmur lést í gær á á Landspítalanum, 85 ára að aldri.
Ráðherrann fer fögrum orðum um íþróttakappann og segir hann þjóðhetju, auk þess sem afrek hans á Ólympíuleikunum í Melbourne 1956 hafi markað djúp spor í Íslandssöguna, en Vilhjálmur hlaut þar silfurverðlaun í þrístökki.
Katrín segir afrek Vilhjálms einstætt fyrir fámenna þjóð, og bendir á að aðeins tólf árum áður hafi Ísland orðið lýðveldi.
Þá rifjar Katrín upp þegar hún sat hjá Vilhjálmi þegar minjasvæðið við Skriðuklaustur í Fljótsdal var opnað í ágúst 2012.
Hér að neðan má lesa færslu forsætisráðherra.
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, birti einnig færslu á Facebook þar sem hún minntist Vilhjálms.
„Vilhjálmur vann fyrstur Íslendinga til verðlauna á Ólympíuleikunum í Melbourne 1956. Ég var alin upp við þetta íþróttaafrek Vilhjálms, því var það sérstakur heiður að hitta hann við kjör á Íþróttamanni ársins fyrir nokkru,“ skrifar Lilja.
Hún segir Vilhjálm þá einnig hafa verið mikinn brautryðjanda á sviði fræðslu- og æskulýðsmála hér á landi.
Færslu Lilju má sjá hér að neðan.