Spörkuðu líklegum sigurvegara í Eurovision úr keppni Birgir Olgeirsson skrifar 26. febrúar 2019 11:19 Maruv á sviði í forkeppni Úkraínu. Vísir/Getty Mikil ólga ríkir í Úkraínu vegna vals þjóðarinnar á framlagi þeirra í söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision. Það var söngkonan Maruv sem bar sigur úr bítum með laginu Siren Song en þegar úrslitin voru ljós fór úkraínska ríkissjónvarpið fram á að hún myndi skrifa undir samning sem Maruv sætti sig ekki við. Fór það svo að Maruv verður ekki fulltrúi Úkraínu í Eurovision. Maruv fékk lang flest atkvæði í úrslitum forkeppninnar í Úkraínu en ríkissjónvarpið þar í landi sagði það ekki sjálfkrafa gera hana að fulltrúa landsins í Eurovision. Fyrst þyrfti Maruv að undirrita samning þar sem á hana yrðu lagðar skyldur sem fulltrúa Úkraínu í keppninni. Samningurinn kveður meðal annars á um að sá sem keppir fyrir hönd Úkraínu í Eurovision sé ekki aðeins flytjandi lags heldur einnig sendifulltrúi landsins og þurfi því kynna land og þjóð og hvað hún stendur fyrir. Maruv hafði notið mikilla vinsælda en um 6,8 milljónir hafa horft á lag hennar á YouTube. Höfðu margir gengið svo langt að spá henni sigri í Eurovision.Skömmu eftir að Maruv hafði unnið forkeppnina í Úkraínu lýstu nokkrir stjórnmálamenn í landinu sig andvíga því að hún yrði fulltrúi þjóðarinnar í Eurovision vegna þess að hún hafði spilað á tónleikum í Rússlandi. Menningarmálaráðherra Úkraínu sagði að föðurlandsvinir, sem eru meðvitaðir um skyldur sínar, mættu einir syngja fyrir Úkraínu í Eurovision á meðan þúsundir hafa fórnað lífi sínu fyrir þjóðina. Í samningnum var að finna ákvæði um að Maruv myndi ekki syngja aftur á tónleikum í Rússlandi, sem hún sagðist geta sætt sig við, en hún gat ekki sætt sig við önnur ákvæði samningsins sem hún taldi vera ritskoðun. „Ég er þegn Úkraínu, borga skatta og elska Úkraínu. Ég er hins vegar ekki tilbúin til að ávarpa fólk með slagorðum og breyta þátttöku minni í kosningabaráttu fyrir stjórnmálamenn okkar. Ég er tónlistarmaður en ekki vopn í pólitískri baráttu,“ skrifaði Maruv á Facebook sem þakkaði öllum þeim sem trúðu á hana og kusu. Úkraínska ríkissjónvarpið tók fram í yfirlýsingu að það óttaðist klofning hjá úkraínsku þjóðinni ef Maruv yrði fyrir valinu. Maruv hafði notið mikilla vinsælda.Vísir/GettyÚrslitakvöld forkeppninnar í Úkraínu var þrungið spennu en í dómnefnd keppninnar var meðal annars Jamala sem vann Eurovision árið 2016 með laginu 1944 sem fjallaði um nauðungaflutninga sovéskra hermanna á Töturum af Krímskaga undir lok seinni heimsstyrjaldarinnar. Jamala var aðgangshörð við keppendur á úrslitakvöldi forkeppninnar og spurði meðal annars Maruv hvort hún teldi Krímskaga tilheyra Úkraínu eða Rússlandi. „Úkraínu, að sjálfsögðu,“ svaraði Maruv.Úkraína fékk sjálfstæði við fall Sovétríkjanna árið 1991 en árið 2014 var forseta landsins, sem var hliðhollur Rússum, steypt af stóli eftir að ríkisstjórn hans hafði hætt við áætlanir um að skrifa undir samning við Evrópusambandið. Í kjölfarið innlimaði Rússland Krímskaga Úkraínu en rúmlega 10 þúsund manns hafa látið lífið í átökum aðskilnaðarsinna. Árið 2017 hélt Úkraína Eurovision og bannaði þar fulltrúa Rússa að taka þátt sökum þess að hann hafði sungið á tónleikum á Krímskaga. Eurovision Mest lesið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Lífið Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Fleiri fréttir „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Sjá meira
Mikil ólga ríkir í Úkraínu vegna vals þjóðarinnar á framlagi þeirra í söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision. Það var söngkonan Maruv sem bar sigur úr bítum með laginu Siren Song en þegar úrslitin voru ljós fór úkraínska ríkissjónvarpið fram á að hún myndi skrifa undir samning sem Maruv sætti sig ekki við. Fór það svo að Maruv verður ekki fulltrúi Úkraínu í Eurovision. Maruv fékk lang flest atkvæði í úrslitum forkeppninnar í Úkraínu en ríkissjónvarpið þar í landi sagði það ekki sjálfkrafa gera hana að fulltrúa landsins í Eurovision. Fyrst þyrfti Maruv að undirrita samning þar sem á hana yrðu lagðar skyldur sem fulltrúa Úkraínu í keppninni. Samningurinn kveður meðal annars á um að sá sem keppir fyrir hönd Úkraínu í Eurovision sé ekki aðeins flytjandi lags heldur einnig sendifulltrúi landsins og þurfi því kynna land og þjóð og hvað hún stendur fyrir. Maruv hafði notið mikilla vinsælda en um 6,8 milljónir hafa horft á lag hennar á YouTube. Höfðu margir gengið svo langt að spá henni sigri í Eurovision.Skömmu eftir að Maruv hafði unnið forkeppnina í Úkraínu lýstu nokkrir stjórnmálamenn í landinu sig andvíga því að hún yrði fulltrúi þjóðarinnar í Eurovision vegna þess að hún hafði spilað á tónleikum í Rússlandi. Menningarmálaráðherra Úkraínu sagði að föðurlandsvinir, sem eru meðvitaðir um skyldur sínar, mættu einir syngja fyrir Úkraínu í Eurovision á meðan þúsundir hafa fórnað lífi sínu fyrir þjóðina. Í samningnum var að finna ákvæði um að Maruv myndi ekki syngja aftur á tónleikum í Rússlandi, sem hún sagðist geta sætt sig við, en hún gat ekki sætt sig við önnur ákvæði samningsins sem hún taldi vera ritskoðun. „Ég er þegn Úkraínu, borga skatta og elska Úkraínu. Ég er hins vegar ekki tilbúin til að ávarpa fólk með slagorðum og breyta þátttöku minni í kosningabaráttu fyrir stjórnmálamenn okkar. Ég er tónlistarmaður en ekki vopn í pólitískri baráttu,“ skrifaði Maruv á Facebook sem þakkaði öllum þeim sem trúðu á hana og kusu. Úkraínska ríkissjónvarpið tók fram í yfirlýsingu að það óttaðist klofning hjá úkraínsku þjóðinni ef Maruv yrði fyrir valinu. Maruv hafði notið mikilla vinsælda.Vísir/GettyÚrslitakvöld forkeppninnar í Úkraínu var þrungið spennu en í dómnefnd keppninnar var meðal annars Jamala sem vann Eurovision árið 2016 með laginu 1944 sem fjallaði um nauðungaflutninga sovéskra hermanna á Töturum af Krímskaga undir lok seinni heimsstyrjaldarinnar. Jamala var aðgangshörð við keppendur á úrslitakvöldi forkeppninnar og spurði meðal annars Maruv hvort hún teldi Krímskaga tilheyra Úkraínu eða Rússlandi. „Úkraínu, að sjálfsögðu,“ svaraði Maruv.Úkraína fékk sjálfstæði við fall Sovétríkjanna árið 1991 en árið 2014 var forseta landsins, sem var hliðhollur Rússum, steypt af stóli eftir að ríkisstjórn hans hafði hætt við áætlanir um að skrifa undir samning við Evrópusambandið. Í kjölfarið innlimaði Rússland Krímskaga Úkraínu en rúmlega 10 þúsund manns hafa látið lífið í átökum aðskilnaðarsinna. Árið 2017 hélt Úkraína Eurovision og bannaði þar fulltrúa Rússa að taka þátt sökum þess að hann hafði sungið á tónleikum á Krímskaga.
Eurovision Mest lesið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Lífið Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Fleiri fréttir „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Sjá meira