Sérfræðingur Eflingar segir ríkisstjórnina ögra verkalýðshreyfingunni Heimir Már Pétursson skrifar 20. febrúar 2019 19:30 Sérfræðingur Eflingar í skattamálum segir stjórnvöld ógna verkalýðshreyfingunni mikið með tillögum sínum í skattamálum sem skili ekki einu sinni til baka þeim bótum sem skertar hafi verið á undanförnum árum hjá lægst launaða fólkinu. Ríkisstjórnin ætli öllum sömu lágu krónutöluna í skattalækkunum í stað þess að lækka skatta mest á lægst launuðu hópana eins og svigrúm sé til. Indriði Þorláksson og Stefán Ólafsson mótuðu skattatillögur fyrir verkalýðshreyfinguna sem kynnt var fyrir skömmu og segir Stefán tillögur ríkisstjórnarinnar frá í gær gerólíkar þeirra tillögum. „Meðal annars að því leytinu til að að þeir eru með svipaða krónutöluhækkun í skattalækkun sem gengur upp allan stigann. Líka fyrir hátekjufólk nema fyrir hluta af þeim sem verið hafa að nýta samsköttun hjóna,“ segir Stefán. Í raun ætli ríkisstjórnin að veita fjórum milljörðum að rúmlega fjórtán til að lækka skatta hátekjufólks með 900 þúsund krónur og meira í tekjur, þannig að allir fengju um 6.700 krónur í skattalækkun á mánuði. „Okkar tillögur gerðu ráð fyrir allt að 20 þúsund króna skattalækkun hjá fullvinnandi fólki með laun á bilinu 350 til 400 þúsund. Lífeyrisþegar eru þar mikið til líka. Síðan átti skattalækkunin í okkar tillögum að fara rólega lækkandi upp að 900 þúsund og stoppa þar,“ segir Stefán. Verkalýðshreyfingin hafi viljað nýta svigrúmið fyrir þá lægst launuðu. Þá sé svigrúm ríkissjóðs mun meira en stjórnvöld haldi fram. „Tillaga okkar sem færir um það bil þrisvar sinnum meiri skattalækkun á allan þorra vinnandi fólks heldur en þessi tillaga hefði kostað ríkið um 30 milljarða í tekjutap,“ segir Stefán. Það sé um helmingi meira í tekjutap en tillögur ríkisstjórnarinnar geri ráð fyrir. Hægt sé að fjármagna tillögur verkalýðshreyfingar með því að lækka afgang á fjárlögum úr 29 milljörðum í 16. „Þetta var eins átakalaust og nokkuð getur verið í okkar þjóðarbúskap að gera. En viljann til að gera þetta með þeim hætti vantaði greinilega hjá ríksistjórninni.“ Það sé kredda að ríghalda í afgang á fjárlögum samkvæmt fjármálaáætlun. „Ríkisstjórnin er að ögra í grundvallaratriðum verkalýðshreyfingunni mikið með þessu. Við þurfum ekki annað en horfa á að þeir eru að bjóða skattalækkun upp á 14,7 milljarða. Ríkið sparaði sér 19,7 milljarða í útgjöldum til húsnæðisstuðnings á síðustu sjö árum. Þeir eru ekki einu sinni að skila því til baka. Þannig að þetta er mjög snautlegt framlag,“ segir Stefán Ólafsson. Kjaramál Tengdar fréttir „Þetta er svigrúmið sem við höfum í skattalækkanir“ Fjármálaráðherra er ánægður með skattatillögur ríkisstjórnarinnar. 19. febrúar 2019 19:07 Segja skattatillögurnar ekki ganga nógu langt í átt að jöfnuði Formannaráð BSRB telur að tillögur stjórnvalda að breytingum á skattkerfinu, sem kynntar voru í gær, gangi ekki nægilega langt í átt að jöfnuði og réttlæti í samfélaginu. 20. febrúar 2019 13:58 Verkalýðsforystan lýsir miklum vonbrigðum og talar um smánarlegar skattalækkanir Formaður Eflingar segir að skattalækkunin sé smánarleg. 19. febrúar 2019 19:42 Mest lesið Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Fleiri fréttir Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Sjá meira
Sérfræðingur Eflingar í skattamálum segir stjórnvöld ógna verkalýðshreyfingunni mikið með tillögum sínum í skattamálum sem skili ekki einu sinni til baka þeim bótum sem skertar hafi verið á undanförnum árum hjá lægst launaða fólkinu. Ríkisstjórnin ætli öllum sömu lágu krónutöluna í skattalækkunum í stað þess að lækka skatta mest á lægst launuðu hópana eins og svigrúm sé til. Indriði Þorláksson og Stefán Ólafsson mótuðu skattatillögur fyrir verkalýðshreyfinguna sem kynnt var fyrir skömmu og segir Stefán tillögur ríkisstjórnarinnar frá í gær gerólíkar þeirra tillögum. „Meðal annars að því leytinu til að að þeir eru með svipaða krónutöluhækkun í skattalækkun sem gengur upp allan stigann. Líka fyrir hátekjufólk nema fyrir hluta af þeim sem verið hafa að nýta samsköttun hjóna,“ segir Stefán. Í raun ætli ríkisstjórnin að veita fjórum milljörðum að rúmlega fjórtán til að lækka skatta hátekjufólks með 900 þúsund krónur og meira í tekjur, þannig að allir fengju um 6.700 krónur í skattalækkun á mánuði. „Okkar tillögur gerðu ráð fyrir allt að 20 þúsund króna skattalækkun hjá fullvinnandi fólki með laun á bilinu 350 til 400 þúsund. Lífeyrisþegar eru þar mikið til líka. Síðan átti skattalækkunin í okkar tillögum að fara rólega lækkandi upp að 900 þúsund og stoppa þar,“ segir Stefán. Verkalýðshreyfingin hafi viljað nýta svigrúmið fyrir þá lægst launuðu. Þá sé svigrúm ríkissjóðs mun meira en stjórnvöld haldi fram. „Tillaga okkar sem færir um það bil þrisvar sinnum meiri skattalækkun á allan þorra vinnandi fólks heldur en þessi tillaga hefði kostað ríkið um 30 milljarða í tekjutap,“ segir Stefán. Það sé um helmingi meira í tekjutap en tillögur ríkisstjórnarinnar geri ráð fyrir. Hægt sé að fjármagna tillögur verkalýðshreyfingar með því að lækka afgang á fjárlögum úr 29 milljörðum í 16. „Þetta var eins átakalaust og nokkuð getur verið í okkar þjóðarbúskap að gera. En viljann til að gera þetta með þeim hætti vantaði greinilega hjá ríksistjórninni.“ Það sé kredda að ríghalda í afgang á fjárlögum samkvæmt fjármálaáætlun. „Ríkisstjórnin er að ögra í grundvallaratriðum verkalýðshreyfingunni mikið með þessu. Við þurfum ekki annað en horfa á að þeir eru að bjóða skattalækkun upp á 14,7 milljarða. Ríkið sparaði sér 19,7 milljarða í útgjöldum til húsnæðisstuðnings á síðustu sjö árum. Þeir eru ekki einu sinni að skila því til baka. Þannig að þetta er mjög snautlegt framlag,“ segir Stefán Ólafsson.
Kjaramál Tengdar fréttir „Þetta er svigrúmið sem við höfum í skattalækkanir“ Fjármálaráðherra er ánægður með skattatillögur ríkisstjórnarinnar. 19. febrúar 2019 19:07 Segja skattatillögurnar ekki ganga nógu langt í átt að jöfnuði Formannaráð BSRB telur að tillögur stjórnvalda að breytingum á skattkerfinu, sem kynntar voru í gær, gangi ekki nægilega langt í átt að jöfnuði og réttlæti í samfélaginu. 20. febrúar 2019 13:58 Verkalýðsforystan lýsir miklum vonbrigðum og talar um smánarlegar skattalækkanir Formaður Eflingar segir að skattalækkunin sé smánarleg. 19. febrúar 2019 19:42 Mest lesið Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Fleiri fréttir Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Sjá meira
„Þetta er svigrúmið sem við höfum í skattalækkanir“ Fjármálaráðherra er ánægður með skattatillögur ríkisstjórnarinnar. 19. febrúar 2019 19:07
Segja skattatillögurnar ekki ganga nógu langt í átt að jöfnuði Formannaráð BSRB telur að tillögur stjórnvalda að breytingum á skattkerfinu, sem kynntar voru í gær, gangi ekki nægilega langt í átt að jöfnuði og réttlæti í samfélaginu. 20. febrúar 2019 13:58
Verkalýðsforystan lýsir miklum vonbrigðum og talar um smánarlegar skattalækkanir Formaður Eflingar segir að skattalækkunin sé smánarleg. 19. febrúar 2019 19:42
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?