Mótmæltu við fangelsið þegar Nara hóf afplánun í dag Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 20. febrúar 2019 19:30 Nara Walker, mætti í fangelsið á Hólmsheiði í dag til að hefja afplánun en hún hlaut í desember átján mánaða dóm, þar af fimmtán skilorðsbundna, fyrir að hafa bitið hluta úr tungu þáverandi eiginmanns síns. Nara segist hafa verið að verja sig fyrir eiginmanni sínum sem hafi ítrekað beitt hana ofbeldi. Á þriðja tug mótmælenda kom saman til þögulla mótmæla á Hólmsheiði þegar Nara mætti til að hefja afplánun þeirra þriggja mánaða sem hún þarf að sitja inni en hún segist hafa mætt miklu óréttlæti í réttarkerfinu. Þær Eydís Eir Brynju-Björnsdóttir og Júlía Birgisdóttir skipulögðu mótmælin en sjálfar eru þær þolendur kynferðisofbeldis sem hafa slæma reynslu af réttarkerfinu. „Það fer svo í rettlætiskennd okkar að við megum ekki verja okkur ef á okkur er ráðist án þess að eiga það í hættu að vera dæmdar í fangelsi,“ segja þær í skriflegu svari til fréttastofu.Nara Walker vinkar bless þegar hún gengur inn um hliðið til að hefja afplánun á Hólmsheiði.„Það vekur líka athygli að í lögum er klausa að þú mátt verja þig þegar þú telur lífi þínu ógnað. Við vitum ekki hvort dómarar noti þessa klausu nokkurn tíma en hún átti sannarlega við í máli Nöru. Það er algjörlega óskiljanlegt að sjálfsvörn sé ekki lögleg á Íslandi, sem er númer 1 í heiminum í jafnrétti kynjanna segir allt sem segja þarf um stöðu þolenda í dómskerfinu.“ Nara kvaddi vini og vandamenn fyrir utan fangelsið áður en hún hringdi bjöllunni og gekk inn í fangelsið síðdegis í dag. „Ég held að þetta sé í fyrsta skipti sem fólk hefur mótmælt fyrir utan fangelsið," sagði Nara áður en hún kvaddi. „Takk stelpur fyrir að gera þetta. Ég er mjög þakklát. Ég er útlendingur en við erum systur þótt við séum ekki frá sama stað. Þessar aðstæður halda okkur saman.“ Dómsmál Fangelsismál Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Vilja að Guðni náði konu sem beit tungu eiginmanns síns í sundur Aðstandendur Nöru Walker, ástralskrar konu sem dæmd var í átján mánaða fangelsi fyrir að hafa bitið hluta úr tungu þáverandi eiginmanns síns, hafa komið af stað undirskriftarsöfnun til að fá hana heim til fjölskyldu sinnar í Ástralíu. 18. febrúar 2019 11:13 Fórnarlömb geti varið sig án þess að þurfa að óttast fangelsisvist og refsingar Konur í minni stöðu eiga ekki að þurfa að óttast fangelsisvist og refsingu meiði þær ofbeldismann sinn í nauðvörn, segir Nara Walker. Fyrir rúmu ári beit hún hluta úr tungu þáverandi eiginmanns síns sem hún segir hafa beitt sig ítrekuðu ofbeldi. 19. janúar 2019 09:00 Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Innlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Fleiri fréttir Kári hættur hjá Íslenski erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Sjá meira
Nara Walker, mætti í fangelsið á Hólmsheiði í dag til að hefja afplánun en hún hlaut í desember átján mánaða dóm, þar af fimmtán skilorðsbundna, fyrir að hafa bitið hluta úr tungu þáverandi eiginmanns síns. Nara segist hafa verið að verja sig fyrir eiginmanni sínum sem hafi ítrekað beitt hana ofbeldi. Á þriðja tug mótmælenda kom saman til þögulla mótmæla á Hólmsheiði þegar Nara mætti til að hefja afplánun þeirra þriggja mánaða sem hún þarf að sitja inni en hún segist hafa mætt miklu óréttlæti í réttarkerfinu. Þær Eydís Eir Brynju-Björnsdóttir og Júlía Birgisdóttir skipulögðu mótmælin en sjálfar eru þær þolendur kynferðisofbeldis sem hafa slæma reynslu af réttarkerfinu. „Það fer svo í rettlætiskennd okkar að við megum ekki verja okkur ef á okkur er ráðist án þess að eiga það í hættu að vera dæmdar í fangelsi,“ segja þær í skriflegu svari til fréttastofu.Nara Walker vinkar bless þegar hún gengur inn um hliðið til að hefja afplánun á Hólmsheiði.„Það vekur líka athygli að í lögum er klausa að þú mátt verja þig þegar þú telur lífi þínu ógnað. Við vitum ekki hvort dómarar noti þessa klausu nokkurn tíma en hún átti sannarlega við í máli Nöru. Það er algjörlega óskiljanlegt að sjálfsvörn sé ekki lögleg á Íslandi, sem er númer 1 í heiminum í jafnrétti kynjanna segir allt sem segja þarf um stöðu þolenda í dómskerfinu.“ Nara kvaddi vini og vandamenn fyrir utan fangelsið áður en hún hringdi bjöllunni og gekk inn í fangelsið síðdegis í dag. „Ég held að þetta sé í fyrsta skipti sem fólk hefur mótmælt fyrir utan fangelsið," sagði Nara áður en hún kvaddi. „Takk stelpur fyrir að gera þetta. Ég er mjög þakklát. Ég er útlendingur en við erum systur þótt við séum ekki frá sama stað. Þessar aðstæður halda okkur saman.“
Dómsmál Fangelsismál Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Vilja að Guðni náði konu sem beit tungu eiginmanns síns í sundur Aðstandendur Nöru Walker, ástralskrar konu sem dæmd var í átján mánaða fangelsi fyrir að hafa bitið hluta úr tungu þáverandi eiginmanns síns, hafa komið af stað undirskriftarsöfnun til að fá hana heim til fjölskyldu sinnar í Ástralíu. 18. febrúar 2019 11:13 Fórnarlömb geti varið sig án þess að þurfa að óttast fangelsisvist og refsingar Konur í minni stöðu eiga ekki að þurfa að óttast fangelsisvist og refsingu meiði þær ofbeldismann sinn í nauðvörn, segir Nara Walker. Fyrir rúmu ári beit hún hluta úr tungu þáverandi eiginmanns síns sem hún segir hafa beitt sig ítrekuðu ofbeldi. 19. janúar 2019 09:00 Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Innlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Fleiri fréttir Kári hættur hjá Íslenski erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Sjá meira
Vilja að Guðni náði konu sem beit tungu eiginmanns síns í sundur Aðstandendur Nöru Walker, ástralskrar konu sem dæmd var í átján mánaða fangelsi fyrir að hafa bitið hluta úr tungu þáverandi eiginmanns síns, hafa komið af stað undirskriftarsöfnun til að fá hana heim til fjölskyldu sinnar í Ástralíu. 18. febrúar 2019 11:13
Fórnarlömb geti varið sig án þess að þurfa að óttast fangelsisvist og refsingar Konur í minni stöðu eiga ekki að þurfa að óttast fangelsisvist og refsingu meiði þær ofbeldismann sinn í nauðvörn, segir Nara Walker. Fyrir rúmu ári beit hún hluta úr tungu þáverandi eiginmanns síns sem hún segir hafa beitt sig ítrekuðu ofbeldi. 19. janúar 2019 09:00