Umhverfisráðherra ósammála ákvörðun um áframhaldandi hvalveiðar Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 20. febrúar 2019 20:00 Umhverfisráðherra segist afar ósammála ákvörðun sjávarútvegsráðherra um að gefa út áframhaldandi hvalveiðikvóta og þingmaður Vinstri grænna segist efast um að veiðarnar séu sjálfbærar. Fleiri Íslendingar eru andvígir hvalveiðum en þeir sem eru hlynntir samkvæmt nýlegri könnun. Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, undirritaði í gær reglugerð sem heimilar áframhaldandi veiðar á langreyði og hrefnu til næstu fimm ára. Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra kveðst afar ósammála ákvörðuninni. „Það er alveg ljóst og ég tel að við þurfum að byggja þessa ákvarðanatöku upp á fleiru heldur en bara vísindaráðgjöf Hafrannsóknarstofnunar, það þurfi að líta meira til efnahagslegra og samfélagslegra áhrifa eins og ég hef bent á áður,“ segir Guðmundir Ingi. „Þetta var ekki rætt í ríkisstjórn, þetta er náttúrlega ákvörðun ráðherrans, hann hefur heimildir til þess að gera þetta.“ Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir er þingflokksformaður VG.vísir/vilhelmBjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri grænna gerði málið jafnframt að umræðuefni á Alþingi í dag. „Engir útreikningar eru til staðar um það hver áhrifin gætu verið á stórauknum hvalveiðum við Íslandsstrendur, ekki síst á hvalaskoðunarfyrirtækin og ferðaþjónustuna í heild,“ sagði Bjarkey meðal annars í ræðunni sem hún flutti undir dagskrárliðnum störf þingsins.35,7% segjast andvígir Samkvæmt könnun sem Gallup vann fyrir náttúruverndarsamtökin Jarðarvini í október og nóvember í fyrra segjast 35,7% þátttakenda vera andvígir því að veiðar á langreyði verði leyfðar. Ögn færri, eða 35,1% segjast hlynntir og 29,2% segjast hvorki hlynntir né andvígir. Sjávarútvegsráðherra stendur keikur við ákvörðun sína og kveðst ekki óttast að hún valdi titringi í ríkisstjórnarsamstarfinu. „Eðlilega eru skiptar skoðanir á þessu og ég virði alveg skoðanir Vinstri grænna í þessu. Þetta er á verksviði sjávarútvegsráðherra hverju sinni og honum er falið þetta verkefni og þarf að sinna því eins vel og hann framast getur og þetta er sú ákvörðun sem að ég tek á grunni þeirra upplýsinga sem mér hafa verið bornar og ég stend að sjálfsögðu með henni,“ segir Kristján Þór.Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra,Vísir/vilhelm Alþingi Hvalveiðar Vinstri græn Tengdar fréttir Ný reglugerð heimilar áframhaldandi veiðar á langreyði og hrefnu til ársins 2023 Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur í dag gefið út reglugerð sem heimilar áframhaldandi veiðar á langreyði og hrefnu árin 2019 til 2023. 19. febrúar 2019 17:45 Telur að sjávarútvegsráðherra stilli sér upp gegn náttúruvernd Formaður náttúruverndarsamtaka Íslands segir nauðsynlegt að styrkja málsstað Íslands á alþjóðavettvangi og til þess þurfi meðal annars að hætta hvaladrápi. 20. febrúar 2019 14:30 Hafró telur veiðar á hrefnu og langreyðum ekki hafa haft neikvæð áhrif á stofnana Sjávarútvegsráðherra óskaði eftir áliti Hafró á þeim vistfræðilegu forsendum sem Hagfræðistofnun grundvallaði niðurstöður sínar á.í hvalveiðiskýrslu sinni. 18. febrúar 2019 17:55 Gagnrýnir ákvörðun sjávarútvegsráðherra um áframhaldandi hvalveiðar Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, segir að ákvörðun Kristjáns Þórs Júlíussonar, sjávarútvegsráðherra, um að heimila áfram hvalveiðar hér við land séu henni mikil vonbrigði. 20. febrúar 2019 15:57 Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Fleiri fréttir Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Sjá meira
Umhverfisráðherra segist afar ósammála ákvörðun sjávarútvegsráðherra um að gefa út áframhaldandi hvalveiðikvóta og þingmaður Vinstri grænna segist efast um að veiðarnar séu sjálfbærar. Fleiri Íslendingar eru andvígir hvalveiðum en þeir sem eru hlynntir samkvæmt nýlegri könnun. Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, undirritaði í gær reglugerð sem heimilar áframhaldandi veiðar á langreyði og hrefnu til næstu fimm ára. Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra kveðst afar ósammála ákvörðuninni. „Það er alveg ljóst og ég tel að við þurfum að byggja þessa ákvarðanatöku upp á fleiru heldur en bara vísindaráðgjöf Hafrannsóknarstofnunar, það þurfi að líta meira til efnahagslegra og samfélagslegra áhrifa eins og ég hef bent á áður,“ segir Guðmundir Ingi. „Þetta var ekki rætt í ríkisstjórn, þetta er náttúrlega ákvörðun ráðherrans, hann hefur heimildir til þess að gera þetta.“ Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir er þingflokksformaður VG.vísir/vilhelmBjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri grænna gerði málið jafnframt að umræðuefni á Alþingi í dag. „Engir útreikningar eru til staðar um það hver áhrifin gætu verið á stórauknum hvalveiðum við Íslandsstrendur, ekki síst á hvalaskoðunarfyrirtækin og ferðaþjónustuna í heild,“ sagði Bjarkey meðal annars í ræðunni sem hún flutti undir dagskrárliðnum störf þingsins.35,7% segjast andvígir Samkvæmt könnun sem Gallup vann fyrir náttúruverndarsamtökin Jarðarvini í október og nóvember í fyrra segjast 35,7% þátttakenda vera andvígir því að veiðar á langreyði verði leyfðar. Ögn færri, eða 35,1% segjast hlynntir og 29,2% segjast hvorki hlynntir né andvígir. Sjávarútvegsráðherra stendur keikur við ákvörðun sína og kveðst ekki óttast að hún valdi titringi í ríkisstjórnarsamstarfinu. „Eðlilega eru skiptar skoðanir á þessu og ég virði alveg skoðanir Vinstri grænna í þessu. Þetta er á verksviði sjávarútvegsráðherra hverju sinni og honum er falið þetta verkefni og þarf að sinna því eins vel og hann framast getur og þetta er sú ákvörðun sem að ég tek á grunni þeirra upplýsinga sem mér hafa verið bornar og ég stend að sjálfsögðu með henni,“ segir Kristján Þór.Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra,Vísir/vilhelm
Alþingi Hvalveiðar Vinstri græn Tengdar fréttir Ný reglugerð heimilar áframhaldandi veiðar á langreyði og hrefnu til ársins 2023 Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur í dag gefið út reglugerð sem heimilar áframhaldandi veiðar á langreyði og hrefnu árin 2019 til 2023. 19. febrúar 2019 17:45 Telur að sjávarútvegsráðherra stilli sér upp gegn náttúruvernd Formaður náttúruverndarsamtaka Íslands segir nauðsynlegt að styrkja málsstað Íslands á alþjóðavettvangi og til þess þurfi meðal annars að hætta hvaladrápi. 20. febrúar 2019 14:30 Hafró telur veiðar á hrefnu og langreyðum ekki hafa haft neikvæð áhrif á stofnana Sjávarútvegsráðherra óskaði eftir áliti Hafró á þeim vistfræðilegu forsendum sem Hagfræðistofnun grundvallaði niðurstöður sínar á.í hvalveiðiskýrslu sinni. 18. febrúar 2019 17:55 Gagnrýnir ákvörðun sjávarútvegsráðherra um áframhaldandi hvalveiðar Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, segir að ákvörðun Kristjáns Þórs Júlíussonar, sjávarútvegsráðherra, um að heimila áfram hvalveiðar hér við land séu henni mikil vonbrigði. 20. febrúar 2019 15:57 Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Fleiri fréttir Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Sjá meira
Ný reglugerð heimilar áframhaldandi veiðar á langreyði og hrefnu til ársins 2023 Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur í dag gefið út reglugerð sem heimilar áframhaldandi veiðar á langreyði og hrefnu árin 2019 til 2023. 19. febrúar 2019 17:45
Telur að sjávarútvegsráðherra stilli sér upp gegn náttúruvernd Formaður náttúruverndarsamtaka Íslands segir nauðsynlegt að styrkja málsstað Íslands á alþjóðavettvangi og til þess þurfi meðal annars að hætta hvaladrápi. 20. febrúar 2019 14:30
Hafró telur veiðar á hrefnu og langreyðum ekki hafa haft neikvæð áhrif á stofnana Sjávarútvegsráðherra óskaði eftir áliti Hafró á þeim vistfræðilegu forsendum sem Hagfræðistofnun grundvallaði niðurstöður sínar á.í hvalveiðiskýrslu sinni. 18. febrúar 2019 17:55
Gagnrýnir ákvörðun sjávarútvegsráðherra um áframhaldandi hvalveiðar Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, segir að ákvörðun Kristjáns Þórs Júlíussonar, sjávarútvegsráðherra, um að heimila áfram hvalveiðar hér við land séu henni mikil vonbrigði. 20. febrúar 2019 15:57