Þrefalt fleiri ungmenni leita til Frú Ragnheiðar til að fá hreinan sprautubúnað Nadine Guðrún Yaghi skrifar 19. mars 2019 11:00 Svala Jóhannesdóttir, verkefnisstjóri Frú Ragnheiðar. Vísir Þrefalt fleiri ungmenni, á aldrinum átján til tuttugu ára, sem sprauta vímuefnum í æð leituðu til Frú Ragnheiðar, skaðaminnkunarverkefnis Rauða krossins, árið 2018 miðað við árið 2017. „Við tókum eftir miklum breytingum á síðasta ári. Árið 2017 leituðu tólf manns, sem voru átján til tuttugu ára, til okkar en árið 2018 þá voru þetta þrjátíu og sex einstaklingar,“ segir Svala Jóhannesdóttir, verkefnastjóri hjá Frú Ragnheiði. Í kvölfréttum Stöðvar 2 í gær var sagt frá því að en meira helmingi fleiri unglingar, yngri en átján ára, höfðu sprautað sig með vímuefnum í æð árið 2018 miðað við síðustu ár. Forstjóri barnaverndarstofu sagði þetta verið mikið áhyggjuefni, sérstaklega í ljósi þess að eftir að börnin ná átján ára aldri fari þau úr barnaverndarkerfinu og eru án eftirlits. Þá var einnig fjallað um það að hópur þeirra sem sprauta sig reglulega með vímuefnum í æð og leita á sjúkrahúsið Vog fari ört vaxandi en hátt í þrjú hundruð manns með þennan vanda leituðu á Vog í fyrra. Fjölgunin átti einnig við um ungmenni á aldrinum átján til tuttugu ára en fimmtíu og sex manns á þeim aldri komu á Vog í fyrra eftir að hafa sprautað sig.Unglingarnir heimilislausir „Staða þessa hóps er í raun þannig að þau eiga langvarandi vímuefnavanda að baki. Það er oft mikil áfallasaga, einelti og erfiðar félagslegar aðstæður. Þegar þau leita til okkar hafa þau oft verið að sprauta sig í æð í nokkur ár og sumir nokkra mánuði. Staða þeirra er líka þannig að mörg þeirra eru heimilislaus. Þau eru flakkandi á milli íbúða og mörg þeirra gista úti,“ segir Svala en hluti þessara ungmenna leita til Frú Ragnheiðar til að fá hreinan sprautubúnað og aðstoð. Svala segir fjölgunina vissulega vera áhyggjuefni en er þó ánægð með að ungmennin leiti til þeirra. „Þannig getum við veitt þeim nærþjónustu og heilbrigðisþjónustu og sýklalyfjameðferð og veitt þeim þann stuðning sem þau þurfa og við höfum reynt að tala vel utan um þau sem koma til okkar og hjálpað þeim við að fara í viðeigandi vímuefnameðferðir og fá viðeigandi geðþjónustu. Vissulega er þetta ekki nóg, það þarf að þjónusta þennan hóp miklu betur,“ segir Svala en hún tekur undir áhyggjur forstjóra barnaverndarstofu um að aðhald og eftirlit skorti eftir að börnin nái átján ára aldri. Heilbrigðismál Tengdar fréttir Helmingi fleiri börn sprautað sig með vímuefnum í æð Meira en helmingi fleiri unglingar, yngri en 18 ára, höfðu sprautað sig með vímuefnum í æð árið 2018 miðað við síðustu ár. Forstjóri barnaverndarstofu segir þetta mikið áhyggjuefni. Hún vill sjá frekari skyldur hjá hinu opinbera um stuðning við hópinn eftir að þau ná átján ára aldri og eru þá án eftirlits. 18. mars 2019 19:15 Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Sjá meira
Þrefalt fleiri ungmenni, á aldrinum átján til tuttugu ára, sem sprauta vímuefnum í æð leituðu til Frú Ragnheiðar, skaðaminnkunarverkefnis Rauða krossins, árið 2018 miðað við árið 2017. „Við tókum eftir miklum breytingum á síðasta ári. Árið 2017 leituðu tólf manns, sem voru átján til tuttugu ára, til okkar en árið 2018 þá voru þetta þrjátíu og sex einstaklingar,“ segir Svala Jóhannesdóttir, verkefnastjóri hjá Frú Ragnheiði. Í kvölfréttum Stöðvar 2 í gær var sagt frá því að en meira helmingi fleiri unglingar, yngri en átján ára, höfðu sprautað sig með vímuefnum í æð árið 2018 miðað við síðustu ár. Forstjóri barnaverndarstofu sagði þetta verið mikið áhyggjuefni, sérstaklega í ljósi þess að eftir að börnin ná átján ára aldri fari þau úr barnaverndarkerfinu og eru án eftirlits. Þá var einnig fjallað um það að hópur þeirra sem sprauta sig reglulega með vímuefnum í æð og leita á sjúkrahúsið Vog fari ört vaxandi en hátt í þrjú hundruð manns með þennan vanda leituðu á Vog í fyrra. Fjölgunin átti einnig við um ungmenni á aldrinum átján til tuttugu ára en fimmtíu og sex manns á þeim aldri komu á Vog í fyrra eftir að hafa sprautað sig.Unglingarnir heimilislausir „Staða þessa hóps er í raun þannig að þau eiga langvarandi vímuefnavanda að baki. Það er oft mikil áfallasaga, einelti og erfiðar félagslegar aðstæður. Þegar þau leita til okkar hafa þau oft verið að sprauta sig í æð í nokkur ár og sumir nokkra mánuði. Staða þeirra er líka þannig að mörg þeirra eru heimilislaus. Þau eru flakkandi á milli íbúða og mörg þeirra gista úti,“ segir Svala en hluti þessara ungmenna leita til Frú Ragnheiðar til að fá hreinan sprautubúnað og aðstoð. Svala segir fjölgunina vissulega vera áhyggjuefni en er þó ánægð með að ungmennin leiti til þeirra. „Þannig getum við veitt þeim nærþjónustu og heilbrigðisþjónustu og sýklalyfjameðferð og veitt þeim þann stuðning sem þau þurfa og við höfum reynt að tala vel utan um þau sem koma til okkar og hjálpað þeim við að fara í viðeigandi vímuefnameðferðir og fá viðeigandi geðþjónustu. Vissulega er þetta ekki nóg, það þarf að þjónusta þennan hóp miklu betur,“ segir Svala en hún tekur undir áhyggjur forstjóra barnaverndarstofu um að aðhald og eftirlit skorti eftir að börnin nái átján ára aldri.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Helmingi fleiri börn sprautað sig með vímuefnum í æð Meira en helmingi fleiri unglingar, yngri en 18 ára, höfðu sprautað sig með vímuefnum í æð árið 2018 miðað við síðustu ár. Forstjóri barnaverndarstofu segir þetta mikið áhyggjuefni. Hún vill sjá frekari skyldur hjá hinu opinbera um stuðning við hópinn eftir að þau ná átján ára aldri og eru þá án eftirlits. 18. mars 2019 19:15 Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Sjá meira
Helmingi fleiri börn sprautað sig með vímuefnum í æð Meira en helmingi fleiri unglingar, yngri en 18 ára, höfðu sprautað sig með vímuefnum í æð árið 2018 miðað við síðustu ár. Forstjóri barnaverndarstofu segir þetta mikið áhyggjuefni. Hún vill sjá frekari skyldur hjá hinu opinbera um stuðning við hópinn eftir að þau ná átján ára aldri og eru þá án eftirlits. 18. mars 2019 19:15