Rómafólkið á Íslandi er frá ýmsum löndum Ari Brynjólfsson skrifar 19. ágúst 2019 09:00 Sofiya Sahova, nýdoktor í þjóðfræði við Háskóla Íslands, kemur frá Búlgaríu og er vön sambúð með Rómafólki. F réttablaðið/Sigtryggur Ari „Það kann að hljóma mjög framandi að halda ráðstefnu um sígauna á Íslandi, en svo er alls ekki. Það búa nú á fjórða hundrað hér á landi sem tilheyra þjóðflokknum,“ segir Sofiya Zahova, nýdoktor við Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur innan Háskóla Íslands. Sofiya er aðalskipuleggjandi árlegrar ráðstefnu samtakanna Gypsy Lore Society, alþjóðlegra samtaka um málefni Rómafólks, sem iðulega er kallað sígaunar. Ráðstefnan fór að þessu sinni fram í Veröld – húsi Vigdísar, og lauk nú á laugardaginn. Ráðstefnan er ávallt haldin í nýju landi á hverju ári. „Það er ekki vegna þess að Róma-fólk er þekkt fyrir að vera sífellt á flakki,“ segir Sofiya og hlær. „Þetta kemur til vegna þess að Rómafólk er um allan heim og hlutverk ráðstefnunnar, sem er sú elsta sinnar tegundar í heimi, er að auka skilning á þessum þjóðflokki eins mikið og hægt er,“ heldur Sofiya áfram. Flestir helstu sérfræðingar heims í málefnum Rómafólks komu saman á ráðstefnunni, alls 140 þátttakendur frá 33 löndum. Sofiya segir margar staðalmyndir fastar við Rómafólk, hvort sem það sé aldraðar konur með kristalskúlu eða hreinlega þjófar sem svífast einskis og lifa utan ramma hefðbundins samfélags. „Á Vesturlöndum er oft litið á fólkið sem óvelkomna villimenn, það kom skýrast fram í helförinni, ég sem kem frá Búlgaríu hef alltaf litið á sambúð við Rómafólk sem hinn eðlilegasta hlut.“ Sofiya segir engar rannsóknir til um Rómafólk á Íslandi. „Það má segja að þetta sé hálfgert huldufólk,“ segir hún. Til séu heimildir um sígauna á Seyðisfirði snemma á 20. öld. Af einhverjum ástæðum hafi fólkið ekki flust hingað varanlega. „Kannski var það veðrið,“ segir hún og hlær. Breytingar á samgöngum, efnahag og lifnaðarháttum hafa orðið til þess að fjöldi Rómafólks býr nú á Íslandi. „Stór hluti af því er verkafólk sem ferðast um Evrópu í leit að vinnu. Það búa nú mörg hundruð Rómafólks hér á landi, flestir frá Rúmeníu, Ungverjalandi, Búlgaríu og Póllandi,“ segir Sofiya. „En það tekur enginn eftir þeim, enda bara venjulegt fólk sem lifir alveg eins og við,“ undirstrikar Sofiya Zahova. Birtist í Fréttablaðinu Innflytjendamál Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Útsending komin í lag Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Fleiri fréttir Hugsa þurfi með gagnrýnum hætti um fólksfjölgun síðustu ára Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
„Það kann að hljóma mjög framandi að halda ráðstefnu um sígauna á Íslandi, en svo er alls ekki. Það búa nú á fjórða hundrað hér á landi sem tilheyra þjóðflokknum,“ segir Sofiya Zahova, nýdoktor við Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur innan Háskóla Íslands. Sofiya er aðalskipuleggjandi árlegrar ráðstefnu samtakanna Gypsy Lore Society, alþjóðlegra samtaka um málefni Rómafólks, sem iðulega er kallað sígaunar. Ráðstefnan fór að þessu sinni fram í Veröld – húsi Vigdísar, og lauk nú á laugardaginn. Ráðstefnan er ávallt haldin í nýju landi á hverju ári. „Það er ekki vegna þess að Róma-fólk er þekkt fyrir að vera sífellt á flakki,“ segir Sofiya og hlær. „Þetta kemur til vegna þess að Rómafólk er um allan heim og hlutverk ráðstefnunnar, sem er sú elsta sinnar tegundar í heimi, er að auka skilning á þessum þjóðflokki eins mikið og hægt er,“ heldur Sofiya áfram. Flestir helstu sérfræðingar heims í málefnum Rómafólks komu saman á ráðstefnunni, alls 140 þátttakendur frá 33 löndum. Sofiya segir margar staðalmyndir fastar við Rómafólk, hvort sem það sé aldraðar konur með kristalskúlu eða hreinlega þjófar sem svífast einskis og lifa utan ramma hefðbundins samfélags. „Á Vesturlöndum er oft litið á fólkið sem óvelkomna villimenn, það kom skýrast fram í helförinni, ég sem kem frá Búlgaríu hef alltaf litið á sambúð við Rómafólk sem hinn eðlilegasta hlut.“ Sofiya segir engar rannsóknir til um Rómafólk á Íslandi. „Það má segja að þetta sé hálfgert huldufólk,“ segir hún. Til séu heimildir um sígauna á Seyðisfirði snemma á 20. öld. Af einhverjum ástæðum hafi fólkið ekki flust hingað varanlega. „Kannski var það veðrið,“ segir hún og hlær. Breytingar á samgöngum, efnahag og lifnaðarháttum hafa orðið til þess að fjöldi Rómafólks býr nú á Íslandi. „Stór hluti af því er verkafólk sem ferðast um Evrópu í leit að vinnu. Það búa nú mörg hundruð Rómafólks hér á landi, flestir frá Rúmeníu, Ungverjalandi, Búlgaríu og Póllandi,“ segir Sofiya. „En það tekur enginn eftir þeim, enda bara venjulegt fólk sem lifir alveg eins og við,“ undirstrikar Sofiya Zahova.
Birtist í Fréttablaðinu Innflytjendamál Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Útsending komin í lag Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Fleiri fréttir Hugsa þurfi með gagnrýnum hætti um fólksfjölgun síðustu ára Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira