Sakaði þingmenn um að bera upp gervispurningar á fundi utanríkismálanefndar Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 19. ágúst 2019 10:41 Frosti Sigurjónsson er einn talsmanna Orkunnar okkar. Frosti Sigurjónsson, fyrrverandi þingmaður og einn af talsmönnum Orkunnar okkar, sakaði þingmenn um að bera upp gervispurningar á fundi utanríkismálanefndar í morgun um þriðja orkupakkann. Fulltrúar Orkunnar okkar voru fyrstu gestir til að koma fyrir nefndina í dag til að ræða þriðja orkupakkann. Auk Frosta voru mættir fyrir þeirra hönd Jónas Elíasson, Bjarni Jónsson og Ögmundur Jónasson. Ummælin féllu í grýttan jarðveg meðal nefndarmanna. „Mér finnst svona tal ekki við hæfi og ég vona að við getum verið kurteisari við hvort annað,” sagði Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins formaður nefndarinnar, frábað sér slíkt umtal og það gerði Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar einnig. Ólafur Ísleifsson, þingmaður Miðflokksins, sakaði aðra þingmenn um að sýna gestunum dónaskap.16.000 skrifað undir áskorun Á fundinum dreifðu fulltrúar Orkunnar okkar viðbótarumsögn samtakanna um þriðja orkupakkann til nefndarmanna og fjölmiðla þar sem tíundaðir eru þeir þættir sem samtökin telja mikilvæga í tengslum við þingsályktunartillöguna. Þar er ítrekuð sú afstaða samtakanna að þau vilji að orkupakkanum verði hafnað. 16.000 hafi skrifað undir áskorun samtakanna þar að lútandi. Í umsögninni er meðal annars fjallað um þann þátt er lýtur að umræðunni um lagningu sæstrengs. „Það er ekki hægt að segja já við orkupakkanum og nei við sæstreng,” sagði Frosti á fundinum.Ekkert leggi beinlínis skyldur á herðar íslenska ríkisins Viðurkenndi hann þó að ekkert í þriðja orkupakkanum legði beinlínis skyldu á herðar íslenska ríkisins til að heimila lagningu sæstrengs. Aftur á móti kunni það að leiða til þess að höfðað verði samningsbrotamál á hendur íslenska ríkinu ef það stæði í vegi fyrir því að heimila áhugasömum aðilum sem uppfylli kröfur um að leggja sæstreng. Í umsögninni segir meðal annars að innan ESB „virðist vera talsverður áhugi fyrir því að tengja Ísland við innri markaðinn.” Bent er á í umsögninni að ESB hafi tekið sæstrenginn „Ice-Link” á milli Íslands og Skotlands inn á lista yfir lista sambandsins yfir verkefni um sameiginlega hagsmuni. (e. Union list of projects of common interest.) Áslaug Arna benti á að ESB geti ekki einhliða skráð verkefni á þann lista, til þurfi samþykkt hlutaðeigandi stjórnvalda. Í tilfelli þess verkefnis sem vísað sé til í umsögninni hafi það verið ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, nú formanns Miðflokksins, sem hafi samþykkt skráningu verkefnisins á listann. Á fundinum dreifði Ögmundur jafnframt eigin umsögn um orkupakkann þar sem hann útskýrir hvers vegna hann telji að hafna beri innleiðingu þriðja orkupakkans. Alþingi Þriðji orkupakkinn Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Fleiri fréttir Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Sjá meira
Frosti Sigurjónsson, fyrrverandi þingmaður og einn af talsmönnum Orkunnar okkar, sakaði þingmenn um að bera upp gervispurningar á fundi utanríkismálanefndar í morgun um þriðja orkupakkann. Fulltrúar Orkunnar okkar voru fyrstu gestir til að koma fyrir nefndina í dag til að ræða þriðja orkupakkann. Auk Frosta voru mættir fyrir þeirra hönd Jónas Elíasson, Bjarni Jónsson og Ögmundur Jónasson. Ummælin féllu í grýttan jarðveg meðal nefndarmanna. „Mér finnst svona tal ekki við hæfi og ég vona að við getum verið kurteisari við hvort annað,” sagði Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins formaður nefndarinnar, frábað sér slíkt umtal og það gerði Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar einnig. Ólafur Ísleifsson, þingmaður Miðflokksins, sakaði aðra þingmenn um að sýna gestunum dónaskap.16.000 skrifað undir áskorun Á fundinum dreifðu fulltrúar Orkunnar okkar viðbótarumsögn samtakanna um þriðja orkupakkann til nefndarmanna og fjölmiðla þar sem tíundaðir eru þeir þættir sem samtökin telja mikilvæga í tengslum við þingsályktunartillöguna. Þar er ítrekuð sú afstaða samtakanna að þau vilji að orkupakkanum verði hafnað. 16.000 hafi skrifað undir áskorun samtakanna þar að lútandi. Í umsögninni er meðal annars fjallað um þann þátt er lýtur að umræðunni um lagningu sæstrengs. „Það er ekki hægt að segja já við orkupakkanum og nei við sæstreng,” sagði Frosti á fundinum.Ekkert leggi beinlínis skyldur á herðar íslenska ríkisins Viðurkenndi hann þó að ekkert í þriðja orkupakkanum legði beinlínis skyldu á herðar íslenska ríkisins til að heimila lagningu sæstrengs. Aftur á móti kunni það að leiða til þess að höfðað verði samningsbrotamál á hendur íslenska ríkinu ef það stæði í vegi fyrir því að heimila áhugasömum aðilum sem uppfylli kröfur um að leggja sæstreng. Í umsögninni segir meðal annars að innan ESB „virðist vera talsverður áhugi fyrir því að tengja Ísland við innri markaðinn.” Bent er á í umsögninni að ESB hafi tekið sæstrenginn „Ice-Link” á milli Íslands og Skotlands inn á lista yfir lista sambandsins yfir verkefni um sameiginlega hagsmuni. (e. Union list of projects of common interest.) Áslaug Arna benti á að ESB geti ekki einhliða skráð verkefni á þann lista, til þurfi samþykkt hlutaðeigandi stjórnvalda. Í tilfelli þess verkefnis sem vísað sé til í umsögninni hafi það verið ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, nú formanns Miðflokksins, sem hafi samþykkt skráningu verkefnisins á listann. Á fundinum dreifði Ögmundur jafnframt eigin umsögn um orkupakkann þar sem hann útskýrir hvers vegna hann telji að hafna beri innleiðingu þriðja orkupakkans.
Alþingi Þriðji orkupakkinn Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Fleiri fréttir Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Sjá meira