Ákvörðun Katrínar valdi engu fjaðrafoki í alþjóðasamskiptum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 19. ágúst 2019 12:12 Pia Hansson, forstöðumaður Alþjóðamálastofnunar, segir að ekki sé hægt að lesa neitt mikið í ákvörðun forsætisráðherra. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, verður ekki stödd á landinu þegar Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna kemur í opinbera heimsókn 4. september næstkomandi. Forstöðumaður Alþjóðamálastofnunar telur það ekki vera til marks um vanvirðingu því utanríkisráðherrann sé gestgjafinn. Forsætisráðherra sagði í samtali við mbl.is í gærkvöldi að hún gæti ekki tekið á móti Pence því hún hefði samþykkt að vera ræðumaður á þingi Norrænu verkalýðssamtakanna á þessum tíma. Hún sæi ekki ástæðu til að breyta dagskránni.Pia Hansson, forstöðumaður Alþjóðamálastofnunar, og sérfræðingum í alþjóðasamskiptum segir að ekki sé hægt að lesa neitt sérstakt úr ákvörðun forsætisráðherra. „Í sjálfu sér er eðlilegt að þeir sem bjóða leiðtoganum séu þeir sem taka á móti þeim erlendu gestum sem síðan koma þannig að þó að forsætisráðherrann sé ekki á landinu og hún er með sína dagskrá og hefur ýmislegt annað að gera. Það þarf ekki að lesa mikið í það. Utanríkisráðherra er gestgjafinn.“ Málið myndi horfa öðruvísi við ef von væri á sjálfum forsetanum. Það væri náttúrulega annað mál ef að forsætisráðherra væri þá ekki tilbúinn til að taka á móti þjóðarleiðtoga. Það væri náttúrulega svolítið furðulegt þannig að auðvitað er varaforseti annað en forsetaembættið. Pia segir að þjóðir horfi í auknum mæli til Norðurslóða. Aukin hernaðarumsvif á svæðinu séu áhyggjuefni. Það er klárlega verið að setja þetta mikið ofar á listann heldur en verið hefur og það er óskaplega skiljanlegt þegar við lítum í kringum okkur og sjáum hvers lags áskoranir blasa við. Þá er náttúrulega ljóst að það er að færast aukinn þungi í öll mál sem lúta að öryggismálum á Norðurslóðum og við sjáum líka þennan aukna áhuga Bandaríkjamanna á þessu heimasvæði. Uppbyggingin í Keflavík segir náttúrulega sína sögu. Þeir eru að setja töluvert mikið af peningum í, ekki bara viðhald heldur uppbyggingu þar.Vel fór á með Merkel og Katrínu þegar þær hittust í Þýskalandi í mars í fyrra.Vísir/EPAMerkel sé einn merkasti stjórnmálamaður samtímans Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, tekur á móti Angelu Merkel, kanslara Þýskalands. Pia segir að henni hafi tekist vel að tengjast þjóðarleiðtogum. „Það er mjög mikilvæg heimsókn og mér finnst gaman að sjá hvernig mér sýnist Katrínu hafa gengið mjög vel að tengjast henni. Þær eru ábyggilega orðnar alveg hreint ágætis vinkonur bara, gæti manni dottið í hug. Allavega hafa þær hist nokkrum sinnum og það að hún komi hingað á þessum tíma, það er gríðarlega mikilvægt. Þetta er náttúrulega einn merkilegasti stjórnmálamaður samtímans.“ Bandaríkin Heimsókn Mike Pence Utanríkismál Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Fleiri fréttir Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, verður ekki stödd á landinu þegar Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna kemur í opinbera heimsókn 4. september næstkomandi. Forstöðumaður Alþjóðamálastofnunar telur það ekki vera til marks um vanvirðingu því utanríkisráðherrann sé gestgjafinn. Forsætisráðherra sagði í samtali við mbl.is í gærkvöldi að hún gæti ekki tekið á móti Pence því hún hefði samþykkt að vera ræðumaður á þingi Norrænu verkalýðssamtakanna á þessum tíma. Hún sæi ekki ástæðu til að breyta dagskránni.Pia Hansson, forstöðumaður Alþjóðamálastofnunar, og sérfræðingum í alþjóðasamskiptum segir að ekki sé hægt að lesa neitt sérstakt úr ákvörðun forsætisráðherra. „Í sjálfu sér er eðlilegt að þeir sem bjóða leiðtoganum séu þeir sem taka á móti þeim erlendu gestum sem síðan koma þannig að þó að forsætisráðherrann sé ekki á landinu og hún er með sína dagskrá og hefur ýmislegt annað að gera. Það þarf ekki að lesa mikið í það. Utanríkisráðherra er gestgjafinn.“ Málið myndi horfa öðruvísi við ef von væri á sjálfum forsetanum. Það væri náttúrulega annað mál ef að forsætisráðherra væri þá ekki tilbúinn til að taka á móti þjóðarleiðtoga. Það væri náttúrulega svolítið furðulegt þannig að auðvitað er varaforseti annað en forsetaembættið. Pia segir að þjóðir horfi í auknum mæli til Norðurslóða. Aukin hernaðarumsvif á svæðinu séu áhyggjuefni. Það er klárlega verið að setja þetta mikið ofar á listann heldur en verið hefur og það er óskaplega skiljanlegt þegar við lítum í kringum okkur og sjáum hvers lags áskoranir blasa við. Þá er náttúrulega ljóst að það er að færast aukinn þungi í öll mál sem lúta að öryggismálum á Norðurslóðum og við sjáum líka þennan aukna áhuga Bandaríkjamanna á þessu heimasvæði. Uppbyggingin í Keflavík segir náttúrulega sína sögu. Þeir eru að setja töluvert mikið af peningum í, ekki bara viðhald heldur uppbyggingu þar.Vel fór á með Merkel og Katrínu þegar þær hittust í Þýskalandi í mars í fyrra.Vísir/EPAMerkel sé einn merkasti stjórnmálamaður samtímans Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, tekur á móti Angelu Merkel, kanslara Þýskalands. Pia segir að henni hafi tekist vel að tengjast þjóðarleiðtogum. „Það er mjög mikilvæg heimsókn og mér finnst gaman að sjá hvernig mér sýnist Katrínu hafa gengið mjög vel að tengjast henni. Þær eru ábyggilega orðnar alveg hreint ágætis vinkonur bara, gæti manni dottið í hug. Allavega hafa þær hist nokkrum sinnum og það að hún komi hingað á þessum tíma, það er gríðarlega mikilvægt. Þetta er náttúrulega einn merkilegasti stjórnmálamaður samtímans.“
Bandaríkin Heimsókn Mike Pence Utanríkismál Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Fleiri fréttir Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Sjá meira