Vaxandi munur á ungmennum í dreifbýli og þéttbýli Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 31. júlí 2019 19:00 Kolfinna Jóhannesdóttir sviðsstjóri greiningarsviðs Menntamálastofnunar segir að hlutfallslega eigi ungmenni í dreifbýli mun erfiðara uppdráttar en ungmenni í þéttbýli og bilið fari vaxandi. Hlutfallslega hverfa mun fleiri ungmenni frá námi á landsbyggðinni en á höfuðborgarsvæðinu, segir sviðsstjóri hjá Menntamálastofnun. Þá sé hópur þeirra sem er hvorki í námi né starfi hlutfallslega fjölmennari í dreifbýli en í þéttbýli. Strákum og ungmennum að erlendum uppruna er mun hættara við að tilheyra þessum hópum en öðrum. Í nýrri skýrslu Norrænu fræðastofnunarinnar kemur fram að ungmenni í dreifbýli á Norðurlöndum eiga erfiðara uppdráttar en ungmenni í þéttbýli. Fram kemur að hlutfallslega eru mun fleiri ungmenni hvorki í vinnu né námi í dreifbýli en þéttbýli og að drengir og ungmenni af erlendum uppruna eru í meiri hættu á að tilheyra þessum hópum en aðrir. Ísland sker sig úr varðandi mun á þéttbýli og dreifbýli en fram kemur að ríflega þriðjungur nema hverfur frá námi í dreifbýli sem er mun hærra hlutfall en á hinum Norðurlöndunum. Fimmtungur hverfur frá námi í úthverfum og um fimmtán prósent nema í miðborginni. Sviðsstjóri hjá Menntamálastofnun segir þetta koma heim og saman við sínar rannsóknir. „Þetta er nákvæmlega sú þróun sem við höfum verið að sjá. Það er alveg þekkt að brotthvarf úr skólum hér á landi er sérstaklega hátt í samanburði við hin Norðurlöndin en það sem við höfum verið að sjá er brotthvarf stráka og ungmenna að erlendum uppruna,“ segir Kolfinna. Hún segir að skólakerfið hér á landi sé nokkuð frábrugðið hinum löndunum. Hér sé meiri sveigjanleiki, meiri atvinna fyrir ungt fólk og það fresti því frekar að útskrifast en ungmenni annars staðar. Þá sé Ísland mun strábýlla en hin Norðurlöndin sem geri það að verkum að erfiðara sé að bjóða uppá eins fjölbreytt nám á dreifbýlum svæðum og annar staðar. Það sem þurfi hins vegar að hafa sérstakar áhyggjur séu ungmennin sem sé hvorki í vinnu né námi. Mikilvægt sé að finna lausnir fyrir þennan hóp. „Þessi svæðisbundni munur er staðreynd og hann fer vaxandi á Íslandi, Norðurlöndum og Evrópu almennt. Hlutfallslega færri tilheyra þó þessum hóp hér á landi en annars staðar á Norðurlöndum,“ segir Kolfinna. Skóla - og menntamál Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Hlutfallslega hverfa mun fleiri ungmenni frá námi á landsbyggðinni en á höfuðborgarsvæðinu, segir sviðsstjóri hjá Menntamálastofnun. Þá sé hópur þeirra sem er hvorki í námi né starfi hlutfallslega fjölmennari í dreifbýli en í þéttbýli. Strákum og ungmennum að erlendum uppruna er mun hættara við að tilheyra þessum hópum en öðrum. Í nýrri skýrslu Norrænu fræðastofnunarinnar kemur fram að ungmenni í dreifbýli á Norðurlöndum eiga erfiðara uppdráttar en ungmenni í þéttbýli. Fram kemur að hlutfallslega eru mun fleiri ungmenni hvorki í vinnu né námi í dreifbýli en þéttbýli og að drengir og ungmenni af erlendum uppruna eru í meiri hættu á að tilheyra þessum hópum en aðrir. Ísland sker sig úr varðandi mun á þéttbýli og dreifbýli en fram kemur að ríflega þriðjungur nema hverfur frá námi í dreifbýli sem er mun hærra hlutfall en á hinum Norðurlöndunum. Fimmtungur hverfur frá námi í úthverfum og um fimmtán prósent nema í miðborginni. Sviðsstjóri hjá Menntamálastofnun segir þetta koma heim og saman við sínar rannsóknir. „Þetta er nákvæmlega sú þróun sem við höfum verið að sjá. Það er alveg þekkt að brotthvarf úr skólum hér á landi er sérstaklega hátt í samanburði við hin Norðurlöndin en það sem við höfum verið að sjá er brotthvarf stráka og ungmenna að erlendum uppruna,“ segir Kolfinna. Hún segir að skólakerfið hér á landi sé nokkuð frábrugðið hinum löndunum. Hér sé meiri sveigjanleiki, meiri atvinna fyrir ungt fólk og það fresti því frekar að útskrifast en ungmenni annars staðar. Þá sé Ísland mun strábýlla en hin Norðurlöndin sem geri það að verkum að erfiðara sé að bjóða uppá eins fjölbreytt nám á dreifbýlum svæðum og annar staðar. Það sem þurfi hins vegar að hafa sérstakar áhyggjur séu ungmennin sem sé hvorki í vinnu né námi. Mikilvægt sé að finna lausnir fyrir þennan hóp. „Þessi svæðisbundni munur er staðreynd og hann fer vaxandi á Íslandi, Norðurlöndum og Evrópu almennt. Hlutfallslega færri tilheyra þó þessum hóp hér á landi en annars staðar á Norðurlöndum,“ segir Kolfinna.
Skóla - og menntamál Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira