Líflátshótanir bróðurins í garð óléttrar eiginkonu leiddu til nálgunarbanns Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. september 2019 13:47 Aaron og Nick Carter þegar allt lék í lyndi. Vísir/getty Nick Carter, fyrrverandi meðlimur strákasveitarinnar Backstreet Boys, hefur fengið nálgunarbann á bróður sinn, Aaron Carter, eftir að sá síðarnefndi hótaði óléttri eiginkonu Nicks lífláti. Í yfirlýsingu sem Nick sendi frá sér í gær segir að honum hafi ekki verið annarra kosta völ en að fara fram á nálgunarbann „í ljósi hegðunar Aarons sem varð sífellt kvíðvænlegri.“ Með nálgunarbanninu er Aaroni gert að halda sig í a.m.k. þrjátíu metra fjarlægð frá Nick, fjölskyldu hans og heimili þeirra í Las Vegas. „Eftir að hafa íhugað málið vandlega þykir okkur systur minni, Angel, leitt að tilkynna að við sjáum okkur knúin til að fá nálgunarbann á bróður okkar, Aaron,“ segir í yfirlýsingunni. „[…] hann elur í brjósti hugmyndir og ásetning um að ráða óléttri eiginkonu minni og ófæddu barni mínu bana.“ Aaron kveðst gáttaður á ásökunum bróður síns. „Ég vil engum illt, síst af öllu fjölskyldu minni,“ sagði hann í færslu sem birtist á Twitter í gær.I am astounded at the accusations being made against me and I do not wish harm to anyone, especially my family.— Aaron Carter (@aaroncarter) September 17, 2019 Aaron hefur lengi glímt við fíknivanda og andleg veikindi og hefur verið óvæginn í garð bróður síns á Twitter síðan fregnir bárust af nálgunarbanninu. Aaroni hefur til að mynda verið tíðrætt um ásakanir um kynferðisofbeldi á hendur Nick en nauðgunarkæra gegn honum var látin niður falla í fyrra. Bræðurnir, sem eru báðir tónlistarmenn, nutu töluverðra vinsælda á tíunda áratugnum og snemma á þessari öld. Þeir komu saman fram í raunveruleikaþættinum House of Carters, þar sem fylgst var með stormasömu heimilislífi bræðranna og þriggja systra þeirra. Nick tilkynnti um það í maí síðastliðnum að hann ætti von á barni með eiginkonu sinni, Lauren Carter. Hollywood Tónlist Tengdar fréttir Nick Carter úr Backstreet Boys ekki ákærður fyrir nauðgun Hafði verið sakaður um að nauðga söngkonunni Melissa Schuman árið 2003. 12. september 2018 08:30 Einn söngvara Backstreet Boys hafnar ásökun um nauðgun Söngkona úr stúlknahljómsveit frá 10. áratugnum sakar Nick Carter úr Backstreet Boys um að hafa nauðgað sér árið 2002. 22. nóvember 2017 21:43 Backstreet Boys koma öllum á óvart með nýju lagi og myndbandi Bandaríska ofursveitin Backstreet Boys hefur gefið út nýtt lag og myndband við lagið Don't Go Breaking My Heart. 17. maí 2018 08:55 Mest lesið Einhleypan: Tískuelskandi lögfræðingur með sterka réttlætiskennd Makamál Hvernig á að klæða sig fyrir körfuboltaleik? Tíska og hönnun Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Lífið Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Lífið „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Lífið Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Lífið Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Lífið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Lífið Bakslag í veikindi Valgeirs Lífið Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Lífið Fleiri fréttir Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Heillandi heimili Hönnu Stínu Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Sjá meira
Nick Carter, fyrrverandi meðlimur strákasveitarinnar Backstreet Boys, hefur fengið nálgunarbann á bróður sinn, Aaron Carter, eftir að sá síðarnefndi hótaði óléttri eiginkonu Nicks lífláti. Í yfirlýsingu sem Nick sendi frá sér í gær segir að honum hafi ekki verið annarra kosta völ en að fara fram á nálgunarbann „í ljósi hegðunar Aarons sem varð sífellt kvíðvænlegri.“ Með nálgunarbanninu er Aaroni gert að halda sig í a.m.k. þrjátíu metra fjarlægð frá Nick, fjölskyldu hans og heimili þeirra í Las Vegas. „Eftir að hafa íhugað málið vandlega þykir okkur systur minni, Angel, leitt að tilkynna að við sjáum okkur knúin til að fá nálgunarbann á bróður okkar, Aaron,“ segir í yfirlýsingunni. „[…] hann elur í brjósti hugmyndir og ásetning um að ráða óléttri eiginkonu minni og ófæddu barni mínu bana.“ Aaron kveðst gáttaður á ásökunum bróður síns. „Ég vil engum illt, síst af öllu fjölskyldu minni,“ sagði hann í færslu sem birtist á Twitter í gær.I am astounded at the accusations being made against me and I do not wish harm to anyone, especially my family.— Aaron Carter (@aaroncarter) September 17, 2019 Aaron hefur lengi glímt við fíknivanda og andleg veikindi og hefur verið óvæginn í garð bróður síns á Twitter síðan fregnir bárust af nálgunarbanninu. Aaroni hefur til að mynda verið tíðrætt um ásakanir um kynferðisofbeldi á hendur Nick en nauðgunarkæra gegn honum var látin niður falla í fyrra. Bræðurnir, sem eru báðir tónlistarmenn, nutu töluverðra vinsælda á tíunda áratugnum og snemma á þessari öld. Þeir komu saman fram í raunveruleikaþættinum House of Carters, þar sem fylgst var með stormasömu heimilislífi bræðranna og þriggja systra þeirra. Nick tilkynnti um það í maí síðastliðnum að hann ætti von á barni með eiginkonu sinni, Lauren Carter.
Hollywood Tónlist Tengdar fréttir Nick Carter úr Backstreet Boys ekki ákærður fyrir nauðgun Hafði verið sakaður um að nauðga söngkonunni Melissa Schuman árið 2003. 12. september 2018 08:30 Einn söngvara Backstreet Boys hafnar ásökun um nauðgun Söngkona úr stúlknahljómsveit frá 10. áratugnum sakar Nick Carter úr Backstreet Boys um að hafa nauðgað sér árið 2002. 22. nóvember 2017 21:43 Backstreet Boys koma öllum á óvart með nýju lagi og myndbandi Bandaríska ofursveitin Backstreet Boys hefur gefið út nýtt lag og myndband við lagið Don't Go Breaking My Heart. 17. maí 2018 08:55 Mest lesið Einhleypan: Tískuelskandi lögfræðingur með sterka réttlætiskennd Makamál Hvernig á að klæða sig fyrir körfuboltaleik? Tíska og hönnun Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Lífið Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Lífið „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Lífið Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Lífið Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Lífið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Lífið Bakslag í veikindi Valgeirs Lífið Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Lífið Fleiri fréttir Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Heillandi heimili Hönnu Stínu Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Sjá meira
Nick Carter úr Backstreet Boys ekki ákærður fyrir nauðgun Hafði verið sakaður um að nauðga söngkonunni Melissa Schuman árið 2003. 12. september 2018 08:30
Einn söngvara Backstreet Boys hafnar ásökun um nauðgun Söngkona úr stúlknahljómsveit frá 10. áratugnum sakar Nick Carter úr Backstreet Boys um að hafa nauðgað sér árið 2002. 22. nóvember 2017 21:43
Backstreet Boys koma öllum á óvart með nýju lagi og myndbandi Bandaríska ofursveitin Backstreet Boys hefur gefið út nýtt lag og myndband við lagið Don't Go Breaking My Heart. 17. maí 2018 08:55