Davíð bíður enn eftir ölinu sem hann keypti Ari Brynjólfsson skrifar 1. mars 2019 06:00 Davíð Scheving Thorsteinsson segir spaugilegt að líta í baksýnisspegilinn nú þegar bjórinn hefur verið leyfður í þrjá áratugi. Fréttablaðið/Ernir Í dag eru liðin 30 ár frá því að bjórinn var leyfður á Íslandi. Alls seldust 340 þúsund dósir þann dag, eða ein og hálf dós á hvern landsmann. Mikið gekk á áður en bjórinn var loks leyfður. Einn áfangi var þegar Davíð Scheving Thorsteinsson var á leið heim frá Lúxemborg árið 1980 og reyndi að fara með bjór inn í landið. „Dóttir mín var flugfreyja og hún mátti koma með bjór inn í landið fyrir mig, en ekki ég. Ég gat ekki séð að þetta samrýmdist stjórnarskrá Íslands að einhverjir kjarasamningar gætu leyft sjómönnum og flugliðum að flytja inn vöru, en ekki almenningi. Það fauk bara í mig,“ segir Davíð. Hann ákvað því að kaupa kippu af bjór í fríhöfninni. „Ég setti bjórinn ofan á töskuna mína og fór inn í tollinn. Þeir sögðu að það mætti ekki fara í gegn með bjór. Ég átti að skrifa undir sátt og greiða sekt. Ég sagði nei því ég var ekkert sáttur.“ Í beinu framhaldi af uppákomunni skrifaði Sighvatur Björgvinsson, þáverandi ráðherra, undir reglugerð sem leyfði almenningi að fara með bjór inn í landið. „Það er hann sem á heiðurinn af því en ekki ég,“ segir Davíð. Stefán Pálsson sagnfræðingur.geirixBjór, eða sterkt öl, var mjög umdeildur á þessum tíma og munaði litlu að málið færi í þjóðaratkvæðagreiðslu. Davíð segir skrítið að líta í baksýnisspegilinn á þessum tímamótum. „Þetta er svo absúrd allt saman. Bara spaugilegt.“ Stefán Pálsson sagnfræðingur segir málið flóknara en svo e að uppátæki Davíðs hafi eitt orðið til þess að grafa undan bjórbanninu. Á þessum tíma hafi orðið viðhorfsbreyting í þjóðfélaginu. „Það sem skiptir meira máli en bjórsalan á flugvellinum var að utanlandsferðir verða miklu algengari. Utanlandsferðir urðu til þess að viðhorf Íslendinga til áfengis breyttust mjög mikið. Fólk uppgötvaði bjór og léttvín sem er talsverð þróun frá því að drekka bara brennivín,“ segir Stefán. Hann bætir við að 30 ára afmæli bjórsins séu stærri tímamót en fyrri afmæli, bæði í ljósi þess að nú er uppgangur í efnahagslífinu, bjórmenningin er orðin mjög rík fyrir utan að nú lendir stórafmælið á föstudegi. Davíð er enn að bíða eftir að fá kippuna sína frá ríkinu. „Ég hef aldrei fengið þann bjór til baka. Ríkið skuldar mér hann enn. Þeir gerðu hann upptækan og hvað þeir gerðu við hann veit ég ekki. Ég er búinn að bíða í 30 ár eftir að fá þessar sex flöskur,“ segir hann og hlær. Áfengi og tóbak Birtist í Fréttablaðinu Tímamót Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Fleiri fréttir „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Sjá meira
Í dag eru liðin 30 ár frá því að bjórinn var leyfður á Íslandi. Alls seldust 340 þúsund dósir þann dag, eða ein og hálf dós á hvern landsmann. Mikið gekk á áður en bjórinn var loks leyfður. Einn áfangi var þegar Davíð Scheving Thorsteinsson var á leið heim frá Lúxemborg árið 1980 og reyndi að fara með bjór inn í landið. „Dóttir mín var flugfreyja og hún mátti koma með bjór inn í landið fyrir mig, en ekki ég. Ég gat ekki séð að þetta samrýmdist stjórnarskrá Íslands að einhverjir kjarasamningar gætu leyft sjómönnum og flugliðum að flytja inn vöru, en ekki almenningi. Það fauk bara í mig,“ segir Davíð. Hann ákvað því að kaupa kippu af bjór í fríhöfninni. „Ég setti bjórinn ofan á töskuna mína og fór inn í tollinn. Þeir sögðu að það mætti ekki fara í gegn með bjór. Ég átti að skrifa undir sátt og greiða sekt. Ég sagði nei því ég var ekkert sáttur.“ Í beinu framhaldi af uppákomunni skrifaði Sighvatur Björgvinsson, þáverandi ráðherra, undir reglugerð sem leyfði almenningi að fara með bjór inn í landið. „Það er hann sem á heiðurinn af því en ekki ég,“ segir Davíð. Stefán Pálsson sagnfræðingur.geirixBjór, eða sterkt öl, var mjög umdeildur á þessum tíma og munaði litlu að málið færi í þjóðaratkvæðagreiðslu. Davíð segir skrítið að líta í baksýnisspegilinn á þessum tímamótum. „Þetta er svo absúrd allt saman. Bara spaugilegt.“ Stefán Pálsson sagnfræðingur segir málið flóknara en svo e að uppátæki Davíðs hafi eitt orðið til þess að grafa undan bjórbanninu. Á þessum tíma hafi orðið viðhorfsbreyting í þjóðfélaginu. „Það sem skiptir meira máli en bjórsalan á flugvellinum var að utanlandsferðir verða miklu algengari. Utanlandsferðir urðu til þess að viðhorf Íslendinga til áfengis breyttust mjög mikið. Fólk uppgötvaði bjór og léttvín sem er talsverð þróun frá því að drekka bara brennivín,“ segir Stefán. Hann bætir við að 30 ára afmæli bjórsins séu stærri tímamót en fyrri afmæli, bæði í ljósi þess að nú er uppgangur í efnahagslífinu, bjórmenningin er orðin mjög rík fyrir utan að nú lendir stórafmælið á föstudegi. Davíð er enn að bíða eftir að fá kippuna sína frá ríkinu. „Ég hef aldrei fengið þann bjór til baka. Ríkið skuldar mér hann enn. Þeir gerðu hann upptækan og hvað þeir gerðu við hann veit ég ekki. Ég er búinn að bíða í 30 ár eftir að fá þessar sex flöskur,“ segir hann og hlær.
Áfengi og tóbak Birtist í Fréttablaðinu Tímamót Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Fleiri fréttir „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Sjá meira