Ferðamenn notuðu salernið á meðan bóndinn brá sér í sturtu Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 30. mars 2019 13:00 Vilborg Alda Jónsdóttir, bóndi í Hvítanesi í Vestur-Landeyjum að gefa hestunum sínum hey úr rúllu. Fréttablaðið/Daníel Vilborg Alda Jónsdóttir, bóndi á bænum Hvítanesi skammt frá Hvolsvelli hefur fengið sig fullsadda af ágangi ferðamanna á jörð sinni. Þeir gefa hrossum hennar og nota dróna til að taka myndir af þeim, sem fælir hestana og gerir þá hrædda. Steininn tók nýlega úr þegar tveir ferðamenn fóru inn í húsið hennar til að nota salernið á meðan hún var í sturtu. Bærinn Hvítanes er skammt frá Hvolsvelli við þjóðveg númer eitt þar sem Vilborg býr. Ferðamenn á bílaleigubílum stoppa iðulega við bæinn til að taka myndir af hestunum hennar og gefa þeim að éta, sem Vilborg er ekki ánægð með. „Ég er ekki sátt við það að það sé verið að gefa hrossunum hjá mér alltaf endalaust, stoppað og gefa þeim allskonar matardrasl og venja þá á að sníkja, hvað veit maður hvað fólkið er með“, segir Vilborg. Vilborg hefur brugðið á það ráð að færa hestana ofar í girðingu þar sem þeir eru í þeirri von að ferðamennirnir láta þá vera en það er ekki, nú mæta þeir með dróna og taka myndir af hestunum, sem verður til þess að hrossin verða mjög hrædd og hlaupa út um allt. „Ég ætla bara að spyrja lögregluna hvort ég megi ekki skjóta niður dróna, hvort það lendi á mér hvað gerist“. Vilborg segist vera búin að fá sig fullsadda af ágangi ferðamanna í kringum hestana hennar enda er verið að gefa þeim allskonar matardrasl, sem hún kærir sig alls ekki um.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Steininn tók þó úr nýlega þegar Vilborg var í sturtu heima hjá sér um hábjartan dag, en tvö salerni með sturtum eru á heimilinu. „Svo er farið að banka og berja, ég ansaði því ekki, ég bjóst bara við því að ferðamennirnir myndu fara en svo var bara manneskja komin hér inn, ég var ekki einu sinni búin að klæða mig, ég heyrði í annarri þeirra, það var farið að kalla hér inni og fólkið var labbandi hér inn um allt, auðsjáanlega búið að fara á klósettið þegar ég kom fram og búið að loka hundinn minn inn á klósetti“, segir Vilborg aðspurð um hvað hafi gerst þegar hún var í sturtu um hábjartan dag. Um tvo ferðamenn var að ræða sem fóru inn í húsið. Vilborg segist hér eftir ætla að hafa húsið sitt læst jafnt á degi sem nóttu. Ferðamennska á Íslandi Landbúnaður Rangárþing eystra Mest lesið Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Fleiri fréttir Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Sjá meira
Vilborg Alda Jónsdóttir, bóndi á bænum Hvítanesi skammt frá Hvolsvelli hefur fengið sig fullsadda af ágangi ferðamanna á jörð sinni. Þeir gefa hrossum hennar og nota dróna til að taka myndir af þeim, sem fælir hestana og gerir þá hrædda. Steininn tók nýlega úr þegar tveir ferðamenn fóru inn í húsið hennar til að nota salernið á meðan hún var í sturtu. Bærinn Hvítanes er skammt frá Hvolsvelli við þjóðveg númer eitt þar sem Vilborg býr. Ferðamenn á bílaleigubílum stoppa iðulega við bæinn til að taka myndir af hestunum hennar og gefa þeim að éta, sem Vilborg er ekki ánægð með. „Ég er ekki sátt við það að það sé verið að gefa hrossunum hjá mér alltaf endalaust, stoppað og gefa þeim allskonar matardrasl og venja þá á að sníkja, hvað veit maður hvað fólkið er með“, segir Vilborg. Vilborg hefur brugðið á það ráð að færa hestana ofar í girðingu þar sem þeir eru í þeirri von að ferðamennirnir láta þá vera en það er ekki, nú mæta þeir með dróna og taka myndir af hestunum, sem verður til þess að hrossin verða mjög hrædd og hlaupa út um allt. „Ég ætla bara að spyrja lögregluna hvort ég megi ekki skjóta niður dróna, hvort það lendi á mér hvað gerist“. Vilborg segist vera búin að fá sig fullsadda af ágangi ferðamanna í kringum hestana hennar enda er verið að gefa þeim allskonar matardrasl, sem hún kærir sig alls ekki um.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Steininn tók þó úr nýlega þegar Vilborg var í sturtu heima hjá sér um hábjartan dag, en tvö salerni með sturtum eru á heimilinu. „Svo er farið að banka og berja, ég ansaði því ekki, ég bjóst bara við því að ferðamennirnir myndu fara en svo var bara manneskja komin hér inn, ég var ekki einu sinni búin að klæða mig, ég heyrði í annarri þeirra, það var farið að kalla hér inni og fólkið var labbandi hér inn um allt, auðsjáanlega búið að fara á klósettið þegar ég kom fram og búið að loka hundinn minn inn á klósetti“, segir Vilborg aðspurð um hvað hafi gerst þegar hún var í sturtu um hábjartan dag. Um tvo ferðamenn var að ræða sem fóru inn í húsið. Vilborg segist hér eftir ætla að hafa húsið sitt læst jafnt á degi sem nóttu.
Ferðamennska á Íslandi Landbúnaður Rangárþing eystra Mest lesið Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Fleiri fréttir Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Sjá meira