Flugmenn WOW air óttast að Icelandair hafi mútað blaðamönnum og óska eftir rannsókn Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 27. mars 2019 13:28 Íslenska flugmannafélagið ÍFF, stéttarfélag flugmanna WOW air, óskar eftir því að formaður Blaðamannafélags Íslands rannsaki heimildaöflun íslenskra blaðamanna um málefni WOW air í ljósi "óvæginnar umfjöllunar íslenskra fréttamiðla“. Þetta kemur fram í bréfi sem félagið sendi Blaðamannafélagi Íslands. Vísir/Vilhelm Íslenska flugmannafélagið ÍFF, stéttarfélag flugmanna WOW air, óskar eftir því að formaður Blaðamannafélags Íslands rannsaki heimildaöflun íslenskra blaðamanna um málefni WOW air í ljósi „óvæginnar umfjöllunar íslenskra fréttamiðla“. Þetta kemur fram í bréfi sem félagið sendi Blaðamannafélagi Íslands. Flugmannafélagið óskar eftir því að BÍ framkvæmi „rannsókn á hlunnindum og sporslum til blaðamanna s.s frímiðahlunnindum frá helsta samkeppnisaðila WOW air“. Félagið fer þess á leit við BÍ að þetta verði kannað með tilliti til gagnsæis blaðamanna gagnvart lesendum sínum. „Ennfremur viljum við láta kanna heimildaröflun íslenskra blaðamanna um málefni WOW air hverju sinni, þar sem margir þeirra reiða sig m.a. á upplýsingar frá bloggara, búsettum í Svíþjóð, sem er sjálfskipaður helsti sérfræðingur Íslands í flugmálum,“ segir í bréfinu og fullyrt að fréttamiðlar hafi „oftar en ekki“ vitnað í órökstuddar hugleiðingar þessa manns en í bréfinu er téður maður ekki nafngreindur en gera má ráð fyrir því að Flugmannafélagið vísi til Kristjáns Sigurjónssonar sem heldur úti miðlinum Túristi.is. Hér að neðan er hægt að lesa bréfið í heild sinni:„Í ljósi óvæginnar umfjöllunar íslenskra fréttamiðla um WOW air undanfarið óskar Íslenska flugmannafélagið ÍFF, stéttarfélag flugmanna WOW air, eftir rannsókn á hlunnindum og sporslum til blaðamanna s.s. frímiðahlunnindum frá helsta samkeppnisaðila WOW air. Við óskum eftir að þetta verði kannað m.t.t. gagnsæis blaðamanna gagnvart lesendum sínum.Ennfremur viljum við láta kanna heimildaröflun íslenskra blaðamanna um málefni WOW air hverju sinni, þar sem margir þeirra reiða sig m.a. á upplýsingar frá bloggara, búsettum í Svíþjóð, sem er sjálfskipaður helsti sérfræðingur Íslands í flugmálum og oftar en ekki vitnað í órökstuddar hugleiðingar hans.Með von um sýndan skilning og jákvæð viðbrögð,Stjórn ÍFF“Hvaða djöflasýra er þetta? Get ég fengið nöfn á þessum gæjum svo ég þurfi ekki að fljúga með þeim? Og nei, ég hef aldrei þegið neitt frá Icelandair eða Wow og ég veit ekki um eina frétt af Wow, þeir ekki heldur greinilega, sem reynst hefur röng. pic.twitter.com/G4bGHgzvZy — Helgi Seljan Jóhannsson (@helgiseljan) March 27, 2019Hér gefur stéttarfélag flugmanna WOW air í skyn, að íslenskir blaðamenn þiggi mútur frá samkeppnisaðila WOW air og heimta rannsókn. En skauta fram hjá því að fréttaflutningur af stöðu WOW er, og hefur verið, réttur. Og benda ekki á eina rangfærslu. Allir hressir bara. pic.twitter.com/HlFXyXoeLB — Þórður S. Júlíusson (@thordursnaer) March 27, 2019 Fjölmiðlar Fréttir af flugi WOW Air Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Sjá meira
Íslenska flugmannafélagið ÍFF, stéttarfélag flugmanna WOW air, óskar eftir því að formaður Blaðamannafélags Íslands rannsaki heimildaöflun íslenskra blaðamanna um málefni WOW air í ljósi „óvæginnar umfjöllunar íslenskra fréttamiðla“. Þetta kemur fram í bréfi sem félagið sendi Blaðamannafélagi Íslands. Flugmannafélagið óskar eftir því að BÍ framkvæmi „rannsókn á hlunnindum og sporslum til blaðamanna s.s frímiðahlunnindum frá helsta samkeppnisaðila WOW air“. Félagið fer þess á leit við BÍ að þetta verði kannað með tilliti til gagnsæis blaðamanna gagnvart lesendum sínum. „Ennfremur viljum við láta kanna heimildaröflun íslenskra blaðamanna um málefni WOW air hverju sinni, þar sem margir þeirra reiða sig m.a. á upplýsingar frá bloggara, búsettum í Svíþjóð, sem er sjálfskipaður helsti sérfræðingur Íslands í flugmálum,“ segir í bréfinu og fullyrt að fréttamiðlar hafi „oftar en ekki“ vitnað í órökstuddar hugleiðingar þessa manns en í bréfinu er téður maður ekki nafngreindur en gera má ráð fyrir því að Flugmannafélagið vísi til Kristjáns Sigurjónssonar sem heldur úti miðlinum Túristi.is. Hér að neðan er hægt að lesa bréfið í heild sinni:„Í ljósi óvæginnar umfjöllunar íslenskra fréttamiðla um WOW air undanfarið óskar Íslenska flugmannafélagið ÍFF, stéttarfélag flugmanna WOW air, eftir rannsókn á hlunnindum og sporslum til blaðamanna s.s. frímiðahlunnindum frá helsta samkeppnisaðila WOW air. Við óskum eftir að þetta verði kannað m.t.t. gagnsæis blaðamanna gagnvart lesendum sínum.Ennfremur viljum við láta kanna heimildaröflun íslenskra blaðamanna um málefni WOW air hverju sinni, þar sem margir þeirra reiða sig m.a. á upplýsingar frá bloggara, búsettum í Svíþjóð, sem er sjálfskipaður helsti sérfræðingur Íslands í flugmálum og oftar en ekki vitnað í órökstuddar hugleiðingar hans.Með von um sýndan skilning og jákvæð viðbrögð,Stjórn ÍFF“Hvaða djöflasýra er þetta? Get ég fengið nöfn á þessum gæjum svo ég þurfi ekki að fljúga með þeim? Og nei, ég hef aldrei þegið neitt frá Icelandair eða Wow og ég veit ekki um eina frétt af Wow, þeir ekki heldur greinilega, sem reynst hefur röng. pic.twitter.com/G4bGHgzvZy — Helgi Seljan Jóhannsson (@helgiseljan) March 27, 2019Hér gefur stéttarfélag flugmanna WOW air í skyn, að íslenskir blaðamenn þiggi mútur frá samkeppnisaðila WOW air og heimta rannsókn. En skauta fram hjá því að fréttaflutningur af stöðu WOW er, og hefur verið, réttur. Og benda ekki á eina rangfærslu. Allir hressir bara. pic.twitter.com/HlFXyXoeLB — Þórður S. Júlíusson (@thordursnaer) March 27, 2019
Fjölmiðlar Fréttir af flugi WOW Air Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Sjá meira