Næstu skref Framsýnar í kjaramálum skýrast á fyrstu tveimur vikum ársins Sighvatur Arnmundsson skrifar 3. janúar 2019 06:00 Framsýn er enn með í samfloti félaga innan SGS. Fréttablaðið/Auðunn „Ég ber þá von í brjósti að stéttarfélögin innan Starfsgreinasambandsins muni öll vísa núna fyrir miðjan janúar ef fer sem horfir og það gerist ekkert. Framsýn mun aldrei sætta sig við að sitja við eitthvert eldhúsborð og drekka kaffi. Við viljum vera við sjálft samningaborðið,“ segir Aðalsteinn Baldursson, formaður Framsýnar á Húsavík. Samþykkt var á fjölmennum fundi félagsmanna fyrir helgi að veita Aðalsteini umboð til þess að draga samningsumboðið til baka frá SGS komist ekki skriður á kjaraviðræður nú í byrjun janúar eða SGS verði ekki þegar búið að vísa deilunni til ríkissáttasemjara. „Þetta mun skýrast á fyrstu tveimur vikum ársins. Við ætlum að gefa þessu þann tíma vegna þess að það er búið að setja upp stífa dagskrá og svo sjáum við hvernig staðan verður þá. Það er samt alveg ljóst að Framsýn er í startholunum með þetta.“ Aðalsteinn segir að draumur Framsýnar hafi orðið að veruleika þegar ljóst varð að Starfsgreinasambandið færi fram sem ein heild. „Við börðumst mikið fyrir því en síðan kemur á daginn að innan okkar raða eru aðilar sem eru herskárri en aðrir. Það vildu sjö félög vísa til ríkissáttasemjara fyrir jól til að reyna að fá verkstjórn á þetta og láta þetta ganga. Því miður brást það.“ Hann segist ekki vera svartsýnn á framhaldið þótt leiðir hafi skilið milli aðila innan SGS en Efling og Verkalýðsfélag Akraness drógu sig út úr samstarfi SGS fyrir jól og hafa tekið upp samstarf við VR. „Ég fagna harðari verkalýðsbaráttu. Ástæðan fyrir því að okkar fólk er svona illa statt í dag er sú að það hefur vantað meiri hörku í íslenska verkalýðsbaráttu. Ég hef fulla trú á því að ef SGS vísar núna um miðjan mánuðinn þá muni þessir aðilar vinna mjög náið saman í sérmálum og öðrum sem tengjast ekki beint launaliðnum.“ Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Sigmundur endurkjörinn formaður Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Innlent Fleiri fréttir Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Sjá meira
„Ég ber þá von í brjósti að stéttarfélögin innan Starfsgreinasambandsins muni öll vísa núna fyrir miðjan janúar ef fer sem horfir og það gerist ekkert. Framsýn mun aldrei sætta sig við að sitja við eitthvert eldhúsborð og drekka kaffi. Við viljum vera við sjálft samningaborðið,“ segir Aðalsteinn Baldursson, formaður Framsýnar á Húsavík. Samþykkt var á fjölmennum fundi félagsmanna fyrir helgi að veita Aðalsteini umboð til þess að draga samningsumboðið til baka frá SGS komist ekki skriður á kjaraviðræður nú í byrjun janúar eða SGS verði ekki þegar búið að vísa deilunni til ríkissáttasemjara. „Þetta mun skýrast á fyrstu tveimur vikum ársins. Við ætlum að gefa þessu þann tíma vegna þess að það er búið að setja upp stífa dagskrá og svo sjáum við hvernig staðan verður þá. Það er samt alveg ljóst að Framsýn er í startholunum með þetta.“ Aðalsteinn segir að draumur Framsýnar hafi orðið að veruleika þegar ljóst varð að Starfsgreinasambandið færi fram sem ein heild. „Við börðumst mikið fyrir því en síðan kemur á daginn að innan okkar raða eru aðilar sem eru herskárri en aðrir. Það vildu sjö félög vísa til ríkissáttasemjara fyrir jól til að reyna að fá verkstjórn á þetta og láta þetta ganga. Því miður brást það.“ Hann segist ekki vera svartsýnn á framhaldið þótt leiðir hafi skilið milli aðila innan SGS en Efling og Verkalýðsfélag Akraness drógu sig út úr samstarfi SGS fyrir jól og hafa tekið upp samstarf við VR. „Ég fagna harðari verkalýðsbaráttu. Ástæðan fyrir því að okkar fólk er svona illa statt í dag er sú að það hefur vantað meiri hörku í íslenska verkalýðsbaráttu. Ég hef fulla trú á því að ef SGS vísar núna um miðjan mánuðinn þá muni þessir aðilar vinna mjög náið saman í sérmálum og öðrum sem tengjast ekki beint launaliðnum.“
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Sigmundur endurkjörinn formaður Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Innlent Fleiri fréttir Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Sjá meira