Áframhaldandi norðankæla í næstu viku Vésteinn Örn Pétursson skrifar 2. júní 2019 11:11 Vísir/Vihelm Sex af síðustu átta nóttum hefur næturfrost verið viðvarandi á Norðvesturlandi, samkvæmt Einari Sveinbjörnssyni veðurfræðingi. Í stuttum pistli sem hann birti á Facebook-síðu sinni í dag segir hann nokkurs konar kuldakast á landsvísu hafa hafist 25. maí síðastliðinn en þremur dögum fyrr á Austurlandi. „Vestan til á Norðurlandi hafa næturfrost verið tíð þessa daga í byggð. Til að mynda á Gauksmýri í Línakradal skammt norðan Hvammstangagatnamóta á þjóðveginum. Þar hefur fryst 6 af síðustu 8 nóttum,“ segir Einar í færslunni og vísar þá til línurits sem má sjá með færslunni neðar í þessari frétt. Mælingar á öðrum stöðum á þessum slóðum sýni svipaða mynd. Búast megi við áframhaldandi næturfrosti og auknum norðanvindi á svæðinu fram á föstudag. Einar segir að þessi kuldatíð, sem ef spár ganga eftir verður orðin tveggja vikna löng á föstudag, valdi því að vöxtur grass stöðvist að mestum hluta. Því sé gott að gras hafi sprottið duglega áður en kuldabolinn lét á sér kræla. „Annar fylgifiskur er þurrkur, einkum suðvestan- og vestanlands. Þar hefur gengið mjög á raka í jarðvegi í sterkri sólinni að undanförnu,“ segir Einar en bendir á að spárnar geri ráð fyrir breytingum á veðurfari í kringum næstu helgi, sem kennd er við Hvítasunnu. Fréttaljósmyndari Vísis fangaði þá þessa mynd sem sýnir glögglega hinn snævi þakta topp Ingólfsfjalls, sem er til marks um þá kuldatíð sem varir nú víðs vegar um land, þrátt fyrir þá veðursæld sem íbúar höfuðborgarsvæðisins hafa notið undanfarna daga.Hinn íslenski vetur lætur ekki að sér hæða þrátt fyrir að sumarið sé komið.Vísir/Vilhelm Veður Mest lesið Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Fleiri fréttir Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Sjá meira
Sex af síðustu átta nóttum hefur næturfrost verið viðvarandi á Norðvesturlandi, samkvæmt Einari Sveinbjörnssyni veðurfræðingi. Í stuttum pistli sem hann birti á Facebook-síðu sinni í dag segir hann nokkurs konar kuldakast á landsvísu hafa hafist 25. maí síðastliðinn en þremur dögum fyrr á Austurlandi. „Vestan til á Norðurlandi hafa næturfrost verið tíð þessa daga í byggð. Til að mynda á Gauksmýri í Línakradal skammt norðan Hvammstangagatnamóta á þjóðveginum. Þar hefur fryst 6 af síðustu 8 nóttum,“ segir Einar í færslunni og vísar þá til línurits sem má sjá með færslunni neðar í þessari frétt. Mælingar á öðrum stöðum á þessum slóðum sýni svipaða mynd. Búast megi við áframhaldandi næturfrosti og auknum norðanvindi á svæðinu fram á föstudag. Einar segir að þessi kuldatíð, sem ef spár ganga eftir verður orðin tveggja vikna löng á föstudag, valdi því að vöxtur grass stöðvist að mestum hluta. Því sé gott að gras hafi sprottið duglega áður en kuldabolinn lét á sér kræla. „Annar fylgifiskur er þurrkur, einkum suðvestan- og vestanlands. Þar hefur gengið mjög á raka í jarðvegi í sterkri sólinni að undanförnu,“ segir Einar en bendir á að spárnar geri ráð fyrir breytingum á veðurfari í kringum næstu helgi, sem kennd er við Hvítasunnu. Fréttaljósmyndari Vísis fangaði þá þessa mynd sem sýnir glögglega hinn snævi þakta topp Ingólfsfjalls, sem er til marks um þá kuldatíð sem varir nú víðs vegar um land, þrátt fyrir þá veðursæld sem íbúar höfuðborgarsvæðisins hafa notið undanfarna daga.Hinn íslenski vetur lætur ekki að sér hæða þrátt fyrir að sumarið sé komið.Vísir/Vilhelm
Veður Mest lesið Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Fleiri fréttir Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Sjá meira