Sterk tengsl eru á milli tíðahvarfahormóna og brjóstakrabbameins Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 30. ágúst 2019 12:15 Konur sem tóku hormónablöndur í þrjú ár að meðaltali voru í sextíu prósent aukinni hættu á að fá brjóstakrabbamein Sterk tengsl eru á milli notkunar tíðarhvarfahormóna og brjóstakrabbameins samkvæmt nýrri rannsókn. Konur sem tóku hormónablöndur í þrjú ár að meðaltali voru í sextíu prósent aukinni hættu á að fá brjóstakrabbamein. Framkvæmdastjóri krabbameinsskrár segir niðurstöðurnar ekki koma á óvart. Rannsókninni er stýrt af hópi við Oxford háskóla og er hún samantekt á fjölda rannsókna víðs vegar úr heiminum þar sem byggt er yfir hundrað þúsund krabbameinstilfellum, en Ísland tók þátt í rannsókninni. Niðurstöðurnar staðfesta að sterkt samband er á milli notkunar tíðarhvarfahormóna og brjóstakrabbameins. „Það er mjög háð tíma hversu lengi maður tekur hormónana og þá hversu mikil áhættuaukningin er. Þannig er að ef maður tekur hormónana í eitt ár eða minna þá er ekki að sjá neina aukningu. En ef þú ert kominn upp í eitt til fjögur ára notkun þá er áhættuaukningin sextíu prósent og fimm til fjórtán ára notkun þá er tvöföld áhætta á að fá brjóstakrabbamein,“ sagði Laufey Tryggvadóttir, framkvæmdastjóri krabbameinsskrár Krabbameinsfélagsins. Hún segir niðurstöðurnar ekki hafa komið á óvart. „Það hefur lengi verið vitað að það eykst brjóstakrabbameinsáhætta við inntöku tíðahvarfahormóna en hversu mikið hefur ekki verið eins skýrt fyrr en núna,“ sagði Laufey. Allar gerðir tíðahvarfahormóna nema estrógen skeiðatöflur tengdust aukinni áhættu á brjóstakrabbameini. Áhættan er þó ekki eins há ef hormónatakan hefst fyrir sextíu ára aldur. „Það var áætlað að af hverjum fimmtíu til sjötíu konum sem byrja að taka hormónablendur um fimmtugt og nota lyfin í fimm ár, þá fái ein kona af þessum fimmtíu til sjötíu brjóstakrabbamein í tengslum við þessa hormónatöku fyrir sjötíu ára aldur,“ sagði Laufey. Heilbrigðismál Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Fleiri fréttir Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Sjá meira
Sterk tengsl eru á milli notkunar tíðarhvarfahormóna og brjóstakrabbameins samkvæmt nýrri rannsókn. Konur sem tóku hormónablöndur í þrjú ár að meðaltali voru í sextíu prósent aukinni hættu á að fá brjóstakrabbamein. Framkvæmdastjóri krabbameinsskrár segir niðurstöðurnar ekki koma á óvart. Rannsókninni er stýrt af hópi við Oxford háskóla og er hún samantekt á fjölda rannsókna víðs vegar úr heiminum þar sem byggt er yfir hundrað þúsund krabbameinstilfellum, en Ísland tók þátt í rannsókninni. Niðurstöðurnar staðfesta að sterkt samband er á milli notkunar tíðarhvarfahormóna og brjóstakrabbameins. „Það er mjög háð tíma hversu lengi maður tekur hormónana og þá hversu mikil áhættuaukningin er. Þannig er að ef maður tekur hormónana í eitt ár eða minna þá er ekki að sjá neina aukningu. En ef þú ert kominn upp í eitt til fjögur ára notkun þá er áhættuaukningin sextíu prósent og fimm til fjórtán ára notkun þá er tvöföld áhætta á að fá brjóstakrabbamein,“ sagði Laufey Tryggvadóttir, framkvæmdastjóri krabbameinsskrár Krabbameinsfélagsins. Hún segir niðurstöðurnar ekki hafa komið á óvart. „Það hefur lengi verið vitað að það eykst brjóstakrabbameinsáhætta við inntöku tíðahvarfahormóna en hversu mikið hefur ekki verið eins skýrt fyrr en núna,“ sagði Laufey. Allar gerðir tíðahvarfahormóna nema estrógen skeiðatöflur tengdust aukinni áhættu á brjóstakrabbameini. Áhættan er þó ekki eins há ef hormónatakan hefst fyrir sextíu ára aldur. „Það var áætlað að af hverjum fimmtíu til sjötíu konum sem byrja að taka hormónablendur um fimmtugt og nota lyfin í fimm ár, þá fái ein kona af þessum fimmtíu til sjötíu brjóstakrabbamein í tengslum við þessa hormónatöku fyrir sjötíu ára aldur,“ sagði Laufey.
Heilbrigðismál Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Fleiri fréttir Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Sjá meira