Hannaði kolefnisjöfnunarreiknivél til að losna við flugviskubit Gígja Hilmarsdóttir skrifar 30. júní 2019 16:17 Matthías starfar í tækniháskólanum Chalmers í Gautaborg og vinnur þar að doktorsverkefni sínu. Jessica Cushman Íslenskur doktorsnemi í tölvunarfræði hefur gert forrit sem reiknar út hve mörgum trjám ferðalangar þurfa að planta til að kolefnisjafna flugferðir sínar. Matthías Páll Gissurarson hefur búið til reiknivél sem reiknar út magn koltvísýrings sem losnar í andrúmsloftið þegar ferðast er með flugvél. Matthías kallar þetta kolefnisjöfnunarreiknivél og geta notendur reiknivélarinnar komist að því hve mikill koltvísýringur losnar í flugferðinni og hve mörgum trjám einstaklingur þarf að planta til að kolefnisjafna flugferðina.Rúmlega helmingi fleiri tré fyrir flug Icelandair Samkvæmt útreikningum úr forriti Matthíasar losnar rúmlega helmingi meira magn koltvísýrings út í andrúmsloftið í flugferð Icelandair til Kaupmannahafnar í dag, sé miðað við flugferð SAS sem fer í loftið þremur klukkutímum síðar. Matthías segir þetta sennilega stafa af ólíkri flugáætlun eða gerð flugvéla fyrirtækjanna. Vél Icelandair sem er af gerðinni Boeing 757-200 en flugvél SAS sem er af gerðinni Airbus 320. Notendur forritssins geta borið flugferðir saman og séð hvort einhver munur sé á kolefnisfótsporunum.Mynd/SkjáskotVildi losna við „flugviskubitið“ Hugmyndina fékk Matthías síðastliðinn föstudag. „Ég var að kaupa mér flug til Bandaríkjanna og sá að flugið sem ég var að kaupa gaf ekki upplýsingar um hve mikinn koltvísýring ferðin losar,“ segir Matthías. En borið hefur á því að flugfélög bjóði farþegum upp á að greiða aukalega fyrir flugið og telst þá ferðin „kolefnisjöfnuð“. „Ég sá hve auðvelt var að komast að þessu svo ég ákvað að prófa að gera forrit og gera mér auðveldara að losna við „flugviskubitið“,“ segir Matthías. Notendur slá inn flugnúmer ferðarinnar og fá þá upplýsingar um hve mikið eldsneyti flugvélin notar við ferðina. Matthías notaðist við upplýsingar af heimasíðunni FlightAware. Að sögn Matthíasar notast kolefnisjöfnunareiknivélin alltaf við nýjustu flugupplýsingar. Hægt er að reikna út kolefnisfótspor flugferða í forriti Matthíasar hér. Fréttir af flugi Loftslagsmál Tækni Umhverfismál Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira
Íslenskur doktorsnemi í tölvunarfræði hefur gert forrit sem reiknar út hve mörgum trjám ferðalangar þurfa að planta til að kolefnisjafna flugferðir sínar. Matthías Páll Gissurarson hefur búið til reiknivél sem reiknar út magn koltvísýrings sem losnar í andrúmsloftið þegar ferðast er með flugvél. Matthías kallar þetta kolefnisjöfnunarreiknivél og geta notendur reiknivélarinnar komist að því hve mikill koltvísýringur losnar í flugferðinni og hve mörgum trjám einstaklingur þarf að planta til að kolefnisjafna flugferðina.Rúmlega helmingi fleiri tré fyrir flug Icelandair Samkvæmt útreikningum úr forriti Matthíasar losnar rúmlega helmingi meira magn koltvísýrings út í andrúmsloftið í flugferð Icelandair til Kaupmannahafnar í dag, sé miðað við flugferð SAS sem fer í loftið þremur klukkutímum síðar. Matthías segir þetta sennilega stafa af ólíkri flugáætlun eða gerð flugvéla fyrirtækjanna. Vél Icelandair sem er af gerðinni Boeing 757-200 en flugvél SAS sem er af gerðinni Airbus 320. Notendur forritssins geta borið flugferðir saman og séð hvort einhver munur sé á kolefnisfótsporunum.Mynd/SkjáskotVildi losna við „flugviskubitið“ Hugmyndina fékk Matthías síðastliðinn föstudag. „Ég var að kaupa mér flug til Bandaríkjanna og sá að flugið sem ég var að kaupa gaf ekki upplýsingar um hve mikinn koltvísýring ferðin losar,“ segir Matthías. En borið hefur á því að flugfélög bjóði farþegum upp á að greiða aukalega fyrir flugið og telst þá ferðin „kolefnisjöfnuð“. „Ég sá hve auðvelt var að komast að þessu svo ég ákvað að prófa að gera forrit og gera mér auðveldara að losna við „flugviskubitið“,“ segir Matthías. Notendur slá inn flugnúmer ferðarinnar og fá þá upplýsingar um hve mikið eldsneyti flugvélin notar við ferðina. Matthías notaðist við upplýsingar af heimasíðunni FlightAware. Að sögn Matthíasar notast kolefnisjöfnunareiknivélin alltaf við nýjustu flugupplýsingar. Hægt er að reikna út kolefnisfótspor flugferða í forriti Matthíasar hér.
Fréttir af flugi Loftslagsmál Tækni Umhverfismál Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira