Framkvæmdarstjóri Sorpu segir ábyrgð á vanáætlun liggja hjá stjórnendum Sorpu Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 3. september 2019 20:20 Björn H. Halldórsson, framkvæmdarstjóri Sorpu. Stöð 2 Framkvæmdarstjóri Sorpu segir að enn sé óljóst hvort eða hvert tjón Sorpu verður af því að fjárhagsáætlun var vanmetin um einn komma fjóra milljarða. Oddviti Viðreisnar í borgarstjórn segir afar slæmt fyrir sveitarfélögin sem standa að Sorpu að fá slíkan bakreikning, það dragi úr slagkraftinum í öðrum málaflokkum. Stjórn Sorpu sendi frá sér tilkynningu í gær vegna breytingar á fjárfestingaráætlun til næstu fjögurra ára þar sem viðbótarkostnaður er tæpur 1,4 milljarðar króna. Þar af gleymdist að telja fram 719 milljóna króna kostnað vegna tækjabúnaðar í stækkaða móttökustöð í Gufunesi og að gera ráð fyrir verðbótum upp á um 190 milljónir vegna nýrrar gas-og jarðgerðastöðvar. Kostnaður hennar er jafnframt vanáætlaður um 450 milljónir króna. Framkvæmdastjóri Sorpu segir um mannleg mistök að ræða að hluta til. „Ég get ekkert útskýrt þetta, með gas- og jarðgerðarstöðina þar verður aukning í magni, það er stærsti hlutinn. Þessi mistök sem urðu með tækjabúnaðinn í móttökustöðinni er ekkert að útskýra, það voru bara mannleg mistök,“ segir Björn H. Halldórsson, framkvæmdarstjóri Sorpu. Björn segir ábyrgðina á mistökunum liggja hjá stjórnendum Sorpu.Mun einhver þurfa að axla ábyrgð?„Það er kannski ótímabært núna þegar við vitum ekki nákvæmlega hvort eða hvert tjónið er.“ Aukakostnaðurinn vegna gas- og jarðgerðarstöðvarinnar er aðallega tilkominn vegna aukins magns járns og steypu. Þá þurfti að færa húsið og skipta um undirlag. Gert er ráð fyrir því að stöðin opni í febrúar á næsta ári og þar með hættir Sorpa að urða heimilissorp.Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar í borginni, segir viðbótarkostnaðinn afar slæman fyrir sveitarfélög höfuðborgarsvæðisins.stöð 2Oddviti Viðreisnar í borginni segir viðbótarkostnaðinn afar slæman fyrir sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu. „Mér finnst þetta bara vont, við erum að fá bakreikning til samans sveitarfélögin upp á 1,4 milljarða,“ segir Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar í borgarstjórn. Þó Sorpa taki lán og greiði komi það fram í ársreikningum eigenda. „Það tekur af okkur slagkraftinn. Slagkraftinn sem við hefðum gjarnan viljað setja núna og erum að setja í skóla- og leikskólamál, í velferðarmál og í uppbyggingu,“ bætir Þórdís Lóa við. Reykjavík Sorpa Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Fleiri fréttir Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Sjá meira
Framkvæmdarstjóri Sorpu segir að enn sé óljóst hvort eða hvert tjón Sorpu verður af því að fjárhagsáætlun var vanmetin um einn komma fjóra milljarða. Oddviti Viðreisnar í borgarstjórn segir afar slæmt fyrir sveitarfélögin sem standa að Sorpu að fá slíkan bakreikning, það dragi úr slagkraftinum í öðrum málaflokkum. Stjórn Sorpu sendi frá sér tilkynningu í gær vegna breytingar á fjárfestingaráætlun til næstu fjögurra ára þar sem viðbótarkostnaður er tæpur 1,4 milljarðar króna. Þar af gleymdist að telja fram 719 milljóna króna kostnað vegna tækjabúnaðar í stækkaða móttökustöð í Gufunesi og að gera ráð fyrir verðbótum upp á um 190 milljónir vegna nýrrar gas-og jarðgerðastöðvar. Kostnaður hennar er jafnframt vanáætlaður um 450 milljónir króna. Framkvæmdastjóri Sorpu segir um mannleg mistök að ræða að hluta til. „Ég get ekkert útskýrt þetta, með gas- og jarðgerðarstöðina þar verður aukning í magni, það er stærsti hlutinn. Þessi mistök sem urðu með tækjabúnaðinn í móttökustöðinni er ekkert að útskýra, það voru bara mannleg mistök,“ segir Björn H. Halldórsson, framkvæmdarstjóri Sorpu. Björn segir ábyrgðina á mistökunum liggja hjá stjórnendum Sorpu.Mun einhver þurfa að axla ábyrgð?„Það er kannski ótímabært núna þegar við vitum ekki nákvæmlega hvort eða hvert tjónið er.“ Aukakostnaðurinn vegna gas- og jarðgerðarstöðvarinnar er aðallega tilkominn vegna aukins magns járns og steypu. Þá þurfti að færa húsið og skipta um undirlag. Gert er ráð fyrir því að stöðin opni í febrúar á næsta ári og þar með hættir Sorpa að urða heimilissorp.Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar í borginni, segir viðbótarkostnaðinn afar slæman fyrir sveitarfélög höfuðborgarsvæðisins.stöð 2Oddviti Viðreisnar í borginni segir viðbótarkostnaðinn afar slæman fyrir sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu. „Mér finnst þetta bara vont, við erum að fá bakreikning til samans sveitarfélögin upp á 1,4 milljarða,“ segir Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar í borgarstjórn. Þó Sorpa taki lán og greiði komi það fram í ársreikningum eigenda. „Það tekur af okkur slagkraftinn. Slagkraftinn sem við hefðum gjarnan viljað setja núna og erum að setja í skóla- og leikskólamál, í velferðarmál og í uppbyggingu,“ bætir Þórdís Lóa við.
Reykjavík Sorpa Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Fleiri fréttir Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Sjá meira