Samgönguráðherra segir að ræða þurfi veggjöld betur á Alþingi og í samfélaginu Heimir Már Pétursson skrifar 14. febrúar 2019 20:30 Samgönguráðherra segir að í nýsamþykktri samgönguáætlun felist ekki val á einni tiltekinni leið til fjármögnunar átaksverkefna í vegagerð, til að mynda með veggjöldum. Um sé að ræða mikla kerfisbreytingu sem kalli á umræðu á Alþingi og í samfélaginu öllu. Alþingi samþykkti nýlega samgönguáætlun og breytingartillögur sem fólu í sér tilmæli til samgönguráðherra að koma fram með frumvarp á næstu vikum um fjármögnun átaksverkefna í samgöngumálum þar sem horft yrði til veggjalda. Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra segist vera skoða fleiri leiðir. Meðal annars að nýta arðgreiðslur, eignatekjur og eingreiðslur til ríkisins. „Við ætlum einfaldlega að skoða þetta allt samþætt. Við tökum þessa umræðu í þinginu. Þá með frumvarpi þar sem heimild væri til að taka á þessu með gjaldtöku. Það má líka horfa á allar þessar mismunandi leiðir í bland,“ segir Sigurður Ingi. Tilgangurinn væri að geta framkvæmt meira á næstu árum til að auka skilvirkni og öryggi vegakerfisins. Jón Gunnarsson formaður samgöngunefndar sagði í fréttum okkar í vikunni að samgönguráðherra þyrfti að fara að gera upp hug sinn í þessum efnum. Ráðherra segist vinna samkvæmt stjórnarsáttmála, vilja Alþingis og fjármálaáætlun sem nú væri verið að vinna til næstu fimm ára. „Hvernig svo nákvæmlega fjármögnunin verður mun skýrast á næstu vikum og mánuðum. Sú umræða verður tekin í þinginu og í samfélaginu. Þetta er stórkostleg kerfisbreyting og það er mikilvægt að sem flestir séu með okkur í þeirri vegferð,“ segir samgönguráðherra. Hann vill meðal annars horfa til þess að nýta arðgreiðslur frá Landsvirkjun sem fjármálaráðherra hefur árum saman talað um að setja í þjóðarsjóð til að mæta óvæntum áföllum.Ertu búinn að ræða það við hann að þú viljir taka þessa peninga og setja þá í samgöngumálin? „Já, já við höfum rætt ólíkar leiðir. Þetta er ein af þeim leiðum sem við höfum rætt. Þær eru fleiri. Við erum að horfa á eignatekjur ríkisins og arðgreiðslur. Hvernig við getum nýtt þær.“Þannig að það er samstaða um það í ríkisstjórninni að nota jafnvel þetta fé frá Landsvirkjun í þessi mál? „Við erum að skoða þetta. Ég kom þessu fram til að menn áttuðu sig á því. Það er í samgönguáætlun ekki búið að velja eina leið,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson. Samgöngur Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira
Samgönguráðherra segir að í nýsamþykktri samgönguáætlun felist ekki val á einni tiltekinni leið til fjármögnunar átaksverkefna í vegagerð, til að mynda með veggjöldum. Um sé að ræða mikla kerfisbreytingu sem kalli á umræðu á Alþingi og í samfélaginu öllu. Alþingi samþykkti nýlega samgönguáætlun og breytingartillögur sem fólu í sér tilmæli til samgönguráðherra að koma fram með frumvarp á næstu vikum um fjármögnun átaksverkefna í samgöngumálum þar sem horft yrði til veggjalda. Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra segist vera skoða fleiri leiðir. Meðal annars að nýta arðgreiðslur, eignatekjur og eingreiðslur til ríkisins. „Við ætlum einfaldlega að skoða þetta allt samþætt. Við tökum þessa umræðu í þinginu. Þá með frumvarpi þar sem heimild væri til að taka á þessu með gjaldtöku. Það má líka horfa á allar þessar mismunandi leiðir í bland,“ segir Sigurður Ingi. Tilgangurinn væri að geta framkvæmt meira á næstu árum til að auka skilvirkni og öryggi vegakerfisins. Jón Gunnarsson formaður samgöngunefndar sagði í fréttum okkar í vikunni að samgönguráðherra þyrfti að fara að gera upp hug sinn í þessum efnum. Ráðherra segist vinna samkvæmt stjórnarsáttmála, vilja Alþingis og fjármálaáætlun sem nú væri verið að vinna til næstu fimm ára. „Hvernig svo nákvæmlega fjármögnunin verður mun skýrast á næstu vikum og mánuðum. Sú umræða verður tekin í þinginu og í samfélaginu. Þetta er stórkostleg kerfisbreyting og það er mikilvægt að sem flestir séu með okkur í þeirri vegferð,“ segir samgönguráðherra. Hann vill meðal annars horfa til þess að nýta arðgreiðslur frá Landsvirkjun sem fjármálaráðherra hefur árum saman talað um að setja í þjóðarsjóð til að mæta óvæntum áföllum.Ertu búinn að ræða það við hann að þú viljir taka þessa peninga og setja þá í samgöngumálin? „Já, já við höfum rætt ólíkar leiðir. Þetta er ein af þeim leiðum sem við höfum rætt. Þær eru fleiri. Við erum að horfa á eignatekjur ríkisins og arðgreiðslur. Hvernig við getum nýtt þær.“Þannig að það er samstaða um það í ríkisstjórninni að nota jafnvel þetta fé frá Landsvirkjun í þessi mál? „Við erum að skoða þetta. Ég kom þessu fram til að menn áttuðu sig á því. Það er í samgönguáætlun ekki búið að velja eina leið,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson.
Samgöngur Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira