Samgönguráðherra segir að ræða þurfi veggjöld betur á Alþingi og í samfélaginu Heimir Már Pétursson skrifar 14. febrúar 2019 20:30 Samgönguráðherra segir að í nýsamþykktri samgönguáætlun felist ekki val á einni tiltekinni leið til fjármögnunar átaksverkefna í vegagerð, til að mynda með veggjöldum. Um sé að ræða mikla kerfisbreytingu sem kalli á umræðu á Alþingi og í samfélaginu öllu. Alþingi samþykkti nýlega samgönguáætlun og breytingartillögur sem fólu í sér tilmæli til samgönguráðherra að koma fram með frumvarp á næstu vikum um fjármögnun átaksverkefna í samgöngumálum þar sem horft yrði til veggjalda. Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra segist vera skoða fleiri leiðir. Meðal annars að nýta arðgreiðslur, eignatekjur og eingreiðslur til ríkisins. „Við ætlum einfaldlega að skoða þetta allt samþætt. Við tökum þessa umræðu í þinginu. Þá með frumvarpi þar sem heimild væri til að taka á þessu með gjaldtöku. Það má líka horfa á allar þessar mismunandi leiðir í bland,“ segir Sigurður Ingi. Tilgangurinn væri að geta framkvæmt meira á næstu árum til að auka skilvirkni og öryggi vegakerfisins. Jón Gunnarsson formaður samgöngunefndar sagði í fréttum okkar í vikunni að samgönguráðherra þyrfti að fara að gera upp hug sinn í þessum efnum. Ráðherra segist vinna samkvæmt stjórnarsáttmála, vilja Alþingis og fjármálaáætlun sem nú væri verið að vinna til næstu fimm ára. „Hvernig svo nákvæmlega fjármögnunin verður mun skýrast á næstu vikum og mánuðum. Sú umræða verður tekin í þinginu og í samfélaginu. Þetta er stórkostleg kerfisbreyting og það er mikilvægt að sem flestir séu með okkur í þeirri vegferð,“ segir samgönguráðherra. Hann vill meðal annars horfa til þess að nýta arðgreiðslur frá Landsvirkjun sem fjármálaráðherra hefur árum saman talað um að setja í þjóðarsjóð til að mæta óvæntum áföllum.Ertu búinn að ræða það við hann að þú viljir taka þessa peninga og setja þá í samgöngumálin? „Já, já við höfum rætt ólíkar leiðir. Þetta er ein af þeim leiðum sem við höfum rætt. Þær eru fleiri. Við erum að horfa á eignatekjur ríkisins og arðgreiðslur. Hvernig við getum nýtt þær.“Þannig að það er samstaða um það í ríkisstjórninni að nota jafnvel þetta fé frá Landsvirkjun í þessi mál? „Við erum að skoða þetta. Ég kom þessu fram til að menn áttuðu sig á því. Það er í samgönguáætlun ekki búið að velja eina leið,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson. Samgöngur Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Samgönguráðherra segir að í nýsamþykktri samgönguáætlun felist ekki val á einni tiltekinni leið til fjármögnunar átaksverkefna í vegagerð, til að mynda með veggjöldum. Um sé að ræða mikla kerfisbreytingu sem kalli á umræðu á Alþingi og í samfélaginu öllu. Alþingi samþykkti nýlega samgönguáætlun og breytingartillögur sem fólu í sér tilmæli til samgönguráðherra að koma fram með frumvarp á næstu vikum um fjármögnun átaksverkefna í samgöngumálum þar sem horft yrði til veggjalda. Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra segist vera skoða fleiri leiðir. Meðal annars að nýta arðgreiðslur, eignatekjur og eingreiðslur til ríkisins. „Við ætlum einfaldlega að skoða þetta allt samþætt. Við tökum þessa umræðu í þinginu. Þá með frumvarpi þar sem heimild væri til að taka á þessu með gjaldtöku. Það má líka horfa á allar þessar mismunandi leiðir í bland,“ segir Sigurður Ingi. Tilgangurinn væri að geta framkvæmt meira á næstu árum til að auka skilvirkni og öryggi vegakerfisins. Jón Gunnarsson formaður samgöngunefndar sagði í fréttum okkar í vikunni að samgönguráðherra þyrfti að fara að gera upp hug sinn í þessum efnum. Ráðherra segist vinna samkvæmt stjórnarsáttmála, vilja Alþingis og fjármálaáætlun sem nú væri verið að vinna til næstu fimm ára. „Hvernig svo nákvæmlega fjármögnunin verður mun skýrast á næstu vikum og mánuðum. Sú umræða verður tekin í þinginu og í samfélaginu. Þetta er stórkostleg kerfisbreyting og það er mikilvægt að sem flestir séu með okkur í þeirri vegferð,“ segir samgönguráðherra. Hann vill meðal annars horfa til þess að nýta arðgreiðslur frá Landsvirkjun sem fjármálaráðherra hefur árum saman talað um að setja í þjóðarsjóð til að mæta óvæntum áföllum.Ertu búinn að ræða það við hann að þú viljir taka þessa peninga og setja þá í samgöngumálin? „Já, já við höfum rætt ólíkar leiðir. Þetta er ein af þeim leiðum sem við höfum rætt. Þær eru fleiri. Við erum að horfa á eignatekjur ríkisins og arðgreiðslur. Hvernig við getum nýtt þær.“Þannig að það er samstaða um það í ríkisstjórninni að nota jafnvel þetta fé frá Landsvirkjun í þessi mál? „Við erum að skoða þetta. Ég kom þessu fram til að menn áttuðu sig á því. Það er í samgönguáætlun ekki búið að velja eina leið,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson.
Samgöngur Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira