Árið fyrirtaks sveppaár Davíð Stefánsson skrifar 13. ágúst 2019 07:15 Í íslenskri náttúru má finna fjölmarga matsveppi. Þessir eru þó útlenskir. Getty/ -Peter Schell „Árið í ár er fyrirtaks sveppaár. Það rignir vel og þá spretta upp sveppir,“ segir Guðríður Gyða Eyjólfsdóttir, sveppafræðingur á Náttúrufræðistofnun Íslands, sem verður í dag, þriðjudag, með fræðslu um sveppi á Amtsbókasafninu á Akureyri. Guðríður Gyða segir að venjulega fari lítið fyrir svepparíkinu þótt sveppir séu nánast alls staðar í ótrúlegu magni og fjölbreytileika. „Á sumrin birtast svo stundum aldin sveppa og sýna að þar er líkami svepps ofan í jörðinni eða inni í einhverju sem sveppurinn er að brjóta niður“. Að sögn Guðríðar Gyðu verður tínsla matsveppa sífellt algengari hér á landi. Íslenskar bækur um matsveppi hafa auðveldað fólki að safna og nýta sveppi til matargerðar. Hún segir að matsveppir af nokkrum tegundum séu ræktaðir í miklu magni víða um heim og að villtum matsveppum megi safna og nýta þá sem hráefni í matargerð. Í skógum vinna sveppir verk sín ansi víða. Svepprótarsveppir tengist rótum trjáa, útvega þeim vatn og áburðarefni og fá í staðinn hluta af því kolefni sem tréð bindur úr loftinu. „Svo eru aðrir sveppir sem brjóta niður dauðan við í skóginum og koma efnum úr honum aftur út í hringrás lífsins. Enn aðrir sjá um að brjóta niður dauð lauf eða lifa í jarðvegi og sjúga sér næringu úr honum. Stöku sveppir vaxa á skordýrum og lifa á kítíni meðan aðrir brjóta niður keratín, efnið í húð, ull, hári, hornum og klaufum,“ segir Guðríður Gyða.Guðríður Gyða Eyjólfsdóttir, sveppafræðingur á Náttúrufræðistofnun Íslands.Guðríður Gyða er ein fárra sveppafræðinga hér á landi. „Ég er líkast til eini ríkisrekni sveppafræðingurinn í fullu starfi,“ segir hún brosandi. Hún segist vera fyrrverandi landbúnaðarverkamaður, ættuð úr Hrunamannahreppi. Hún nam líffræði með áherslu á grasafræði við Háskóla Íslands. Síðan sveppafræði (mycology) við grasafræðideild Manitobaháskóla í Winnipeg í Kanada og útskrifaðist þaðan með doktorsgráðu árið 1990. Hún sinnir rannsóknum á íslenskum sveppum hjá Náttúrufræðistofnun Íslands og hefur umsjón með vísindalegu sveppasafni stofnunarinnar. Guðríður Gyða nýtir Facebook-hóp sem ber heitið „Funga Íslands – sveppir séu ætir eður ei“ til að kynna íslenska sveppi og svara spurningum almennings um þá. Hún minnir á að aðeins stöku tegund er góður matsveppur og hina étur maður ekki. Sumir þeirra eru eitraðir en aðrir bragðvondir. „Líkt og á við um alla matvöru skiptir miklu að sveppir séu sem ferskastir við neyslu,“ segir hún. Aldin ýmissa sveppa síðsumars fanga athyglina þar sem form aldina, áferð og litur vekja athygli. „Á kynningunni í dag ætla ég að segja frá því hvernig maður greinir sveppi og taka hattsveppi sem dæmi. Ég mun sýna erlendar sveppagreiningarbækur, söfnunarbúnað og hvernig maður safnar sér matsveppum, verkar þá fyrir neyslu og til frystingar og þurrkunar,“ segir Guðríður Gyða. Sveppafræðsla undir umsjón Guðríðar Gyðu er í dag kl. 17.00 Akureyri Birtist í Fréttablaðinu Matur Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Mögulegt að hitinn fari í tuttugu stig í fyrsta sinn í ár Veður Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Fleiri fréttir Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Sjá meira
„Árið í ár er fyrirtaks sveppaár. Það rignir vel og þá spretta upp sveppir,“ segir Guðríður Gyða Eyjólfsdóttir, sveppafræðingur á Náttúrufræðistofnun Íslands, sem verður í dag, þriðjudag, með fræðslu um sveppi á Amtsbókasafninu á Akureyri. Guðríður Gyða segir að venjulega fari lítið fyrir svepparíkinu þótt sveppir séu nánast alls staðar í ótrúlegu magni og fjölbreytileika. „Á sumrin birtast svo stundum aldin sveppa og sýna að þar er líkami svepps ofan í jörðinni eða inni í einhverju sem sveppurinn er að brjóta niður“. Að sögn Guðríðar Gyðu verður tínsla matsveppa sífellt algengari hér á landi. Íslenskar bækur um matsveppi hafa auðveldað fólki að safna og nýta sveppi til matargerðar. Hún segir að matsveppir af nokkrum tegundum séu ræktaðir í miklu magni víða um heim og að villtum matsveppum megi safna og nýta þá sem hráefni í matargerð. Í skógum vinna sveppir verk sín ansi víða. Svepprótarsveppir tengist rótum trjáa, útvega þeim vatn og áburðarefni og fá í staðinn hluta af því kolefni sem tréð bindur úr loftinu. „Svo eru aðrir sveppir sem brjóta niður dauðan við í skóginum og koma efnum úr honum aftur út í hringrás lífsins. Enn aðrir sjá um að brjóta niður dauð lauf eða lifa í jarðvegi og sjúga sér næringu úr honum. Stöku sveppir vaxa á skordýrum og lifa á kítíni meðan aðrir brjóta niður keratín, efnið í húð, ull, hári, hornum og klaufum,“ segir Guðríður Gyða.Guðríður Gyða Eyjólfsdóttir, sveppafræðingur á Náttúrufræðistofnun Íslands.Guðríður Gyða er ein fárra sveppafræðinga hér á landi. „Ég er líkast til eini ríkisrekni sveppafræðingurinn í fullu starfi,“ segir hún brosandi. Hún segist vera fyrrverandi landbúnaðarverkamaður, ættuð úr Hrunamannahreppi. Hún nam líffræði með áherslu á grasafræði við Háskóla Íslands. Síðan sveppafræði (mycology) við grasafræðideild Manitobaháskóla í Winnipeg í Kanada og útskrifaðist þaðan með doktorsgráðu árið 1990. Hún sinnir rannsóknum á íslenskum sveppum hjá Náttúrufræðistofnun Íslands og hefur umsjón með vísindalegu sveppasafni stofnunarinnar. Guðríður Gyða nýtir Facebook-hóp sem ber heitið „Funga Íslands – sveppir séu ætir eður ei“ til að kynna íslenska sveppi og svara spurningum almennings um þá. Hún minnir á að aðeins stöku tegund er góður matsveppur og hina étur maður ekki. Sumir þeirra eru eitraðir en aðrir bragðvondir. „Líkt og á við um alla matvöru skiptir miklu að sveppir séu sem ferskastir við neyslu,“ segir hún. Aldin ýmissa sveppa síðsumars fanga athyglina þar sem form aldina, áferð og litur vekja athygli. „Á kynningunni í dag ætla ég að segja frá því hvernig maður greinir sveppi og taka hattsveppi sem dæmi. Ég mun sýna erlendar sveppagreiningarbækur, söfnunarbúnað og hvernig maður safnar sér matsveppum, verkar þá fyrir neyslu og til frystingar og þurrkunar,“ segir Guðríður Gyða. Sveppafræðsla undir umsjón Guðríðar Gyðu er í dag kl. 17.00
Akureyri Birtist í Fréttablaðinu Matur Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Mögulegt að hitinn fari í tuttugu stig í fyrsta sinn í ár Veður Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Fleiri fréttir Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Sjá meira