Belgíski ferðamaðurinn sagður mikill heimshornaflakkari Kristín Ólafsdóttir skrifar 13. ágúst 2019 11:15 Leitarfólk kemur til með að leita á landi og á vatni. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm Maðurinn sem talið er að hafi fallið í Þingvallavatn heitir Björn Debecker og er 41 árs. Belgískir fjölmiðlar segja hann vera mikinn heimshornaflakkara sem komið hafi til yfir fimmtíu landa á ferðalögum sínum. Leitað hefur verið að honum við vatnið síðan á laugardag. Greint er frá nafni mannsins í belgískum fjölmiðlum og fjallað um leit íslenskrar lögreglu og björgunarsveita í Þingvallavatni. Í frétt HLN segir að Debecker sé tveggja barna faðir frá Leuven, menntaður verkfræðingur og mikill heimshornaflakkari. Hann hafi komið víða við á ferðalögum sínum um heiminn og m.a. tjaldað við jökulrætur í Alaska, skíðað í Ölpunum og kafað í Víetnam. Þá hafi hann einnig verið búsettur í Noregi á tímabili.Debecker er jafnframt sagður hafa leitað upplýsinga hjá þjóðgarðsvörðum áður en hann týndist. Þá virðist sem hann hafi gist í tjaldi við norðanvert vatnið, samkvæmt frétt HLN. Þar kemur auk þess fram fjölskylda Debeckers hafi verið látin vita af leitinni. Málið hafi fengið mjög á fjölskylduna, sem vildi ekki tjá sig um málið við miðilinn.Leit haldið áfram á morgun Lögregla á Suðurlandi gengur út frá því að Debecker hafi fallið útbyrðis er hann sigldi á kajak út á Þingvallavatn um helgina en umfangsmikil leit að honum hófst á laugardag. Lögregla hefur jafnframt verið í sambandi við aðstandendur hans, sem hafa ekkert heyrt í honum síðustu daga. Þá telur lögregla að „yfirgnæfandi líkur“ séu á því að hann sé í vatninu. Strekkingsvindur hefur verið á svæðinu síðan um helgina og hafa aðstæður til leitar verið slæmar. Hlé var gert á leitinni um hádegisbil í gær. Sveinn Kristján Rúnarsson yfirlögregluþjónn á Suðurlandi segir í samtali við Vísi nú í morgun að leit verði ekki haldið áfram fyrr en seinnipartinn á morgun. Leitað verður á vatni og gengið í fjörur. Þá hefur verið kannaður möguleiki á því að senda kafara frá sérsveit Ríkislögreglustjóra til að leita í vatninu. Sveinn segir að þeir bíði eftir hagstæðum veðurskilyrðum og verði vonandi sendir til leitar seinna í vikunni. Björgunarsveitir Grímsnes- og Grafningshreppur Lögreglumál Þingvellir Tengdar fréttir Leitin við Þingvallavatn hefst að nýju Leitin að manneskjunni sem gengið er út frá að hafi verið í bátnum sem fannst mannlaus á floti í Þingvallavatni síðdegis í gær hefst aftur um klukkan níu í dag. Hlé var gert á leitinni laust fyrir klukkan ellefu í gærkvöldi. 11. ágúst 2019 08:48 Báturinn og bakpokinn tilheyra sama manni Lögregla telur sig vita hverjum báturinn og bakpokinn tilheyrðu. 11. ágúst 2019 09:26 „Yfirgnæfandi líkur“ á að maðurinn hafi fallið í vatnið Leit lögreglunnar að erlendum ferðamanni í og við Þingvallavatn hefur enn engan árangur borið. 12. ágúst 2019 11:01 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fleiri fréttir Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Sjá meira
Maðurinn sem talið er að hafi fallið í Þingvallavatn heitir Björn Debecker og er 41 árs. Belgískir fjölmiðlar segja hann vera mikinn heimshornaflakkara sem komið hafi til yfir fimmtíu landa á ferðalögum sínum. Leitað hefur verið að honum við vatnið síðan á laugardag. Greint er frá nafni mannsins í belgískum fjölmiðlum og fjallað um leit íslenskrar lögreglu og björgunarsveita í Þingvallavatni. Í frétt HLN segir að Debecker sé tveggja barna faðir frá Leuven, menntaður verkfræðingur og mikill heimshornaflakkari. Hann hafi komið víða við á ferðalögum sínum um heiminn og m.a. tjaldað við jökulrætur í Alaska, skíðað í Ölpunum og kafað í Víetnam. Þá hafi hann einnig verið búsettur í Noregi á tímabili.Debecker er jafnframt sagður hafa leitað upplýsinga hjá þjóðgarðsvörðum áður en hann týndist. Þá virðist sem hann hafi gist í tjaldi við norðanvert vatnið, samkvæmt frétt HLN. Þar kemur auk þess fram fjölskylda Debeckers hafi verið látin vita af leitinni. Málið hafi fengið mjög á fjölskylduna, sem vildi ekki tjá sig um málið við miðilinn.Leit haldið áfram á morgun Lögregla á Suðurlandi gengur út frá því að Debecker hafi fallið útbyrðis er hann sigldi á kajak út á Þingvallavatn um helgina en umfangsmikil leit að honum hófst á laugardag. Lögregla hefur jafnframt verið í sambandi við aðstandendur hans, sem hafa ekkert heyrt í honum síðustu daga. Þá telur lögregla að „yfirgnæfandi líkur“ séu á því að hann sé í vatninu. Strekkingsvindur hefur verið á svæðinu síðan um helgina og hafa aðstæður til leitar verið slæmar. Hlé var gert á leitinni um hádegisbil í gær. Sveinn Kristján Rúnarsson yfirlögregluþjónn á Suðurlandi segir í samtali við Vísi nú í morgun að leit verði ekki haldið áfram fyrr en seinnipartinn á morgun. Leitað verður á vatni og gengið í fjörur. Þá hefur verið kannaður möguleiki á því að senda kafara frá sérsveit Ríkislögreglustjóra til að leita í vatninu. Sveinn segir að þeir bíði eftir hagstæðum veðurskilyrðum og verði vonandi sendir til leitar seinna í vikunni.
Björgunarsveitir Grímsnes- og Grafningshreppur Lögreglumál Þingvellir Tengdar fréttir Leitin við Þingvallavatn hefst að nýju Leitin að manneskjunni sem gengið er út frá að hafi verið í bátnum sem fannst mannlaus á floti í Þingvallavatni síðdegis í gær hefst aftur um klukkan níu í dag. Hlé var gert á leitinni laust fyrir klukkan ellefu í gærkvöldi. 11. ágúst 2019 08:48 Báturinn og bakpokinn tilheyra sama manni Lögregla telur sig vita hverjum báturinn og bakpokinn tilheyrðu. 11. ágúst 2019 09:26 „Yfirgnæfandi líkur“ á að maðurinn hafi fallið í vatnið Leit lögreglunnar að erlendum ferðamanni í og við Þingvallavatn hefur enn engan árangur borið. 12. ágúst 2019 11:01 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fleiri fréttir Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Sjá meira
Leitin við Þingvallavatn hefst að nýju Leitin að manneskjunni sem gengið er út frá að hafi verið í bátnum sem fannst mannlaus á floti í Þingvallavatni síðdegis í gær hefst aftur um klukkan níu í dag. Hlé var gert á leitinni laust fyrir klukkan ellefu í gærkvöldi. 11. ágúst 2019 08:48
Báturinn og bakpokinn tilheyra sama manni Lögregla telur sig vita hverjum báturinn og bakpokinn tilheyrðu. 11. ágúst 2019 09:26
„Yfirgnæfandi líkur“ á að maðurinn hafi fallið í vatnið Leit lögreglunnar að erlendum ferðamanni í og við Þingvallavatn hefur enn engan árangur borið. 12. ágúst 2019 11:01