Belgíski ferðamaðurinn sagður mikill heimshornaflakkari Kristín Ólafsdóttir skrifar 13. ágúst 2019 11:15 Leitarfólk kemur til með að leita á landi og á vatni. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm Maðurinn sem talið er að hafi fallið í Þingvallavatn heitir Björn Debecker og er 41 árs. Belgískir fjölmiðlar segja hann vera mikinn heimshornaflakkara sem komið hafi til yfir fimmtíu landa á ferðalögum sínum. Leitað hefur verið að honum við vatnið síðan á laugardag. Greint er frá nafni mannsins í belgískum fjölmiðlum og fjallað um leit íslenskrar lögreglu og björgunarsveita í Þingvallavatni. Í frétt HLN segir að Debecker sé tveggja barna faðir frá Leuven, menntaður verkfræðingur og mikill heimshornaflakkari. Hann hafi komið víða við á ferðalögum sínum um heiminn og m.a. tjaldað við jökulrætur í Alaska, skíðað í Ölpunum og kafað í Víetnam. Þá hafi hann einnig verið búsettur í Noregi á tímabili.Debecker er jafnframt sagður hafa leitað upplýsinga hjá þjóðgarðsvörðum áður en hann týndist. Þá virðist sem hann hafi gist í tjaldi við norðanvert vatnið, samkvæmt frétt HLN. Þar kemur auk þess fram fjölskylda Debeckers hafi verið látin vita af leitinni. Málið hafi fengið mjög á fjölskylduna, sem vildi ekki tjá sig um málið við miðilinn.Leit haldið áfram á morgun Lögregla á Suðurlandi gengur út frá því að Debecker hafi fallið útbyrðis er hann sigldi á kajak út á Þingvallavatn um helgina en umfangsmikil leit að honum hófst á laugardag. Lögregla hefur jafnframt verið í sambandi við aðstandendur hans, sem hafa ekkert heyrt í honum síðustu daga. Þá telur lögregla að „yfirgnæfandi líkur“ séu á því að hann sé í vatninu. Strekkingsvindur hefur verið á svæðinu síðan um helgina og hafa aðstæður til leitar verið slæmar. Hlé var gert á leitinni um hádegisbil í gær. Sveinn Kristján Rúnarsson yfirlögregluþjónn á Suðurlandi segir í samtali við Vísi nú í morgun að leit verði ekki haldið áfram fyrr en seinnipartinn á morgun. Leitað verður á vatni og gengið í fjörur. Þá hefur verið kannaður möguleiki á því að senda kafara frá sérsveit Ríkislögreglustjóra til að leita í vatninu. Sveinn segir að þeir bíði eftir hagstæðum veðurskilyrðum og verði vonandi sendir til leitar seinna í vikunni. Björgunarsveitir Grímsnes- og Grafningshreppur Lögreglumál Þingvellir Tengdar fréttir Leitin við Þingvallavatn hefst að nýju Leitin að manneskjunni sem gengið er út frá að hafi verið í bátnum sem fannst mannlaus á floti í Þingvallavatni síðdegis í gær hefst aftur um klukkan níu í dag. Hlé var gert á leitinni laust fyrir klukkan ellefu í gærkvöldi. 11. ágúst 2019 08:48 Báturinn og bakpokinn tilheyra sama manni Lögregla telur sig vita hverjum báturinn og bakpokinn tilheyrðu. 11. ágúst 2019 09:26 „Yfirgnæfandi líkur“ á að maðurinn hafi fallið í vatnið Leit lögreglunnar að erlendum ferðamanni í og við Þingvallavatn hefur enn engan árangur borið. 12. ágúst 2019 11:01 Mest lesið „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Erlent Farþeginn enn í haldi lögreglu Innlent Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Innlent Fólk farið að reykja kókaínið Innlent Borgarsögusafn gagnrýnir rangfærslur varðandi Holtsgötu 10 Innlent Fleiri fréttir Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Skilur vonbrigðin en hafnar því að hafa tekið óupplýsta ákvörðun Fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir fíkniefnainnflutning Vatnshæðin aðeins lækkað í Skaftá „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Borgarsögusafn gagnrýnir rangfærslur varðandi Holtsgötu 10 Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Húsbrot og líkamsárás Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Farþeginn enn í haldi lögreglu Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Slökkvilið kallað út vegna ammoníakleka Ummæli Þórunnar dapurleg Margt sem gildir enn í samstarfi Íslands og Bandaríkjanna Fólk farið að reykja kókaínið Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Sjá meira
Maðurinn sem talið er að hafi fallið í Þingvallavatn heitir Björn Debecker og er 41 árs. Belgískir fjölmiðlar segja hann vera mikinn heimshornaflakkara sem komið hafi til yfir fimmtíu landa á ferðalögum sínum. Leitað hefur verið að honum við vatnið síðan á laugardag. Greint er frá nafni mannsins í belgískum fjölmiðlum og fjallað um leit íslenskrar lögreglu og björgunarsveita í Þingvallavatni. Í frétt HLN segir að Debecker sé tveggja barna faðir frá Leuven, menntaður verkfræðingur og mikill heimshornaflakkari. Hann hafi komið víða við á ferðalögum sínum um heiminn og m.a. tjaldað við jökulrætur í Alaska, skíðað í Ölpunum og kafað í Víetnam. Þá hafi hann einnig verið búsettur í Noregi á tímabili.Debecker er jafnframt sagður hafa leitað upplýsinga hjá þjóðgarðsvörðum áður en hann týndist. Þá virðist sem hann hafi gist í tjaldi við norðanvert vatnið, samkvæmt frétt HLN. Þar kemur auk þess fram fjölskylda Debeckers hafi verið látin vita af leitinni. Málið hafi fengið mjög á fjölskylduna, sem vildi ekki tjá sig um málið við miðilinn.Leit haldið áfram á morgun Lögregla á Suðurlandi gengur út frá því að Debecker hafi fallið útbyrðis er hann sigldi á kajak út á Þingvallavatn um helgina en umfangsmikil leit að honum hófst á laugardag. Lögregla hefur jafnframt verið í sambandi við aðstandendur hans, sem hafa ekkert heyrt í honum síðustu daga. Þá telur lögregla að „yfirgnæfandi líkur“ séu á því að hann sé í vatninu. Strekkingsvindur hefur verið á svæðinu síðan um helgina og hafa aðstæður til leitar verið slæmar. Hlé var gert á leitinni um hádegisbil í gær. Sveinn Kristján Rúnarsson yfirlögregluþjónn á Suðurlandi segir í samtali við Vísi nú í morgun að leit verði ekki haldið áfram fyrr en seinnipartinn á morgun. Leitað verður á vatni og gengið í fjörur. Þá hefur verið kannaður möguleiki á því að senda kafara frá sérsveit Ríkislögreglustjóra til að leita í vatninu. Sveinn segir að þeir bíði eftir hagstæðum veðurskilyrðum og verði vonandi sendir til leitar seinna í vikunni.
Björgunarsveitir Grímsnes- og Grafningshreppur Lögreglumál Þingvellir Tengdar fréttir Leitin við Þingvallavatn hefst að nýju Leitin að manneskjunni sem gengið er út frá að hafi verið í bátnum sem fannst mannlaus á floti í Þingvallavatni síðdegis í gær hefst aftur um klukkan níu í dag. Hlé var gert á leitinni laust fyrir klukkan ellefu í gærkvöldi. 11. ágúst 2019 08:48 Báturinn og bakpokinn tilheyra sama manni Lögregla telur sig vita hverjum báturinn og bakpokinn tilheyrðu. 11. ágúst 2019 09:26 „Yfirgnæfandi líkur“ á að maðurinn hafi fallið í vatnið Leit lögreglunnar að erlendum ferðamanni í og við Þingvallavatn hefur enn engan árangur borið. 12. ágúst 2019 11:01 Mest lesið „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Erlent Farþeginn enn í haldi lögreglu Innlent Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Innlent Fólk farið að reykja kókaínið Innlent Borgarsögusafn gagnrýnir rangfærslur varðandi Holtsgötu 10 Innlent Fleiri fréttir Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Skilur vonbrigðin en hafnar því að hafa tekið óupplýsta ákvörðun Fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir fíkniefnainnflutning Vatnshæðin aðeins lækkað í Skaftá „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Borgarsögusafn gagnrýnir rangfærslur varðandi Holtsgötu 10 Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Húsbrot og líkamsárás Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Farþeginn enn í haldi lögreglu Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Slökkvilið kallað út vegna ammoníakleka Ummæli Þórunnar dapurleg Margt sem gildir enn í samstarfi Íslands og Bandaríkjanna Fólk farið að reykja kókaínið Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Sjá meira
Leitin við Þingvallavatn hefst að nýju Leitin að manneskjunni sem gengið er út frá að hafi verið í bátnum sem fannst mannlaus á floti í Þingvallavatni síðdegis í gær hefst aftur um klukkan níu í dag. Hlé var gert á leitinni laust fyrir klukkan ellefu í gærkvöldi. 11. ágúst 2019 08:48
Báturinn og bakpokinn tilheyra sama manni Lögregla telur sig vita hverjum báturinn og bakpokinn tilheyrðu. 11. ágúst 2019 09:26
„Yfirgnæfandi líkur“ á að maðurinn hafi fallið í vatnið Leit lögreglunnar að erlendum ferðamanni í og við Þingvallavatn hefur enn engan árangur borið. 12. ágúst 2019 11:01