Telja að hlaup verði í Múlakvísl á næstu vikum Kristín Ólafsdóttir skrifar 3. júlí 2019 15:07 Ferðaþjónustuaðilar sem sinna ferðaþjónustu á eða við jökulinn hafa verið upplýstir. Vísir/vilhelm Mælingar á Mýrdalsjökli benda til þess að hlaup geti komið í Múlakvísl á næstu vikum. Ekki er búist við stóru hlaupi en þó nokkru stærra en sést hefur undanfarin átta ár. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Almannavarnardeild ríkislögreglustjóra. Niðurstöður mælinga jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands benda til þess að rennsli í flóðtoppi gæti orðið nokkru meira en varð árið 2017, sem var í meira lagi, en sennilega töluvert minna en árið 2011. Hlaupið það ár tók af brúna á þjóðvegi eitt. Þannig er hámarksrennsli úr hlaupinu árið 2017 lauslega áætlað hafa verið nálægt 200 rúmmetrum á sekúndu niðri við þjóðveginn, sem er um 20% hámarksrennslis hlaupsins 2011 á sama stað. Ferðaþjónustuaðilar sem sinna ferðaþjónustu á eða við jökulinn hafa verið upplýstir og farið verður nánar yfir mögulegar aðgerðir komi til hlaups. Vísindamenn telja að einhver aðdragandi verði að hlaupinu en ekki er talin þörf á sérstökum lokunum fyrir umferð að sinni. Vandlega verður fylgst með ástandinu og gripið inn í ef vísbendingar eru um að hlaup sé að hefjast. Hér að neðan má nálgast upplýsingar frá Almannavörnum um hættur og leiðbeiningar í tengslum við hlaup í Múlakvísl.Hættur samfara hlaupum í Múlakvísl: 1. Hlaupvatn getur teppt leið frá þjóðvegi 1 inn að Kötlujökli vestan við Hafursey. 2. Hlaupvatn getur runnið yfir og teppt eða rofið þjóðveg 1 við brúna yfir Múlakvísl. 3. Hlaupvatn getur teppt leið í Þakgil. 4. Gasið brennisteinsvetni (H2S) getur verið í það miklu magni í andrúmslofti nærri ánni að það brenni slímhúðir í augum og í öndunarvegi.Leiðbeiningar: 1. Virðið lokanir og rýmingar ef til þeirra kemur. 2. Haldið ykkur fjarri ánni þegar hlaup er í gangi. 3. Forðist staði þar sem gasmengunar gætir svo sem meðfram ánni og lægðir nærri henni. Stöðvið ekki við brúna yfir Múlakvísl eða Skálm Almannavarnir Mýrdalshreppur Tengdar fréttir Rafleiðni hefur minnkað í Múlakvísl Litlar breytingar hafa komið fram á mælum Veðurstofu Íslands eftir að rennsli jókst í gær og litur árinnar breyttist. 6. janúar 2018 12:41 Lítið hlaup í Múlakvísl Lítið hlaup er í gangi í Múlakvísl á Mýrdalssandi. 15. janúar 2019 15:52 Föst á brúnni yfir Múlakvísl í sex tíma en neituðu að yfirgefa bílinn Vindhraði mældist upp í 65 metra á sekúndu í aftakaveðri á Suðausturlandi í morgun, plötur fuku af húsum í Vík, rúður brotnuðu í kyrrstæðum bílum og Vegagerðin lokaði mörgum vegum. 14. febrúar 2018 12:40 Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira
Mælingar á Mýrdalsjökli benda til þess að hlaup geti komið í Múlakvísl á næstu vikum. Ekki er búist við stóru hlaupi en þó nokkru stærra en sést hefur undanfarin átta ár. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Almannavarnardeild ríkislögreglustjóra. Niðurstöður mælinga jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands benda til þess að rennsli í flóðtoppi gæti orðið nokkru meira en varð árið 2017, sem var í meira lagi, en sennilega töluvert minna en árið 2011. Hlaupið það ár tók af brúna á þjóðvegi eitt. Þannig er hámarksrennsli úr hlaupinu árið 2017 lauslega áætlað hafa verið nálægt 200 rúmmetrum á sekúndu niðri við þjóðveginn, sem er um 20% hámarksrennslis hlaupsins 2011 á sama stað. Ferðaþjónustuaðilar sem sinna ferðaþjónustu á eða við jökulinn hafa verið upplýstir og farið verður nánar yfir mögulegar aðgerðir komi til hlaups. Vísindamenn telja að einhver aðdragandi verði að hlaupinu en ekki er talin þörf á sérstökum lokunum fyrir umferð að sinni. Vandlega verður fylgst með ástandinu og gripið inn í ef vísbendingar eru um að hlaup sé að hefjast. Hér að neðan má nálgast upplýsingar frá Almannavörnum um hættur og leiðbeiningar í tengslum við hlaup í Múlakvísl.Hættur samfara hlaupum í Múlakvísl: 1. Hlaupvatn getur teppt leið frá þjóðvegi 1 inn að Kötlujökli vestan við Hafursey. 2. Hlaupvatn getur runnið yfir og teppt eða rofið þjóðveg 1 við brúna yfir Múlakvísl. 3. Hlaupvatn getur teppt leið í Þakgil. 4. Gasið brennisteinsvetni (H2S) getur verið í það miklu magni í andrúmslofti nærri ánni að það brenni slímhúðir í augum og í öndunarvegi.Leiðbeiningar: 1. Virðið lokanir og rýmingar ef til þeirra kemur. 2. Haldið ykkur fjarri ánni þegar hlaup er í gangi. 3. Forðist staði þar sem gasmengunar gætir svo sem meðfram ánni og lægðir nærri henni. Stöðvið ekki við brúna yfir Múlakvísl eða Skálm
Almannavarnir Mýrdalshreppur Tengdar fréttir Rafleiðni hefur minnkað í Múlakvísl Litlar breytingar hafa komið fram á mælum Veðurstofu Íslands eftir að rennsli jókst í gær og litur árinnar breyttist. 6. janúar 2018 12:41 Lítið hlaup í Múlakvísl Lítið hlaup er í gangi í Múlakvísl á Mýrdalssandi. 15. janúar 2019 15:52 Föst á brúnni yfir Múlakvísl í sex tíma en neituðu að yfirgefa bílinn Vindhraði mældist upp í 65 metra á sekúndu í aftakaveðri á Suðausturlandi í morgun, plötur fuku af húsum í Vík, rúður brotnuðu í kyrrstæðum bílum og Vegagerðin lokaði mörgum vegum. 14. febrúar 2018 12:40 Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira
Rafleiðni hefur minnkað í Múlakvísl Litlar breytingar hafa komið fram á mælum Veðurstofu Íslands eftir að rennsli jókst í gær og litur árinnar breyttist. 6. janúar 2018 12:41
Föst á brúnni yfir Múlakvísl í sex tíma en neituðu að yfirgefa bílinn Vindhraði mældist upp í 65 metra á sekúndu í aftakaveðri á Suðausturlandi í morgun, plötur fuku af húsum í Vík, rúður brotnuðu í kyrrstæðum bílum og Vegagerðin lokaði mörgum vegum. 14. febrúar 2018 12:40