Næstu skref verði að taka mið af því að styrkja sjálfstæði dómstóla Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 20. mars 2019 14:03 Ingibjörg Þorsteinsdótitr er héraðsdómari og formaður Dómarafélags Íslands. vísir/vilhelm Stjórnvöld verða að spyrja sig hvort sú ákvörðun sem tekin verður í tengslum við Landsréttarmálið verði til þess fallin að styrkja sjálfstæði Landsréttar og auka trú fólks á dómstólum landsins. Þetta segir Ingibjörg Þorsteinsdóttir héraðsdómari og formaður Dómarafélags Íslands. Hún var einn af framsögumönnum á málþingi Lagastofnunar Háskóla Íslands um dóm MDE sem féll í Strassborg í síðustu viku um að ólöglega hefði verið staðið að skipan dómara við Landsrétt. Þá segir hún jafnframt brýnt að sú ákvörðun sem tekin verður þurfi að taka mið af því að auka skilvirkni Landsréttar sem allra fyrst. Ingibjörg segir að uppi sé stjórnskipuleg krísa því það sé ekkert í stjórnskipunarlögunum sem segi okkur hvað við getum gert í þeirri stöðu sem er komin upp. „Hvað geta stjórnvöld gert sem mun ekki rekast á við niðurstöðu Mannréttindadómstólsins?“ Aðrir framsögumenn á málþinginu vöktu athygli á því óréttlæti sem þeir fjórir dómarar sem voru skipaðir ólöglega við Landsrétt stæðu frammi fyrir. Staðan sé óþolandi og ólíðandi Ingibjörg tekur undir það sjónarmið en bætti einnig við að innan raða dómarafélags Íslands væri fólk sem hefði orðið fyrir verulegum miska vegna þess að gengið hafi verið fram hjá þeim með framferði dómsmálaráðherrans fyrrverandi. Þetta væri Hæstiréttur búinn að fallast á og einum verið greiddar miskabætur. Hún segir að málið hafi gert sér erfitt fyrir að gæta hagsmuna sinna félagsmanna sem sé fyrst og fremst að tryggja sjálfstæði dómstóla andspænis pólitíkinni og að tala máli sinna félagsmanna. „Þetta er staða sem er óþolandi og ólíðandi,“ segir Ingibjörg sem bætir við að allir ættu að geta verið sammála um að þetta mætti aldrei gerast aftur. Hún veltir því auk þess fyrir sér hvernig málið hljóti að hafa haft áhrif á áhuga fólks til að sækja um starf dómara. Það hljóti að velta fyrir sér hvort það muni lenda fyrir barðinu á þessari þeytivindu sem Landsréttarmálið hefur verið. Ingibjörg segir að þetta sé nú þegar búið að vera afar langt ferli sem hafi skapað deilur, óróa og dómsmál og varpað algjörum skugga á allt það jákvæða sem tilkoma þessa nýja dómstigs átti að hafa í för með sér fyrir borgara þessa lands. Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Dómur MDE kom varaforseta Landsréttar verulega á óvart Án þess að vera að hvetja til óhlýðni vill Davíð Þór Björgvinsson, varaforseti Landsréttar, vekja athygli á því að ríkisstjórnin hafi mjög mikið svigrúm um það hvernig hún vinnur úr dómnum. 20. mars 2019 13:35 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Fleiri fréttir Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Sjá meira
Stjórnvöld verða að spyrja sig hvort sú ákvörðun sem tekin verður í tengslum við Landsréttarmálið verði til þess fallin að styrkja sjálfstæði Landsréttar og auka trú fólks á dómstólum landsins. Þetta segir Ingibjörg Þorsteinsdóttir héraðsdómari og formaður Dómarafélags Íslands. Hún var einn af framsögumönnum á málþingi Lagastofnunar Háskóla Íslands um dóm MDE sem féll í Strassborg í síðustu viku um að ólöglega hefði verið staðið að skipan dómara við Landsrétt. Þá segir hún jafnframt brýnt að sú ákvörðun sem tekin verður þurfi að taka mið af því að auka skilvirkni Landsréttar sem allra fyrst. Ingibjörg segir að uppi sé stjórnskipuleg krísa því það sé ekkert í stjórnskipunarlögunum sem segi okkur hvað við getum gert í þeirri stöðu sem er komin upp. „Hvað geta stjórnvöld gert sem mun ekki rekast á við niðurstöðu Mannréttindadómstólsins?“ Aðrir framsögumenn á málþinginu vöktu athygli á því óréttlæti sem þeir fjórir dómarar sem voru skipaðir ólöglega við Landsrétt stæðu frammi fyrir. Staðan sé óþolandi og ólíðandi Ingibjörg tekur undir það sjónarmið en bætti einnig við að innan raða dómarafélags Íslands væri fólk sem hefði orðið fyrir verulegum miska vegna þess að gengið hafi verið fram hjá þeim með framferði dómsmálaráðherrans fyrrverandi. Þetta væri Hæstiréttur búinn að fallast á og einum verið greiddar miskabætur. Hún segir að málið hafi gert sér erfitt fyrir að gæta hagsmuna sinna félagsmanna sem sé fyrst og fremst að tryggja sjálfstæði dómstóla andspænis pólitíkinni og að tala máli sinna félagsmanna. „Þetta er staða sem er óþolandi og ólíðandi,“ segir Ingibjörg sem bætir við að allir ættu að geta verið sammála um að þetta mætti aldrei gerast aftur. Hún veltir því auk þess fyrir sér hvernig málið hljóti að hafa haft áhrif á áhuga fólks til að sækja um starf dómara. Það hljóti að velta fyrir sér hvort það muni lenda fyrir barðinu á þessari þeytivindu sem Landsréttarmálið hefur verið. Ingibjörg segir að þetta sé nú þegar búið að vera afar langt ferli sem hafi skapað deilur, óróa og dómsmál og varpað algjörum skugga á allt það jákvæða sem tilkoma þessa nýja dómstigs átti að hafa í för með sér fyrir borgara þessa lands.
Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Dómur MDE kom varaforseta Landsréttar verulega á óvart Án þess að vera að hvetja til óhlýðni vill Davíð Þór Björgvinsson, varaforseti Landsréttar, vekja athygli á því að ríkisstjórnin hafi mjög mikið svigrúm um það hvernig hún vinnur úr dómnum. 20. mars 2019 13:35 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Fleiri fréttir Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Sjá meira
Dómur MDE kom varaforseta Landsréttar verulega á óvart Án þess að vera að hvetja til óhlýðni vill Davíð Þór Björgvinsson, varaforseti Landsréttar, vekja athygli á því að ríkisstjórnin hafi mjög mikið svigrúm um það hvernig hún vinnur úr dómnum. 20. mars 2019 13:35