Dáði Sigmund Davíð en segir viðbrögðin barnaleg: „Mér finnst þeir reiðir út í allt og alla“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 26. janúar 2019 17:58 Sigrún Magnúsdóttir fyrrverandi utanríkisráðherra segir að það hafi verið erfitt að fylgjast með viðbrögðum fyrrverandi samflokksmanna hennar. Sigrún Magnúsdóttir fyrrverandi umhverfisráðherra og fyrrverandi samflokksmaður Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar segir viðbrögð Klaustursmanna vera barnaleg. „Manni líður bara mjög illa yfir þessu öllu saman. Þetta eru samherjar eins og þú segir. Ég vann náttúrulega mest með Sigmundi Davíð og dáði hann fyrir margra hluta sakir. Þetta hefur bara verið erfiður tími. Mér finnst þeir reiðir út í allt og alla.“ Þetta segir Sigrún en hún var gestur ásamt Benedikt Jóhannessyni fyrrverandi fjármálaráðherra, Sonju Þorbergsdóttur formanni BSRB og Jóni Trausta Reynissyni ritstjóra Stundarinnar í útvarpsþættinum Vikulokunum á Rás 1 í morgun. „Þetta var mjög alvarlegur atburður sem gerðist þarna á þessum fræga bar,“ segir Sigrún sem segir Klaustursmenn benda út og suður þegar hreinlegast væri að axla ábyrgð á gjörðum sínum. Að mati Sigrúnar ættu þeir að hætta að „vera reiðir út í allt og alla og reyna að njóta þess sem gott er,“ eins og Sigrún komst að orði. Hún vildi þó ekki leggja dóm á það hvort þeim væri sætt áfram á Alþingi því hann sé sérstakur vinnustaður. „Sá sem situr þar inni lýtur því að hafa verið kosinn í frjálsum kosningum og hefur það lið á bak við sig og á meðan það styður viðkomandi er hann þingmaður að mínu mati,“ segir Sigrún.Sonja Þorbergsdóttir segir að baktal falli undir siðareglur þingsins sem lúti að einelti og áreitni.FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINKBaktal ein birtingarmynd eineltis Sonja Þorbergsdóttir formaður BSRB segir að viðkvæðið í iðulega að „Alþingi sé svo sérstakur vinnustaður“ en henni finnst mikilvægt að halda því til haga að siðareglur Alþingis fjalli um bann við einelti og áreitni. „Ein af birtingarmyndum þess er baktal,“ segir Sonja og bætir við að það sé stór misskilningur að ummælin sem voru látin falla á Klaustur bar falli ekki undir skilgreiningar siðareglnanna vegna þess að þeir sem urðu fyrir illu umtali þingmannanna hafi ekki verið viðstaddir. Hún segir að málið varði annars vegar slæma vinnustaðamenningu og hins vegar trúverðugleika umræddra þingmanna.Jón Trausti Reynisson ritstjóri Stundarinnar fjallaði um viðbrögð Klaustursmanna í Vikulokunum í dag.Vísir/ÞÞTelur Klaustursmenn hafa tekið yfirvegaða ákvörðun um viðbrögð Jón Trausti Reynisson ritstjóri Stundarinnar tekur undir gagnrýni Sigrúnar vegna viðbragða Klaustursmanna. Honum virðist að þeir hafi tekið yfirvegaða ákvörðun að „hjóla í allt og annað, gera allt vitlaust og fá athygli“. Hann tekur mið af „stórkarlalegum yfirlýsingum“ Sigmundar Davíðs í fjölmiðlum og segir að slík nálgun geti verið til hagsbóta fyrir ákveðna þingmenn. „Við höfum séð það til dæmis í Bandaríkjunum að það getur hjálpað þér að ákveðinn hópur kjósenda kunni vel að meta þetta,“ segir Jón Trausti sem bætir þó við að skýringar á borð við stóla, reiðhjól og eins og hálfs sólarhrings óminni vegna drykkju gangi tæplega upp. „Ég held að samfélagið í heild sinni yrði bættara, eins og hefur verið sagt hérna, að menn gætu axlað ábyrgð á því að hafa hegðað sér mjög illa“. Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Óvinsælt og ólíklegt að Bergþór gegni áfram formennsku í nefnd Gunnar Bragi Sveinsson og Bergþór Ólason komu óvænt aftur til starfa í gær. Í samtölum við Fréttablaðið undrast margir þingmenn þessa ákvörðun þeirra. 25. janúar 2019 06:00 Segir 36 stunda „blackout“ Gunnars Braga geta bent til heilabilunar Gunnar sagðist velta fyrir sér hvað hefði gengið á en geðlæknir hefur ritað pistil um málið. 25. janúar 2019 14:13 Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Fleiri fréttir „Beint frá býli dagurinn“ bíður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sjá meira
Sigrún Magnúsdóttir fyrrverandi umhverfisráðherra og fyrrverandi samflokksmaður Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar segir viðbrögð Klaustursmanna vera barnaleg. „Manni líður bara mjög illa yfir þessu öllu saman. Þetta eru samherjar eins og þú segir. Ég vann náttúrulega mest með Sigmundi Davíð og dáði hann fyrir margra hluta sakir. Þetta hefur bara verið erfiður tími. Mér finnst þeir reiðir út í allt og alla.“ Þetta segir Sigrún en hún var gestur ásamt Benedikt Jóhannessyni fyrrverandi fjármálaráðherra, Sonju Þorbergsdóttur formanni BSRB og Jóni Trausta Reynissyni ritstjóra Stundarinnar í útvarpsþættinum Vikulokunum á Rás 1 í morgun. „Þetta var mjög alvarlegur atburður sem gerðist þarna á þessum fræga bar,“ segir Sigrún sem segir Klaustursmenn benda út og suður þegar hreinlegast væri að axla ábyrgð á gjörðum sínum. Að mati Sigrúnar ættu þeir að hætta að „vera reiðir út í allt og alla og reyna að njóta þess sem gott er,“ eins og Sigrún komst að orði. Hún vildi þó ekki leggja dóm á það hvort þeim væri sætt áfram á Alþingi því hann sé sérstakur vinnustaður. „Sá sem situr þar inni lýtur því að hafa verið kosinn í frjálsum kosningum og hefur það lið á bak við sig og á meðan það styður viðkomandi er hann þingmaður að mínu mati,“ segir Sigrún.Sonja Þorbergsdóttir segir að baktal falli undir siðareglur þingsins sem lúti að einelti og áreitni.FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINKBaktal ein birtingarmynd eineltis Sonja Þorbergsdóttir formaður BSRB segir að viðkvæðið í iðulega að „Alþingi sé svo sérstakur vinnustaður“ en henni finnst mikilvægt að halda því til haga að siðareglur Alþingis fjalli um bann við einelti og áreitni. „Ein af birtingarmyndum þess er baktal,“ segir Sonja og bætir við að það sé stór misskilningur að ummælin sem voru látin falla á Klaustur bar falli ekki undir skilgreiningar siðareglnanna vegna þess að þeir sem urðu fyrir illu umtali þingmannanna hafi ekki verið viðstaddir. Hún segir að málið varði annars vegar slæma vinnustaðamenningu og hins vegar trúverðugleika umræddra þingmanna.Jón Trausti Reynisson ritstjóri Stundarinnar fjallaði um viðbrögð Klaustursmanna í Vikulokunum í dag.Vísir/ÞÞTelur Klaustursmenn hafa tekið yfirvegaða ákvörðun um viðbrögð Jón Trausti Reynisson ritstjóri Stundarinnar tekur undir gagnrýni Sigrúnar vegna viðbragða Klaustursmanna. Honum virðist að þeir hafi tekið yfirvegaða ákvörðun að „hjóla í allt og annað, gera allt vitlaust og fá athygli“. Hann tekur mið af „stórkarlalegum yfirlýsingum“ Sigmundar Davíðs í fjölmiðlum og segir að slík nálgun geti verið til hagsbóta fyrir ákveðna þingmenn. „Við höfum séð það til dæmis í Bandaríkjunum að það getur hjálpað þér að ákveðinn hópur kjósenda kunni vel að meta þetta,“ segir Jón Trausti sem bætir þó við að skýringar á borð við stóla, reiðhjól og eins og hálfs sólarhrings óminni vegna drykkju gangi tæplega upp. „Ég held að samfélagið í heild sinni yrði bættara, eins og hefur verið sagt hérna, að menn gætu axlað ábyrgð á því að hafa hegðað sér mjög illa“.
Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Óvinsælt og ólíklegt að Bergþór gegni áfram formennsku í nefnd Gunnar Bragi Sveinsson og Bergþór Ólason komu óvænt aftur til starfa í gær. Í samtölum við Fréttablaðið undrast margir þingmenn þessa ákvörðun þeirra. 25. janúar 2019 06:00 Segir 36 stunda „blackout“ Gunnars Braga geta bent til heilabilunar Gunnar sagðist velta fyrir sér hvað hefði gengið á en geðlæknir hefur ritað pistil um málið. 25. janúar 2019 14:13 Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Fleiri fréttir „Beint frá býli dagurinn“ bíður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sjá meira
Óvinsælt og ólíklegt að Bergþór gegni áfram formennsku í nefnd Gunnar Bragi Sveinsson og Bergþór Ólason komu óvænt aftur til starfa í gær. Í samtölum við Fréttablaðið undrast margir þingmenn þessa ákvörðun þeirra. 25. janúar 2019 06:00
Segir 36 stunda „blackout“ Gunnars Braga geta bent til heilabilunar Gunnar sagðist velta fyrir sér hvað hefði gengið á en geðlæknir hefur ritað pistil um málið. 25. janúar 2019 14:13