Hafró leggur til þriggja prósenta aukningu á aflamarki þorsks Birgir Olgeirsson skrifar 13. júní 2019 10:43 Gert er ráð fyrir að viðmiðunarstofn verði svipaður að stærð eða minnki á næstu árum. Fréttablaðið/GVA Hafrannsóknastofnun ráðleggur þriggja prósenta aukningu á aflamarki þorsks, en fari ráðherra eftir ráðleggingum stofnunarinnar mun þorskveiðikvótinn fara úr 264.437 tonnum í 272.411 tonn fyrir fiskveiðiárið 2019/2020. Þetta kemur fram í úttekt Hafrannsóknastofnunar á ástandi nytjastofna og ráðgjöf fyrir næsta fiskveiðiár sem kynnt var í dag. Samkvæmt stofnmatinu í ár er stærð viðmiðunarstofns svipuð og árið 2018. Árgangar frá 2013 og 2014 eru við langtímameðaltal en árgangarnir frá 2016 og 2017 eru undir meðaltali. Fyrsta mat á 2018 árganginum bendir til að hann sé fyrir neðan langtímameðaltal. Gert er ráð fyrir að viðmiðunarstofn verði svipaður að stærð eða minnki á næstu árum.Aflamark ýsu lækkar um 28 prósent Samkvæmt endurskoðaðri aflareglu verður aflamark ýsu 41.823 tonn fiskveiðárið 2019/2020 sem er 28% lækkun frá fiskveiðiárinu 2018/2019 en svipað ráðgjöfinni fyrir fiskveiðiárið 2017/2018. Ástæða lækkunarinnar er lækkun á veiðihlutfalli í aflareglu ýsu úr 0.40 í 0.35 auk þess sem að spá um vöxt 2014 árgangsins gekk ekki eftir. Aflaregla ýsu var rýnd af Alþjóðahafrannsóknaráðinu (ICES) og var niðurstaðan að veiðihlutfall upp á 0.4 samræmdist ekki varúðarsjónarmiðum vegna breytinga sem orðið hafa í kynþroska ýsu sem verður nú kynþroska stærri og eldri en áður. Gert er ráð fyrir að viðmiðunarstofn ýsu stækki á næstu tveimur árum en dali svo. Aflaregla ufsa var einnig tekin fyrir af ICES og er hún talin samræmast varúðarsjónarmiðum. Samkvæmt aflareglunni verður aflamark ufsa 80.588 tonn fiskveiðiárið 2019/2020 sem er aukning um 2% frá síðasta ári.Grálúða lækkar um 12 prósent Árgangar gullkarfa hafa verið með lakasta móti frá 2006 og af þeim sökum hefur hrygningarstofn minnkað. Samkvæmt aflareglu verður heildaraflamark gullkarfa 2019/2020 því 43.568 tonn sem er svipuð ráðgjöf og fyrir síðasta fiskveiðár. Ráðgjöf fyrir grálúðu lækkar um 12% frá fyrra ári og er 21.360 tonn fyrir fiskveiðárið 2019/2020.Síldin lækkar um 2 prósent Stofn íslensku sumargotssíldarinnar hefur minnkað ört á undanförnum árum vegna slakrar nýliðunar og frumdýrasýkingar í stofninum. Þannig hefur stofninn minnkað um nær 60% á undanförnum áratug. Ekki er að vænta mikilla breytinga á stofnstærðinni á næstu árum þar sem árgangar sem eru að koma inn í veiðistofninn eru metnir litlir og sýkingarhlutfall mælist hátt. Samkvæmt aflareglu fyrir síld verður aflamark næsta fiskveiðiárs um 34.572 tonn, sem er 2% lækkun frá yfirstandandi fiskveiðiári. Nýliðunarvísitölur margra stofna eins og hlýra, gullkarfa og blálöngu hafa verið lágar undanfarin ár. Ef svo fer sem horfir mun veiði úr þessum stofnum dragast verulega saman á næstu árum. Sjávarútvegur Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
Hafrannsóknastofnun ráðleggur þriggja prósenta aukningu á aflamarki þorsks, en fari ráðherra eftir ráðleggingum stofnunarinnar mun þorskveiðikvótinn fara úr 264.437 tonnum í 272.411 tonn fyrir fiskveiðiárið 2019/2020. Þetta kemur fram í úttekt Hafrannsóknastofnunar á ástandi nytjastofna og ráðgjöf fyrir næsta fiskveiðiár sem kynnt var í dag. Samkvæmt stofnmatinu í ár er stærð viðmiðunarstofns svipuð og árið 2018. Árgangar frá 2013 og 2014 eru við langtímameðaltal en árgangarnir frá 2016 og 2017 eru undir meðaltali. Fyrsta mat á 2018 árganginum bendir til að hann sé fyrir neðan langtímameðaltal. Gert er ráð fyrir að viðmiðunarstofn verði svipaður að stærð eða minnki á næstu árum.Aflamark ýsu lækkar um 28 prósent Samkvæmt endurskoðaðri aflareglu verður aflamark ýsu 41.823 tonn fiskveiðárið 2019/2020 sem er 28% lækkun frá fiskveiðiárinu 2018/2019 en svipað ráðgjöfinni fyrir fiskveiðiárið 2017/2018. Ástæða lækkunarinnar er lækkun á veiðihlutfalli í aflareglu ýsu úr 0.40 í 0.35 auk þess sem að spá um vöxt 2014 árgangsins gekk ekki eftir. Aflaregla ýsu var rýnd af Alþjóðahafrannsóknaráðinu (ICES) og var niðurstaðan að veiðihlutfall upp á 0.4 samræmdist ekki varúðarsjónarmiðum vegna breytinga sem orðið hafa í kynþroska ýsu sem verður nú kynþroska stærri og eldri en áður. Gert er ráð fyrir að viðmiðunarstofn ýsu stækki á næstu tveimur árum en dali svo. Aflaregla ufsa var einnig tekin fyrir af ICES og er hún talin samræmast varúðarsjónarmiðum. Samkvæmt aflareglunni verður aflamark ufsa 80.588 tonn fiskveiðiárið 2019/2020 sem er aukning um 2% frá síðasta ári.Grálúða lækkar um 12 prósent Árgangar gullkarfa hafa verið með lakasta móti frá 2006 og af þeim sökum hefur hrygningarstofn minnkað. Samkvæmt aflareglu verður heildaraflamark gullkarfa 2019/2020 því 43.568 tonn sem er svipuð ráðgjöf og fyrir síðasta fiskveiðár. Ráðgjöf fyrir grálúðu lækkar um 12% frá fyrra ári og er 21.360 tonn fyrir fiskveiðárið 2019/2020.Síldin lækkar um 2 prósent Stofn íslensku sumargotssíldarinnar hefur minnkað ört á undanförnum árum vegna slakrar nýliðunar og frumdýrasýkingar í stofninum. Þannig hefur stofninn minnkað um nær 60% á undanförnum áratug. Ekki er að vænta mikilla breytinga á stofnstærðinni á næstu árum þar sem árgangar sem eru að koma inn í veiðistofninn eru metnir litlir og sýkingarhlutfall mælist hátt. Samkvæmt aflareglu fyrir síld verður aflamark næsta fiskveiðiárs um 34.572 tonn, sem er 2% lækkun frá yfirstandandi fiskveiðiári. Nýliðunarvísitölur margra stofna eins og hlýra, gullkarfa og blálöngu hafa verið lágar undanfarin ár. Ef svo fer sem horfir mun veiði úr þessum stofnum dragast verulega saman á næstu árum.
Sjávarútvegur Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira