Dansað við Listasafn Samúels í Selárdal Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 12. júní 2019 18:00 Danshópurinn Core Dance frá Bandaríkjunum flytur gjörninginn. Listasafn Samúels í Selárdal í Arnarfirði mun taka þátt í heimsviðburðinum Global Water Dances á laugardaginn 15. júní klukkan 15. Um er að ræða dansgjörning, einn af 170 sem fara fram samtímis á jafn mörgum stöðum í heiminum og miða að því að vekja fólk til vitundar um hamfarahlýnun af mannavöldum. Þeir eiga að varpa ljósi á vatnsbúskap hvers svæðis fyrir sig og þau vandamál sem uppi eru varðandi vatn og vatnsskort. Hér á landi má til dæmis gera ráð fyrir að jöklarnir hverfi innan 100-200 ára verði ekkert að gert. Danshópurinn Core Dance frá Bandaríkjunum mun flytja dansgjörninginn í Selárdal. Hópurinn er nútímadansflokkur sem hefur unnið til verðlauna og hefur aðalbækistöðvar sínar í Atlanta í Georgíufylki og í Houston í Texas. Listrænn stjórnandi Core Dance er Sue Schroeder. Viðburðurinn verður í streymi á vefnum globalwaterdances.org. Hann markar upphaf sumardagskrár í Listasafni Samúels undir heitinu Sambasumar. Frítt er inn á viðburðinn en tekið við frjálsum framlögum vegna uppbyggingar safnsins á reikning 512-26-4404, kt. 440398-2949. Birtist í Fréttablaðinu Dans Mest lesið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Listasafn Samúels í Selárdal í Arnarfirði mun taka þátt í heimsviðburðinum Global Water Dances á laugardaginn 15. júní klukkan 15. Um er að ræða dansgjörning, einn af 170 sem fara fram samtímis á jafn mörgum stöðum í heiminum og miða að því að vekja fólk til vitundar um hamfarahlýnun af mannavöldum. Þeir eiga að varpa ljósi á vatnsbúskap hvers svæðis fyrir sig og þau vandamál sem uppi eru varðandi vatn og vatnsskort. Hér á landi má til dæmis gera ráð fyrir að jöklarnir hverfi innan 100-200 ára verði ekkert að gert. Danshópurinn Core Dance frá Bandaríkjunum mun flytja dansgjörninginn í Selárdal. Hópurinn er nútímadansflokkur sem hefur unnið til verðlauna og hefur aðalbækistöðvar sínar í Atlanta í Georgíufylki og í Houston í Texas. Listrænn stjórnandi Core Dance er Sue Schroeder. Viðburðurinn verður í streymi á vefnum globalwaterdances.org. Hann markar upphaf sumardagskrár í Listasafni Samúels undir heitinu Sambasumar. Frítt er inn á viðburðinn en tekið við frjálsum framlögum vegna uppbyggingar safnsins á reikning 512-26-4404, kt. 440398-2949.
Birtist í Fréttablaðinu Dans Mest lesið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira