Samningsaðilar ræða launaliðinn mjög stíft Nadine Guðrún Yaghi skrifar 31. mars 2019 19:00 Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir að steytt hafi á umræðunni um launaliðinn í kjaraviðræðum sex stéttarfélaga við Samtök atvinnulífsins en deiluaðilar hafa fundað stíft í dag. Umræða um vinnutímabreytingar sé nokkurn veginn úr vegi. Fundur stóð enn yfir hjá Eflingu, VR og fjögurra annarra stéttarfélaga með Samtökum atvinnulífsins og Ríkissáttasemjara á sjöunda tímanum en hann hófst í hádeginu. „Það er búið að vinna stíft og báðir aðilar eru að vinna greiningarvinnu út af fyrir sig og þess á milli er verið að funda og það er samtal í gangi,“ segir Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar. Það hafi steytt á umræðunni um launaliðinn. „Það hefur líka steytt á umræðu um vinnutímabreytingar. Nú, annar af þessum ásteytingarsteinum sýnist mér að sé nokkurn veginn úr vegi en það er verið að ræða launaliðinn mjög stíft,“ segir Viðar. Að óbreyttu hefjast svokölluð háannatímaverkföll hjá bílstjórum almenningsvagna Kynnisferða í fyrramálið en þau munu hafa töluverð áhrif á tíu strætóleiðir á höfuðborgarsvæðinu. Bílstjórar leggja niður störf frá klukkan sjö til níu í fyrramálið og aftur frá klukkan fjögur til sex síðdegis. „Það [verkfallið] mun fara fram og ekkert sem bendir til annars. Okkar áætlun um sólarhringsverkföll á miðvikudag, fimmtudag og föstudag, hún stendur enn og við biðjum okkar félagsmenn að vera í startholum að framfylgja þeirri aðgerð en að sjálfsögðu er aldrei að vita hvað getur gerst í viðræðunum.“ Hann býst við því að fundað verði fram á kvöld. „Ég er allavega ekki að fara heim í kvöldmat.“ Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Landið mun betur undirbúið fyrir skell í efnahagslífinu en áður Gylfi Zoega hagfræðiprófessor segir það vera í höndum aðila vinnumarkaðarins hvernig efnahagslífið hérlendis mun þróast næstu mánuði og jafnvel ár. Hann segir landið vera of dýrt og því þurfi að fara varlega í launahækkanir. 31. mars 2019 12:42 Samningaviðræður gangi vel en samninga ekki að vænta í dag Skýrst gæti á næstu dögum hvort gangi saman á milli SA og sex verkalýðsfélaga. Verkföll hafa að óbreyttu áhrif á strætósamgöngur frá og með morgundeginum. 31. mars 2019 12:21 Ofsögum sagt að gengið verði frá kjarasamningi á morgun Formaður Verkalýðsfélags Akraness (VLFA) segist ekki geta staðfest að gengið verði frá kjarasamningi á morgun, líkt og Mbl hafði eftir heimildarmönnum sínum í kvöld, enda sé enn töluverð vinna eftir. 30. mars 2019 22:15 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Sjá meira
Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir að steytt hafi á umræðunni um launaliðinn í kjaraviðræðum sex stéttarfélaga við Samtök atvinnulífsins en deiluaðilar hafa fundað stíft í dag. Umræða um vinnutímabreytingar sé nokkurn veginn úr vegi. Fundur stóð enn yfir hjá Eflingu, VR og fjögurra annarra stéttarfélaga með Samtökum atvinnulífsins og Ríkissáttasemjara á sjöunda tímanum en hann hófst í hádeginu. „Það er búið að vinna stíft og báðir aðilar eru að vinna greiningarvinnu út af fyrir sig og þess á milli er verið að funda og það er samtal í gangi,“ segir Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar. Það hafi steytt á umræðunni um launaliðinn. „Það hefur líka steytt á umræðu um vinnutímabreytingar. Nú, annar af þessum ásteytingarsteinum sýnist mér að sé nokkurn veginn úr vegi en það er verið að ræða launaliðinn mjög stíft,“ segir Viðar. Að óbreyttu hefjast svokölluð háannatímaverkföll hjá bílstjórum almenningsvagna Kynnisferða í fyrramálið en þau munu hafa töluverð áhrif á tíu strætóleiðir á höfuðborgarsvæðinu. Bílstjórar leggja niður störf frá klukkan sjö til níu í fyrramálið og aftur frá klukkan fjögur til sex síðdegis. „Það [verkfallið] mun fara fram og ekkert sem bendir til annars. Okkar áætlun um sólarhringsverkföll á miðvikudag, fimmtudag og föstudag, hún stendur enn og við biðjum okkar félagsmenn að vera í startholum að framfylgja þeirri aðgerð en að sjálfsögðu er aldrei að vita hvað getur gerst í viðræðunum.“ Hann býst við því að fundað verði fram á kvöld. „Ég er allavega ekki að fara heim í kvöldmat.“
Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Landið mun betur undirbúið fyrir skell í efnahagslífinu en áður Gylfi Zoega hagfræðiprófessor segir það vera í höndum aðila vinnumarkaðarins hvernig efnahagslífið hérlendis mun þróast næstu mánuði og jafnvel ár. Hann segir landið vera of dýrt og því þurfi að fara varlega í launahækkanir. 31. mars 2019 12:42 Samningaviðræður gangi vel en samninga ekki að vænta í dag Skýrst gæti á næstu dögum hvort gangi saman á milli SA og sex verkalýðsfélaga. Verkföll hafa að óbreyttu áhrif á strætósamgöngur frá og með morgundeginum. 31. mars 2019 12:21 Ofsögum sagt að gengið verði frá kjarasamningi á morgun Formaður Verkalýðsfélags Akraness (VLFA) segist ekki geta staðfest að gengið verði frá kjarasamningi á morgun, líkt og Mbl hafði eftir heimildarmönnum sínum í kvöld, enda sé enn töluverð vinna eftir. 30. mars 2019 22:15 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Sjá meira
Landið mun betur undirbúið fyrir skell í efnahagslífinu en áður Gylfi Zoega hagfræðiprófessor segir það vera í höndum aðila vinnumarkaðarins hvernig efnahagslífið hérlendis mun þróast næstu mánuði og jafnvel ár. Hann segir landið vera of dýrt og því þurfi að fara varlega í launahækkanir. 31. mars 2019 12:42
Samningaviðræður gangi vel en samninga ekki að vænta í dag Skýrst gæti á næstu dögum hvort gangi saman á milli SA og sex verkalýðsfélaga. Verkföll hafa að óbreyttu áhrif á strætósamgöngur frá og með morgundeginum. 31. mars 2019 12:21
Ofsögum sagt að gengið verði frá kjarasamningi á morgun Formaður Verkalýðsfélags Akraness (VLFA) segist ekki geta staðfest að gengið verði frá kjarasamningi á morgun, líkt og Mbl hafði eftir heimildarmönnum sínum í kvöld, enda sé enn töluverð vinna eftir. 30. mars 2019 22:15