„Við munum væntanlega bara afhenda ráðherra lyklana að útgerðunum okkar“ Þorbjörn Þórðarson skrifar 13. júní 2019 18:30 Smábátaútgerðir ætla að höfða skaðabótamál á hendur íslenska ríkinu verði frumvarp um kvótasetningu á makríl að lögum. Málshöfðunin er meðal annars til komin vegna breytinga atvinnuveganefndar Alþingis á frumvarpinu sem fyrirtækin telja að gangi í berhögg við jafnræðisreglu stjórnarskrár. Önnur umræða um frumvarp sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um stjórn veiða á makríl stendur nú yfir á Alþingi. Sú leið að miða úthlutun kvóta við veiðireynslu bestu tíu ára af síðustu ellefu felur í sér mikla skerðingu á veiðiheimildum lítilla útgerðarfyrirtækja, sem hófu makrílveiðar á síðustu sex til sjö árum. Mun þetta í reynd færa miklar heimildir frá minnstu og viðkvæmustu útgerðum landsins til stærstu útgerðarfyrirtækjanna. Verði frumvarpið að lögum munu uppsjávarskip í eigu stærri útgerðarfyrirtækja fá 15 prósent meira af úthlutuðum makrílkvóta. Frystiskip missa tíu prósent af sínum kvóta, ísfisktogarar í eigu meðalstórra útgerðarfyrirtækja missa 40 prósent af kvótanum sínum og krókaskip í eigu lítilla útgerða missa 45 prósent. Eitt það umdeildasta í frumvarpinu eru breytingartillögur meirihluta atvinnuveganefndar sem fela í sér að makrílkvóti skiptist í tvo flokka, A- og B-flokk. Í B-flokki verða línu- og handfærabátar og verður þeim óheimilt að framselja kvótann en öll önnur skip sem eru með makrílkvóta í A-flokki þurfa ekki að þola slíkar skerðingar á heimildum sínum. Þau fyrirtæki sem standa að Félagi makrílveiðimanna hafa ákveðið að höfða skaðabótamál á hendur íslenska ríkinu verði frumvarpið að lögum en þau telja miklum vafa undirorpið að frumvarpið, eins og það lítur út núna eftir breytingar meirihluta atvinnuveganefndar Alþingis, standist jafnræðisreglu stjórnarskrár. Í álitsgerð sem lögmaðurinn Jóhannes Bjarni Björnsson vann fyrir félagið segir að það sé „afar ósennilegt að það standist kröfur stjórnarskrár um jafnræði við úthlutun aflaheimilda í makríl, að tilteknir bátar eða útgerðir fá aflaheimildir sem séu takmarkaðri en aðrar aflaheimildir sem úthlutað er á sama tíma.“ „Það er alveg greinilegt að í þessu frumvarpi er verið að hygla stórútgerðinni og við sjáum okkur ekki fært að reka þessar útgerðir miðað við þær forsendur sem nú liggja fyrir. Við sjáum ekkert annað í stöðunni en að fara í mál við ríkið og útgerðirnar hafa nú þegar lagt félaginu til fjármagn til að undirbúa þessi málaferli,“ segir Ásmundur Skeggjason, talsmaður Félags makrílveiðimanna. Ásmundur segir að rekstrarforsendur þessara smábátaútgerða séu í reynd brostnar. „Við munum væntanlega bara afhenda ráðherra lyklana að útgerðunum okkar og leyfa honum að ráðstafa því sem eftir er þangað sem hann vill.“ Alþingi Sjávarútvegur Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Fleiri fréttir Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Sjá meira
Smábátaútgerðir ætla að höfða skaðabótamál á hendur íslenska ríkinu verði frumvarp um kvótasetningu á makríl að lögum. Málshöfðunin er meðal annars til komin vegna breytinga atvinnuveganefndar Alþingis á frumvarpinu sem fyrirtækin telja að gangi í berhögg við jafnræðisreglu stjórnarskrár. Önnur umræða um frumvarp sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um stjórn veiða á makríl stendur nú yfir á Alþingi. Sú leið að miða úthlutun kvóta við veiðireynslu bestu tíu ára af síðustu ellefu felur í sér mikla skerðingu á veiðiheimildum lítilla útgerðarfyrirtækja, sem hófu makrílveiðar á síðustu sex til sjö árum. Mun þetta í reynd færa miklar heimildir frá minnstu og viðkvæmustu útgerðum landsins til stærstu útgerðarfyrirtækjanna. Verði frumvarpið að lögum munu uppsjávarskip í eigu stærri útgerðarfyrirtækja fá 15 prósent meira af úthlutuðum makrílkvóta. Frystiskip missa tíu prósent af sínum kvóta, ísfisktogarar í eigu meðalstórra útgerðarfyrirtækja missa 40 prósent af kvótanum sínum og krókaskip í eigu lítilla útgerða missa 45 prósent. Eitt það umdeildasta í frumvarpinu eru breytingartillögur meirihluta atvinnuveganefndar sem fela í sér að makrílkvóti skiptist í tvo flokka, A- og B-flokk. Í B-flokki verða línu- og handfærabátar og verður þeim óheimilt að framselja kvótann en öll önnur skip sem eru með makrílkvóta í A-flokki þurfa ekki að þola slíkar skerðingar á heimildum sínum. Þau fyrirtæki sem standa að Félagi makrílveiðimanna hafa ákveðið að höfða skaðabótamál á hendur íslenska ríkinu verði frumvarpið að lögum en þau telja miklum vafa undirorpið að frumvarpið, eins og það lítur út núna eftir breytingar meirihluta atvinnuveganefndar Alþingis, standist jafnræðisreglu stjórnarskrár. Í álitsgerð sem lögmaðurinn Jóhannes Bjarni Björnsson vann fyrir félagið segir að það sé „afar ósennilegt að það standist kröfur stjórnarskrár um jafnræði við úthlutun aflaheimilda í makríl, að tilteknir bátar eða útgerðir fá aflaheimildir sem séu takmarkaðri en aðrar aflaheimildir sem úthlutað er á sama tíma.“ „Það er alveg greinilegt að í þessu frumvarpi er verið að hygla stórútgerðinni og við sjáum okkur ekki fært að reka þessar útgerðir miðað við þær forsendur sem nú liggja fyrir. Við sjáum ekkert annað í stöðunni en að fara í mál við ríkið og útgerðirnar hafa nú þegar lagt félaginu til fjármagn til að undirbúa þessi málaferli,“ segir Ásmundur Skeggjason, talsmaður Félags makrílveiðimanna. Ásmundur segir að rekstrarforsendur þessara smábátaútgerða séu í reynd brostnar. „Við munum væntanlega bara afhenda ráðherra lyklana að útgerðunum okkar og leyfa honum að ráðstafa því sem eftir er þangað sem hann vill.“
Alþingi Sjávarútvegur Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Fleiri fréttir Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Sjá meira