Hafna öllum kröfum um stöðvun framkvæmda við Hvalárvirkjun Kristín Ólafsdóttir skrifar 19. júlí 2019 17:30 Svæði við Hvalárósa. Mynd/Tómas Guðbjartsson Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur til bráðabirgða hafnað kröfum landeigenda og umhverfisverndarsamtaka um stöðvun framkvæmda við fyrirhugaða Hvalárvirkjun í Ófeigsfirði. Eigendur jarðarinnar Drangavíkur í Árneshreppi lýsa yfir miklum vonbrigðum vegna ákvörðunarinnar. Málið á sér nokkuð langan aðdraganda. Hreppsnefnd Árneshrepps samþykkti deiliskipulag fyrir fyrsta áfanga Hvalárvirkjunar í mars. Á fundi þann 12. Júní síðastliðinn samþykkti nefndin jafnframt umsókn Vesturverks ehf. um framkvæmdaleyfi fyrir vinnuvegum og efnistöku vegna rannsókna fyrir Hvalárvirkjun. Á sama fundi í júní samþykkti nefndin framkvæmdaleyfi vegna viðhalds á Ófeigsfjarðarvegi.Sjá einnig: Stöðvaði gröfu VesturVerks Landeigendur í Drangavík í Árneshreppi á Ströndum kærðu í kjölfarið þessar ákvarðanir hreppsnefndar til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Náttúruverndarsamtökin Landvernd, Náttúruverndarsamtök Íslands, Rjúkandi, Ungir umhverfissinnar og ÓFEIG náttúrvernd, auk fleiri landeigenda á svæðinu, kærðu einnig ákvörðun hreppsins um að veita Vesturverki framkvæmdaleyfið. Kærendur kröfðust þess að ákvarðanirnar verði felldar úr gildi, að réttaráhrifum deiliskipulags yrði frestað og framkvæmdir stöðvaðar á meðan málið er til meðferðar fyrir úrskurðarnefndinni. Kærurnar voru teknar fyrir á fundi úrskurðarnefndar í dag. Í niðurstöðu nefndarinnar kemur m.a. fram að með þeim framkvæmdum sem hafa verið samþykktar og fara munu fram sumarið 2019 sé ekki til staðar sú hætta á óafturkræfu tjóni að leiði eigi til stöðvunar framkvæmda á meðan málið er til efnislegrar meðferðar fyrir nefndinni. Er öllum kröfum kærenda þannig hafnað til bráðabirgða. Ákveðinn skilningur þó fólginn í úrskurðinum Eigendur meirihluta jarðarinnar Drangavíkur í Árneshreppi, sem eru í hópi kærenda, lýsa yfir miklum vonbrigðum með þessa ákvörðun í yfirlýsingu sem send var á fjölmiðla í kjölfar bráðabirgðaniðurstöðu úrskurðarnefndar. „Yfirvofandi framkvæmdir munu valda óafturkræfum umhverfisspjöllum, sama þó Vesturverk fullyrði annað. Við Hvalárósa áformar Vesturverk að moka upp mörg þúsund tonnum af efni, slétta plan fyrir vinnubúðir við ármót Hvalár og Rjúkandi og leggja stálgrindarbrú yfir ána. Þá eru fornminjar í hættu vegna vegaframkvæmda,“ segir í yfirlýsingu landeigendanna. Þó er lýst yfir ánægju með það að úrskurðarnefndin hyggist halda efnismeðferð kærunnar áfram og telja landeigendur þá ákvörðun sýna „ákveðinn skilning“ á aðstæðum. „[…] og að í niðurstöðu sinni bendir hún [úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála] Vesturverki á að það beri alla áhættu af því að hefja framkvæmdir meðan ekki liggur fyrir endanleg niðurstaða um lögmæti þeirra.“ Árneshreppur Deilur um Hvalárvirkjun Orkumál Umhverfismál Tengdar fréttir VesturVerk segir kortið sett fram til að tefja framkvæmdir Talsmaður VesturVerks segir að kæra byggð á nýju landamerkjakorti sé sett fram til að tefja framkvæmdir við Hvalárvirkjun. Þessu hafnar teiknarinn. Málið snýst um túlkun á skjali frá 19. öld. 6. júlí 2019 09:00 Framkvæmdir halda áfram eins og engin kæra hafi borist Framkvæmdaraðili heldur sínu striki þangað til úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála kemst að niðurstöðu. 9. júlí 2019 12:15 Mest lesið Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Fleiri fréttir Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Sjá meira
Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur til bráðabirgða hafnað kröfum landeigenda og umhverfisverndarsamtaka um stöðvun framkvæmda við fyrirhugaða Hvalárvirkjun í Ófeigsfirði. Eigendur jarðarinnar Drangavíkur í Árneshreppi lýsa yfir miklum vonbrigðum vegna ákvörðunarinnar. Málið á sér nokkuð langan aðdraganda. Hreppsnefnd Árneshrepps samþykkti deiliskipulag fyrir fyrsta áfanga Hvalárvirkjunar í mars. Á fundi þann 12. Júní síðastliðinn samþykkti nefndin jafnframt umsókn Vesturverks ehf. um framkvæmdaleyfi fyrir vinnuvegum og efnistöku vegna rannsókna fyrir Hvalárvirkjun. Á sama fundi í júní samþykkti nefndin framkvæmdaleyfi vegna viðhalds á Ófeigsfjarðarvegi.Sjá einnig: Stöðvaði gröfu VesturVerks Landeigendur í Drangavík í Árneshreppi á Ströndum kærðu í kjölfarið þessar ákvarðanir hreppsnefndar til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Náttúruverndarsamtökin Landvernd, Náttúruverndarsamtök Íslands, Rjúkandi, Ungir umhverfissinnar og ÓFEIG náttúrvernd, auk fleiri landeigenda á svæðinu, kærðu einnig ákvörðun hreppsins um að veita Vesturverki framkvæmdaleyfið. Kærendur kröfðust þess að ákvarðanirnar verði felldar úr gildi, að réttaráhrifum deiliskipulags yrði frestað og framkvæmdir stöðvaðar á meðan málið er til meðferðar fyrir úrskurðarnefndinni. Kærurnar voru teknar fyrir á fundi úrskurðarnefndar í dag. Í niðurstöðu nefndarinnar kemur m.a. fram að með þeim framkvæmdum sem hafa verið samþykktar og fara munu fram sumarið 2019 sé ekki til staðar sú hætta á óafturkræfu tjóni að leiði eigi til stöðvunar framkvæmda á meðan málið er til efnislegrar meðferðar fyrir nefndinni. Er öllum kröfum kærenda þannig hafnað til bráðabirgða. Ákveðinn skilningur þó fólginn í úrskurðinum Eigendur meirihluta jarðarinnar Drangavíkur í Árneshreppi, sem eru í hópi kærenda, lýsa yfir miklum vonbrigðum með þessa ákvörðun í yfirlýsingu sem send var á fjölmiðla í kjölfar bráðabirgðaniðurstöðu úrskurðarnefndar. „Yfirvofandi framkvæmdir munu valda óafturkræfum umhverfisspjöllum, sama þó Vesturverk fullyrði annað. Við Hvalárósa áformar Vesturverk að moka upp mörg þúsund tonnum af efni, slétta plan fyrir vinnubúðir við ármót Hvalár og Rjúkandi og leggja stálgrindarbrú yfir ána. Þá eru fornminjar í hættu vegna vegaframkvæmda,“ segir í yfirlýsingu landeigendanna. Þó er lýst yfir ánægju með það að úrskurðarnefndin hyggist halda efnismeðferð kærunnar áfram og telja landeigendur þá ákvörðun sýna „ákveðinn skilning“ á aðstæðum. „[…] og að í niðurstöðu sinni bendir hún [úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála] Vesturverki á að það beri alla áhættu af því að hefja framkvæmdir meðan ekki liggur fyrir endanleg niðurstaða um lögmæti þeirra.“
Árneshreppur Deilur um Hvalárvirkjun Orkumál Umhverfismál Tengdar fréttir VesturVerk segir kortið sett fram til að tefja framkvæmdir Talsmaður VesturVerks segir að kæra byggð á nýju landamerkjakorti sé sett fram til að tefja framkvæmdir við Hvalárvirkjun. Þessu hafnar teiknarinn. Málið snýst um túlkun á skjali frá 19. öld. 6. júlí 2019 09:00 Framkvæmdir halda áfram eins og engin kæra hafi borist Framkvæmdaraðili heldur sínu striki þangað til úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála kemst að niðurstöðu. 9. júlí 2019 12:15 Mest lesið Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Fleiri fréttir Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Sjá meira
VesturVerk segir kortið sett fram til að tefja framkvæmdir Talsmaður VesturVerks segir að kæra byggð á nýju landamerkjakorti sé sett fram til að tefja framkvæmdir við Hvalárvirkjun. Þessu hafnar teiknarinn. Málið snýst um túlkun á skjali frá 19. öld. 6. júlí 2019 09:00
Framkvæmdir halda áfram eins og engin kæra hafi borist Framkvæmdaraðili heldur sínu striki þangað til úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála kemst að niðurstöðu. 9. júlí 2019 12:15