Vissu ekki að Mateusz fór frá Íslandi Kristinn Haukur Guðnason skrifar 19. júlí 2019 06:00 Mateusz Tynski er enn ófundinn. ITAKA samtökin. Fjölskylda Mateusz Tynski hafði ekki vitneskju um að hann væri á leiðinni úr landi. Þetta segir Karol Tynski, bróðir hans. Hann hafði síðast samband við þau þann 28. febrúar síðastliðinn og hvarf hans uppgötvaðist ekki fyrr en í maí. Ekki er vitað hvort Mateusz ætlaði að heimsækja heimaland sitt eða flytja alfarið til baka. Að sögn Karols átti hann bifreið á Íslandi. „Hann sagði engum að hann væri á leiðinni,“ segir Karol. „Hann flutti til Íslands fyrir fjórum árum og hefur flogið heim þrisvar sinnum síðan þá. Þetta er mjög óeðlilegt því að hann hefur verið í símasambandi við foreldra mína um það bil einu sinni í viku allan tímann. Lengsti tíminn sem hann hefur ekki verið í sambandi eru tvær vikur.“ Karol segir að Mateusz hafi flutt til Íslands til að hafa betri tekjur. Lengst af hafi hann starfað hjá fiskvinnslu en hann veit ekki hvaða. Hann veit ekki til þess að Mateusz hafi verið í neinum vandræðum hér á Íslandi. Að minnsta kosti átti hann ekki við nein vandamál að stríða áður en hann flutti hingað. „Mateusz er þögull maður,“ segir Karol. „Við höfum látið lögregluna hérna vita og leit er hafin hér.“ Eins og áður hefur komið fram stendur leit ekki yfir á Íslandi en óskað er eftir öllum upplýsingum sem gætu nýst við leitina ytra. Fjölskylda Mateusz, í Slesíuhéraði í Póllandi, er ekki stór. Hann er ókvæntur og barnlaus. Karol veit ekki hverja hann umgekkst á Íslandi. Eftir að auglýsingar um hvarf hans voru birtar í samfélagsmiðlahópum Pólverja á Íslandi hefur enginn stigið fram sem segist þekkja hann. Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Pólland Tengdar fréttir Auglýst eftir pólskum manni Auglýst er eftir pólskum manni, Mateusz Tynski, sem búsettur var hér á Íslandi. 17. júlí 2019 06:00 Kannski hefur einhver séð hann Pólska sendiráðið á Íslandi var upplýst um hvarf Mateusz Tynski fyrir nokkrum vikum. 18. júlí 2019 06:00 Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Innlent Fleiri fréttir MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Sjá meira
Fjölskylda Mateusz Tynski hafði ekki vitneskju um að hann væri á leiðinni úr landi. Þetta segir Karol Tynski, bróðir hans. Hann hafði síðast samband við þau þann 28. febrúar síðastliðinn og hvarf hans uppgötvaðist ekki fyrr en í maí. Ekki er vitað hvort Mateusz ætlaði að heimsækja heimaland sitt eða flytja alfarið til baka. Að sögn Karols átti hann bifreið á Íslandi. „Hann sagði engum að hann væri á leiðinni,“ segir Karol. „Hann flutti til Íslands fyrir fjórum árum og hefur flogið heim þrisvar sinnum síðan þá. Þetta er mjög óeðlilegt því að hann hefur verið í símasambandi við foreldra mína um það bil einu sinni í viku allan tímann. Lengsti tíminn sem hann hefur ekki verið í sambandi eru tvær vikur.“ Karol segir að Mateusz hafi flutt til Íslands til að hafa betri tekjur. Lengst af hafi hann starfað hjá fiskvinnslu en hann veit ekki hvaða. Hann veit ekki til þess að Mateusz hafi verið í neinum vandræðum hér á Íslandi. Að minnsta kosti átti hann ekki við nein vandamál að stríða áður en hann flutti hingað. „Mateusz er þögull maður,“ segir Karol. „Við höfum látið lögregluna hérna vita og leit er hafin hér.“ Eins og áður hefur komið fram stendur leit ekki yfir á Íslandi en óskað er eftir öllum upplýsingum sem gætu nýst við leitina ytra. Fjölskylda Mateusz, í Slesíuhéraði í Póllandi, er ekki stór. Hann er ókvæntur og barnlaus. Karol veit ekki hverja hann umgekkst á Íslandi. Eftir að auglýsingar um hvarf hans voru birtar í samfélagsmiðlahópum Pólverja á Íslandi hefur enginn stigið fram sem segist þekkja hann.
Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Pólland Tengdar fréttir Auglýst eftir pólskum manni Auglýst er eftir pólskum manni, Mateusz Tynski, sem búsettur var hér á Íslandi. 17. júlí 2019 06:00 Kannski hefur einhver séð hann Pólska sendiráðið á Íslandi var upplýst um hvarf Mateusz Tynski fyrir nokkrum vikum. 18. júlí 2019 06:00 Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Innlent Fleiri fréttir MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Sjá meira
Auglýst eftir pólskum manni Auglýst er eftir pólskum manni, Mateusz Tynski, sem búsettur var hér á Íslandi. 17. júlí 2019 06:00
Kannski hefur einhver séð hann Pólska sendiráðið á Íslandi var upplýst um hvarf Mateusz Tynski fyrir nokkrum vikum. 18. júlí 2019 06:00