Innlent

Auglýst eftir pólskum manni

Kristinn Haukur Guðnason skrifar
Mateusz Tynski.
Mateusz Tynski. Auglýsing ITAKA

Auglýst er eftir pólskum manni, Mateusz Tynski, sem búsettur var hér á Íslandi. Samkvæmt auglýsingum samtakanna ITAKA, sem leita að týndu fólki, sást hann síðast í Sandgerði 28. febrúar.

„Ég skutlaði honum í flug og hef ekkert séð hann meira. Hann var á leiðinni til Póllands,“ segir íslenskur nágranni Mateusz í Sandgerði við Fréttablaðið. „Hann var búinn að búa hérna í nokkur ár. Þetta er rólyndisdrengur og þægilegur náungi.“

Sævar segist ekki hafa orðið var við neina óreglu á Mateusz en að hann sé frekar mikill einfari.

Lögreglan á Suðurnesjum hafði ekki upplýsingar um hvarf Mateusz og ekki náðist í sendiráð Póllands fyrir vinnslu þessarar fréttar.

Mateusz er 29 ára gamall, 177 sentimetrar á hæð og með brún augu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.