Endurheimti tengslin við ellefu ára son sinn á Laugaveginum: „Pabbi, ég elska þig“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 22. ágúst 2019 15:15 Grein Halpern birtist í New York Times. Skjáskot Þegar Bandaríkjamaðurinn Jake Halpern var farinn að óttast að áhugi ellefu ára sonar hans á umgangast föður sinn væri farinn að dvína brá hann á það að ráð að styrkja tengslin með því að bjóða syninum að ganga með sér Laugaveginn. Úr varð ævintýraför þar sem feðgarnir styrktu tengslin sín á milli svo um munaði.Halpern skrifar um ferðalagið til Íslands á ferðavef bandaríska dagblaðsins New York Times. Lýsir hann því hvernig samtölin við son hans, Sebastian að nafni, höfðu með árunum orðið æ styttri, enda væri strákurinn að æða í átt að fullorðinsárum.Úr varð að Halpern bókaði flug til Íslands og seldi syni sínum ferðina með því að gera út á hversu mikið ævintýri þetta myndi verða, þetta væri hætturför um ævintýraslóðir. „Pabbi, er þetta vegur?“ spurði Sebastian eftir að rútunni sem þeir ferðuðust með hafði verið ekið dágóða stund eftir slóðanum í átt að Landmannalaugum. View this post on InstagramA post shared by Jake Halpern (@jake.halpern.author) on Aug 23, 2018 at 10:58am PDT„Ekki líta á okkur sem feðga, við erum bara nánir vinir“ Þegar komið var í Landmannalaugar hittu feðgarnir skálavörðinn Heiðrúnu Ólafsdóttur, sem hafði að sögn Halpern meðal annars dvalið vetrarlangt á staðnum, ein, aðeins með mýsnar með félagsskap. „Ég drap mýsnar,“ hefur Halpern eftir Heiðrúnu í greininni. „Ég sá samt eftir því, þá fyrst varð ég alein.“ Heiðrún athugaði búnað þeirra fegða, gaf þeim upplýsingar um hvers þeir mættu vænta á leiðinni. Áður en þeir héldu af stað sagðist Halpern hafa ætlað að létta aðeins á syni sínum og færa búnað úr bakpoka hans yfir í sinn. Sebastian tók það ekki í mál. „Ekki líta á okkur sem feðga. Við erum bara nánir vinir, og jafningar,“ sagði Sebastian stoltur með prakkarasvip. Þeir héldu af stað og náðu fyrir kvöldið í skálann við Hrafntinnusker. View this post on InstagramA post shared by Jake Halpern (@jake.halpern.author) on Aug 29, 2018 at 5:34pm PDTHjartnæm stund eftir að hafa vaðið á Daginn eftir var stefnan tekinn á skálann við Álftavatn. Það reyndist þeim erfitt. Þeir lögðu snemma af stað og segir Halpern að þeim hafi fundist þeir verið einir á ferð. Það var kalt, og blautt. „Sebastian kvartaði ekki en ég sá að honum var kalt,“ skrifar Halpern og ekki bætti úr skák þegar þeir þurftu að vaða á á leiðinni. „Vatnið var svo kalt að við fundum ekki fyrir löppunum á okkur. Þegar við komumst yfir á hinn bakkann var Sebastian skjálfandi,“ skrifar Halpern sem beygði sig niður, lagaði sokkana og reimaði skóna á son sinn. „Pabbi, ég elska þig,“ heyrðist í lágróma Sebastian. „Ég elska þig líka,“ svaraði Halpern. View this post on InstagramA post shared by Jake Halpern (@jake.halpern.author) on Aug 23, 2018 at 10:57am PDTVildi heyra ævisöguna Eftir að komið var í Álftavatn byrjaði sólin að skína og allt varð örlítið auðveldara. Tengslin á milli feðganna höfðu styrkst. „Pabbi, segðu mér ævisöguna þína,“ spurði Sebastian. Halpern hélt að sonur sinn væri að grínast. Svo var ekki og Sebastian fékk því að heyra söguna af því hvernig foreldrar hans höfðu hist, hvar pabbi hans hafði verið þann 11. september 2001 og margt fleira. „Hann sagði mér ýmislegt líka. Hann sagði mér frá minningum sem hann átti frá því að hann var fimm ára, þegar við áttum heima í Indlandi,“ skrifar Halpern. Þetta var yndislegt, sem og ferðin öll. „Bráðum myndi hið daglega líf hefjast, skólinn hefjast. Dagarnir líða. Sonur minn vaxa úr grasi. En núna, tókst mér að leika á tímann.“Lesa má grein Halpern um ferðalagið hér. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Erlent Fleiri fréttir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Sjá meira
Þegar Bandaríkjamaðurinn Jake Halpern var farinn að óttast að áhugi ellefu ára sonar hans á umgangast föður sinn væri farinn að dvína brá hann á það að ráð að styrkja tengslin með því að bjóða syninum að ganga með sér Laugaveginn. Úr varð ævintýraför þar sem feðgarnir styrktu tengslin sín á milli svo um munaði.Halpern skrifar um ferðalagið til Íslands á ferðavef bandaríska dagblaðsins New York Times. Lýsir hann því hvernig samtölin við son hans, Sebastian að nafni, höfðu með árunum orðið æ styttri, enda væri strákurinn að æða í átt að fullorðinsárum.Úr varð að Halpern bókaði flug til Íslands og seldi syni sínum ferðina með því að gera út á hversu mikið ævintýri þetta myndi verða, þetta væri hætturför um ævintýraslóðir. „Pabbi, er þetta vegur?“ spurði Sebastian eftir að rútunni sem þeir ferðuðust með hafði verið ekið dágóða stund eftir slóðanum í átt að Landmannalaugum. View this post on InstagramA post shared by Jake Halpern (@jake.halpern.author) on Aug 23, 2018 at 10:58am PDT„Ekki líta á okkur sem feðga, við erum bara nánir vinir“ Þegar komið var í Landmannalaugar hittu feðgarnir skálavörðinn Heiðrúnu Ólafsdóttur, sem hafði að sögn Halpern meðal annars dvalið vetrarlangt á staðnum, ein, aðeins með mýsnar með félagsskap. „Ég drap mýsnar,“ hefur Halpern eftir Heiðrúnu í greininni. „Ég sá samt eftir því, þá fyrst varð ég alein.“ Heiðrún athugaði búnað þeirra fegða, gaf þeim upplýsingar um hvers þeir mættu vænta á leiðinni. Áður en þeir héldu af stað sagðist Halpern hafa ætlað að létta aðeins á syni sínum og færa búnað úr bakpoka hans yfir í sinn. Sebastian tók það ekki í mál. „Ekki líta á okkur sem feðga. Við erum bara nánir vinir, og jafningar,“ sagði Sebastian stoltur með prakkarasvip. Þeir héldu af stað og náðu fyrir kvöldið í skálann við Hrafntinnusker. View this post on InstagramA post shared by Jake Halpern (@jake.halpern.author) on Aug 29, 2018 at 5:34pm PDTHjartnæm stund eftir að hafa vaðið á Daginn eftir var stefnan tekinn á skálann við Álftavatn. Það reyndist þeim erfitt. Þeir lögðu snemma af stað og segir Halpern að þeim hafi fundist þeir verið einir á ferð. Það var kalt, og blautt. „Sebastian kvartaði ekki en ég sá að honum var kalt,“ skrifar Halpern og ekki bætti úr skák þegar þeir þurftu að vaða á á leiðinni. „Vatnið var svo kalt að við fundum ekki fyrir löppunum á okkur. Þegar við komumst yfir á hinn bakkann var Sebastian skjálfandi,“ skrifar Halpern sem beygði sig niður, lagaði sokkana og reimaði skóna á son sinn. „Pabbi, ég elska þig,“ heyrðist í lágróma Sebastian. „Ég elska þig líka,“ svaraði Halpern. View this post on InstagramA post shared by Jake Halpern (@jake.halpern.author) on Aug 23, 2018 at 10:57am PDTVildi heyra ævisöguna Eftir að komið var í Álftavatn byrjaði sólin að skína og allt varð örlítið auðveldara. Tengslin á milli feðganna höfðu styrkst. „Pabbi, segðu mér ævisöguna þína,“ spurði Sebastian. Halpern hélt að sonur sinn væri að grínast. Svo var ekki og Sebastian fékk því að heyra söguna af því hvernig foreldrar hans höfðu hist, hvar pabbi hans hafði verið þann 11. september 2001 og margt fleira. „Hann sagði mér ýmislegt líka. Hann sagði mér frá minningum sem hann átti frá því að hann var fimm ára, þegar við áttum heima í Indlandi,“ skrifar Halpern. Þetta var yndislegt, sem og ferðin öll. „Bráðum myndi hið daglega líf hefjast, skólinn hefjast. Dagarnir líða. Sonur minn vaxa úr grasi. En núna, tókst mér að leika á tímann.“Lesa má grein Halpern um ferðalagið hér.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Erlent Fleiri fréttir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent