Færðu sig yfir á aðra hlið rútunnar til að varna því að hún ylti Birgir Olgeirsson og Sighvatur Jónsson skrifa 20. janúar 2019 22:15 Aðstæður á Kjalarnesi, þar sem tvær rútur fóru út af veginum um kvöldmatarleytið, voru afar erfiðar. Brynjar Þór Friðriksson, deildarstjóri á aðgerðasviði hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, segir blindbyl hafa verið á vettvangi, mjög hvasst og mikla snjókomu. „Maður sá kannski fimm til tíu metra frá sér,“ sagði Brynjar Þór í samtali við fréttastofu í kvöld. Hann segir alla farþega í rútunum tveimur komna til Reykjavíkur. 27 voru í stærri rútunni og ellefu í þeirri minni. Stærri rútan valt á hliðina eftir að hafa fokið af veginum. Fjórir í þeirri rútu hlutu minniháttar áverka og voru fluttir á slysadeild.Brynjar Þór Friðiksson, deildarstjóri hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins.Vísir/EgillBandarískar mæðgur sem voru í minni rútunni héldu að hún myndi velta en farþegarnir færðu sig allir yfir í aðra hlið rútunnar til að koma í veg fyrir það. „Það var mikill vindur sem hristi bílinn og ökumaðurinn hafði hægt ferðina. Bíllinn rann síðan af veginum og byrjaði að halla. Við héldum að hann myndi velta en við fórum öll yfir á aðra hliðina til að rétta bílinn af. Síðan biðum við í fjörutíu mínútur eftir að vera komið til bjargar,“ sagði Rosemarie Frost í samtali við fréttastofu í Varmárskóla. „Við vorum heilt yfir frekar róleg sem vorum í bílnum. Það hjálpaði til og bílstjórinn var frábær. Við hringdum í Neyðarlínuna um leið og biðum,“ sagði Alexandra Frost. Rosemarie segir bílstjórann hafa skipað farþegum að halda kyrru fyrir. „Ég var kvíðinn og er enn með skjálfta. Við björguðumst þó og björgunarliðið var magnað. Þau voru virkilega snögg og góð,“ sagði Rosemarie áður en þær mægður héldu aftur á hótelið sitt í Reykjavík. Þær halda í aðra ferð út á land á morgun og ætla ekki að láta þetta slys aftra sér við að njóta lífsins á meðan þær eru í fríi á Íslandi.Mæðgurnar Rosemarie og Alexandra Frost.Vísir/EgillParið Stephen Pendergrast og Katrina Hamilton, frá Manchester á Englandi, var í stærri rútunni. Stephen segir daginn hafa byrjað á góðri ferð þar sem skroppið var á vélsleða og farið í íshelli. Á leiðinni heim hafði veðrið hins vegar versnað til muna og vindhviða feykti rútunni af veginum. „Til allrar hamingju meiddist enginn alvarlega,“ sagði Katrina. Hún segir nokkra farþega hafa fengið glerbrot yfir sig þegar rútan valt. „Þetta gerðist eins og í hægri endursýningu. Við fukum út af veginum og ultum á hliðina. Þetta var frekar óhugnanlegt,“ sagði Katrina. Líkt og bandarísku mæðgurnar ætla Stephen og Katrina ekki að láta þetta slys slá sig út af laginu en ætlunin er að fara í Bláa lónið á morgun og halda síðan til Englands.Stephen Pendergrast og Katrina Hamilton voru í stærri rútunni.Vísir/EgillBrynjar Þór sagði við fréttastofu að betur hefði farið en búist var við í fyrstu. Þegar hann heyrði af því að tvær rútur hefðu farið af veginum bjó hann sig undir það versta en vonaði það besta. „En það var gott að allir sluppu vel,“ sagði Brynjar. Spurður hvort farþegarnir hafi verið í öryggisbeltum sagði hann að rannsókn lögreglu muni leiða það í ljós en benti á að miðað við áverka slapp fólkið ótrúlega vel. „Fólkinu var brugðið en er vel á sig komið núna.“ Björgunarsveitir Ferðamennska á Íslandi Samgöngur Veður Tengdar fréttir Tvær rútur og sjúkrabíll út af á Kjalarnesi Ekki alvarleg slys á fólki samkvæmt fyrstu upplýsingum en veðrið er afar slæmt á vettvangi. 20. janúar 2019 18:50 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Fleiri fréttir George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Sjá meira
Aðstæður á Kjalarnesi, þar sem tvær rútur fóru út af veginum um kvöldmatarleytið, voru afar erfiðar. Brynjar Þór Friðriksson, deildarstjóri á aðgerðasviði hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, segir blindbyl hafa verið á vettvangi, mjög hvasst og mikla snjókomu. „Maður sá kannski fimm til tíu metra frá sér,“ sagði Brynjar Þór í samtali við fréttastofu í kvöld. Hann segir alla farþega í rútunum tveimur komna til Reykjavíkur. 27 voru í stærri rútunni og ellefu í þeirri minni. Stærri rútan valt á hliðina eftir að hafa fokið af veginum. Fjórir í þeirri rútu hlutu minniháttar áverka og voru fluttir á slysadeild.Brynjar Þór Friðiksson, deildarstjóri hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins.Vísir/EgillBandarískar mæðgur sem voru í minni rútunni héldu að hún myndi velta en farþegarnir færðu sig allir yfir í aðra hlið rútunnar til að koma í veg fyrir það. „Það var mikill vindur sem hristi bílinn og ökumaðurinn hafði hægt ferðina. Bíllinn rann síðan af veginum og byrjaði að halla. Við héldum að hann myndi velta en við fórum öll yfir á aðra hliðina til að rétta bílinn af. Síðan biðum við í fjörutíu mínútur eftir að vera komið til bjargar,“ sagði Rosemarie Frost í samtali við fréttastofu í Varmárskóla. „Við vorum heilt yfir frekar róleg sem vorum í bílnum. Það hjálpaði til og bílstjórinn var frábær. Við hringdum í Neyðarlínuna um leið og biðum,“ sagði Alexandra Frost. Rosemarie segir bílstjórann hafa skipað farþegum að halda kyrru fyrir. „Ég var kvíðinn og er enn með skjálfta. Við björguðumst þó og björgunarliðið var magnað. Þau voru virkilega snögg og góð,“ sagði Rosemarie áður en þær mægður héldu aftur á hótelið sitt í Reykjavík. Þær halda í aðra ferð út á land á morgun og ætla ekki að láta þetta slys aftra sér við að njóta lífsins á meðan þær eru í fríi á Íslandi.Mæðgurnar Rosemarie og Alexandra Frost.Vísir/EgillParið Stephen Pendergrast og Katrina Hamilton, frá Manchester á Englandi, var í stærri rútunni. Stephen segir daginn hafa byrjað á góðri ferð þar sem skroppið var á vélsleða og farið í íshelli. Á leiðinni heim hafði veðrið hins vegar versnað til muna og vindhviða feykti rútunni af veginum. „Til allrar hamingju meiddist enginn alvarlega,“ sagði Katrina. Hún segir nokkra farþega hafa fengið glerbrot yfir sig þegar rútan valt. „Þetta gerðist eins og í hægri endursýningu. Við fukum út af veginum og ultum á hliðina. Þetta var frekar óhugnanlegt,“ sagði Katrina. Líkt og bandarísku mæðgurnar ætla Stephen og Katrina ekki að láta þetta slys slá sig út af laginu en ætlunin er að fara í Bláa lónið á morgun og halda síðan til Englands.Stephen Pendergrast og Katrina Hamilton voru í stærri rútunni.Vísir/EgillBrynjar Þór sagði við fréttastofu að betur hefði farið en búist var við í fyrstu. Þegar hann heyrði af því að tvær rútur hefðu farið af veginum bjó hann sig undir það versta en vonaði það besta. „En það var gott að allir sluppu vel,“ sagði Brynjar. Spurður hvort farþegarnir hafi verið í öryggisbeltum sagði hann að rannsókn lögreglu muni leiða það í ljós en benti á að miðað við áverka slapp fólkið ótrúlega vel. „Fólkinu var brugðið en er vel á sig komið núna.“
Björgunarsveitir Ferðamennska á Íslandi Samgöngur Veður Tengdar fréttir Tvær rútur og sjúkrabíll út af á Kjalarnesi Ekki alvarleg slys á fólki samkvæmt fyrstu upplýsingum en veðrið er afar slæmt á vettvangi. 20. janúar 2019 18:50 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Fleiri fréttir George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Sjá meira
Tvær rútur og sjúkrabíll út af á Kjalarnesi Ekki alvarleg slys á fólki samkvæmt fyrstu upplýsingum en veðrið er afar slæmt á vettvangi. 20. janúar 2019 18:50