Jákvætt hvað fólk er meðvitað og upplýst um loftslagsmálin Sighvatur Arnmundsson skrifar 2. ágúst 2019 10:00 fréttablaðið Rúmlega 62 prósent eru mjög sammála því að loftslagsbreytingar af mannavöldum séu staðreynd samkvæmt nýrri könnun sem Zenter rannsóknir gerðu fyrir Fréttablaðið og fréttablaðið.is. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra bendir á að þegar almenningur hafi nýlega verið spurður um stærstu samfélagslegu áskoranirnar hafi loftslagsmálin verið langefst á blaði. „Þannig að við skynjum alls staðar hvatningu til að grípa til aðgerða. Mér finnst það því í sjálfu sér mjög jákvætt hvað meðvitund fólks er mikil og hvað fólk er upplýst um þetta. Um leið held ég að þetta sé mikilvæg áminning fyrir stjórnmálin að standa í stykkinu hvað þessi mál varðar,“ segir Katrín. Nú sé líka verið að setja aukinn þunga í rannsóknir sem tengjast loftslagsmálum. „Það er lykilatriði að það sem við erum að gera sé að skila raunverulegum árangri,“ segir Katrín. Nánast allir stuðningsmenn Pírata, Vinstri grænna, Samfylkingarinnar og Viðreisnar, eða á bilinu 97 til 99 prósent, eru mjög eða frekar sammála því að loftslagsbreytingar af mannavöldum séu staðreynd. Tæplega 84 prósent stuðningsmanna Framsóknarflokksins og tæp 80 prósent Sjálfstæðismanna eru því sammála. Efasemdir um loftslagsbreytingar af mannavöldum er nánast eingöngu að finna meðal stuðningsmanna Miðflokksins og Flokks fólksins. Þannig er rúmur fimmtungur Miðflokksfólks frekar eða mjög ósammála og rúm 28 prósent kjósenda Flokks fólksins. Tæp 57 prósent stuðningsmanna Miðflokksins eru frekar eða mjög sammála og um tveir af hverjum þremur stuðningsmönnum Flokks fólksins. Konur eru heldur sannfærðari um loftslagsbreytingar af mannavöldum en karlar. Þannig eru tvær af hverjum þremur konum mjög sammála því en tæp 58 prósent karla. Rúm sjö prósent karla eru hins vegar ósammála því að loftslagsbreytingar af mannavöldum séu staðreynd en einungis tæp þrjú prósent kvenna. Þegar horft er á afstöðu mismunandi aldurshópa til málsins kemur í ljós að því yngra sem fólk er, því líklegra er það til að vera sammála því að loftslagsbreytingar af mannavöldum séu staðreynd. Í aldurshópnum 18-24 ára eru 83 prósent mjög sammála fullyrðingunni og rúm tólf prósent frekar sammála. Enginn sem svaraði í þessum aldurshópi sagðist ósammála. Katrín segir þetta ekki koma á óvart og bendir á mikla þátttöku í loftslagsverkföllum. „Maður skynjar líka mikinn áhuga þegar maður ræðir við ungt fólk. Við erum að sjá hérna kynslóð koma fram sem er miklu meðvitaðri og hefur miklu sterkari skoðanir á þessu en fyrri kynslóðir.“ Í elsta aldurshópnum sem er fólk 65 ára eða eldra er rúmt 41 prósent mjög sammála fullyrðingunni og tæp 30 prósent frekar sammála. Þá reynast tæp 13 prósent ósammála fullyrðingunni. Könnunin var framkvæmd 24.-?29. júlí síðastliðinn og var send á tvö þúsund einstaklinga í könnunarhópi Zenter rannsókna. Svarhlutfallið var 51 prósent en gögnin voru vigtuð eftir kyni, aldri og búsetu. Birtist í Fréttablaðinu Loftslagsmál Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Fleiri fréttir Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Sjá meira
Rúmlega 62 prósent eru mjög sammála því að loftslagsbreytingar af mannavöldum séu staðreynd samkvæmt nýrri könnun sem Zenter rannsóknir gerðu fyrir Fréttablaðið og fréttablaðið.is. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra bendir á að þegar almenningur hafi nýlega verið spurður um stærstu samfélagslegu áskoranirnar hafi loftslagsmálin verið langefst á blaði. „Þannig að við skynjum alls staðar hvatningu til að grípa til aðgerða. Mér finnst það því í sjálfu sér mjög jákvætt hvað meðvitund fólks er mikil og hvað fólk er upplýst um þetta. Um leið held ég að þetta sé mikilvæg áminning fyrir stjórnmálin að standa í stykkinu hvað þessi mál varðar,“ segir Katrín. Nú sé líka verið að setja aukinn þunga í rannsóknir sem tengjast loftslagsmálum. „Það er lykilatriði að það sem við erum að gera sé að skila raunverulegum árangri,“ segir Katrín. Nánast allir stuðningsmenn Pírata, Vinstri grænna, Samfylkingarinnar og Viðreisnar, eða á bilinu 97 til 99 prósent, eru mjög eða frekar sammála því að loftslagsbreytingar af mannavöldum séu staðreynd. Tæplega 84 prósent stuðningsmanna Framsóknarflokksins og tæp 80 prósent Sjálfstæðismanna eru því sammála. Efasemdir um loftslagsbreytingar af mannavöldum er nánast eingöngu að finna meðal stuðningsmanna Miðflokksins og Flokks fólksins. Þannig er rúmur fimmtungur Miðflokksfólks frekar eða mjög ósammála og rúm 28 prósent kjósenda Flokks fólksins. Tæp 57 prósent stuðningsmanna Miðflokksins eru frekar eða mjög sammála og um tveir af hverjum þremur stuðningsmönnum Flokks fólksins. Konur eru heldur sannfærðari um loftslagsbreytingar af mannavöldum en karlar. Þannig eru tvær af hverjum þremur konum mjög sammála því en tæp 58 prósent karla. Rúm sjö prósent karla eru hins vegar ósammála því að loftslagsbreytingar af mannavöldum séu staðreynd en einungis tæp þrjú prósent kvenna. Þegar horft er á afstöðu mismunandi aldurshópa til málsins kemur í ljós að því yngra sem fólk er, því líklegra er það til að vera sammála því að loftslagsbreytingar af mannavöldum séu staðreynd. Í aldurshópnum 18-24 ára eru 83 prósent mjög sammála fullyrðingunni og rúm tólf prósent frekar sammála. Enginn sem svaraði í þessum aldurshópi sagðist ósammála. Katrín segir þetta ekki koma á óvart og bendir á mikla þátttöku í loftslagsverkföllum. „Maður skynjar líka mikinn áhuga þegar maður ræðir við ungt fólk. Við erum að sjá hérna kynslóð koma fram sem er miklu meðvitaðri og hefur miklu sterkari skoðanir á þessu en fyrri kynslóðir.“ Í elsta aldurshópnum sem er fólk 65 ára eða eldra er rúmt 41 prósent mjög sammála fullyrðingunni og tæp 30 prósent frekar sammála. Þá reynast tæp 13 prósent ósammála fullyrðingunni. Könnunin var framkvæmd 24.-?29. júlí síðastliðinn og var send á tvö þúsund einstaklinga í könnunarhópi Zenter rannsókna. Svarhlutfallið var 51 prósent en gögnin voru vigtuð eftir kyni, aldri og búsetu.
Birtist í Fréttablaðinu Loftslagsmál Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Fleiri fréttir Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Sjá meira